Þetta stemmir allt saman.

Fallega tvíburasystir mín hún Anna Bella er ekki væntanleg til baka frá Spáni fyrr en á Anna Bellamiðvikudaginn. Þannig að ég spái bjartviðri þar til þá. Hún er búin að vera allt of lengi úti þessi elska (5 vikur nánar tiltekið) og fyrir utan stöku rigningaskúrum, þá hefur verið hér glaðasólskin upp á hvern dag þennan tíma sem hún hefur verið fjarverandi.

Þökk sé nútímavæðingu og internetsins, þá hef ég getað talað við þessa elsku upp á hvern dag, og hef ég verið iðin við að monta mig af veðrinu hér á klakanum. Þess vegna væri það nú alveg týpískt að góðviðrisdögunum myndi ljúka daginn sem hún kemur heim! Bara svona til að ég hætti að vera með kjaftinn í hánorður.

Ég myndi að vísu skipta hvenær sem er á sólinni og það að fá hana systir mína til baka. Reyndar myndi ég skipta á hverju sem er fyrir hana ef út í það er farið. Höfum aldrei verið aðskildar svona lengi þrátt fyrir að vera orðnar þetta gamlar. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er bara alls ekki að fíla hennar fjarveru! Það er bara ekki flóknara en það. Ég veit ég hljóma voðalega eigingjörn en það er líka allt í lagi. Ég vil bara að hún fari að drulla sér heim og það strax.

Nú ætla ég að halda áfram að telja niður þar til hún kemur.

Moli dagsins er því tileinkaður tvíbökunni minni: Þegar þú ert of lengi fjarverandi fer ég í gamla garðjakkann þinn og sit umvafin þér. Pam Brown


mbl.is Áfram bjart vestantil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekkert að því að sakna systur sinnar, alltaf gott að sameinast á ný.  Eigðu ljúfan dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi svo sætt.  Systur eru yndislegar og tvíburasystur rúla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 11:01

3 Smámynd: JEG

Já það eru sterk bönd í tvíburum.  Kuldahrolla kveðjur að norðan. Knús og kelmm.

JEG, 30.6.2008 kl. 13:23

4 identicon

yndislegasta systir mín,

 þú mátt margfalda minar tilfinningar alltaf x 1000 .... og bannað að breyta. elska þig endalaust og hlakka svo til að fá mér fullt af kaffibollum með þér á föstudaginn

 mátt aftur skrifa svona fallega hluti um mig skal amk ekki stoppa þig... svo gaman að lesa hehehe

 knústil þín sætust

tvibakan þín (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 14:13

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 30.6.2008 kl. 21:48

6 Smámynd: Tiger

 Wow .. bara svaka skutla þarna á ferðinni, en ekki að undra svo sem fyrst hún er systir þín dúllan mín.. vantar hana nokkuð flottan kaddlll?? Njee .. segi nú bara sonna.

Eldri bræður mínir eru einmitt tvíbökur líka, svo ég skil vel samband þitt við systur þína. En það er greinilegt líka að þið hafið verið aldar upp í ástríki og af virðingu - það sýnir sterkt samband oftast best. Ég myndi gefa lifur og lungu án umhugsunar fyrir öll mín systkyn líka, reyndar myndi ég glaður láta líf mitt ef ég vissi að það myndi bjarga lífi systkyna eða barna þeirra.

Knús í þína átt rúsínan mín og hafðu það gott ætíð.

P.s. myndi aldrei leyfa konu að sjoppast fatnað á mig.. samanber síðasta færslan þín, hahaha!

Tiger, 30.6.2008 kl. 23:59

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég á yngri systur sem eru tvíbökur, þær eru tvíeggja og frekar ólíkar.  Það eru bara 10 mánuðir á milli okkar.  Mamma mín eignaðist 3 börn meðan hún var 17 ára   Geri aðrir betur    Svo var uppskriftin mín af rabbabarasultunni minni.  Uppskriftin mín er svona í minn pott komast 4 kíló af rabbabara, og fjögur kíló af sykri, þar af er 3,5 kíló hvítur sykur og hálft kíló af dökkum púðursykri.  Ég brytja rabbabarann frekar smátt, læt svo eitt kíló af rabbabara og eitt kíló af sykri þar til potturinn er vel fullur.  Svo er beðið næsta dags og þá er suðan látin koma upp, frekar hægt og svo soðið í 3-4 klukkutíma, fer eftir hitastigi.  En mér finnst best að sjóða hana við eins lágan hita og hægt er.  Hræra í þegar maður nennir, og undirbúa krukkurnar.  Ég sýð allt heila klabbið krukkurnar og lokin til að sótthreinsa, ef hreinlæti er passað geymist sultan í mörg ár:)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.7.2008 kl. 01:20

8 Smámynd: Tína

Ásdís, Jenný og JEG: Eins og Jenný segir svo réttilega Tvíburar rúla

TC: Ég þakka hrósið  . Eins merkilega og það kann annars að hljóma að þá fylgir því svakalega góð tilfinning að vita að einhver sé til fyrir mann sem maður myndi leggja svona mikið á sig fyrir eða eins og þú segir "láta líf sitt fyrir". Þetta með að leyfa konu að sjoppast á þig....... ég svara því í athugasemdakerfinu við síðustu færslu  .

Jóna: Mér virðist mamma þín hafa verið hörkukona......... þá vitum við hvaðan þú hefur seigluna darling. Takk fyrir uppskriftina . Nú er víst mál að fara og safna einhverjum sultukrukkum !!

Tína, 1.7.2008 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband