Konur kaupa föt fyrir karlinn - helstu mistök

Eins og fram hefur komið, þá eigum við hjónin herrafataverslunina Blaze á Selfossi, og þar sem ég er gjörsamlega andlaus í dag en langaði samt að skrifa e-ð, þá ákvað ég að "stela" þar kafla sem ég skrifaði einhvern tímann á heimasíðu verslunarinnar í "góðum ráðum" og setja hann inn hér. Vonandi hafið þið gaman af þessu.

women shoppingErtu orðin þreytt á að tuða í eiginmanninum svo hann versli sér föt sem hann svo sannarlega þarfnast? Ferðu að versla á hann upp á þitt einsdæmi í von og óvon um að hann verðlauni þig einungis með því að neita að ganga í fötunum?  Nógu erfitt er nú samt að finna réttu fötin (meira að segja fyrir konur). Þegar verslað er á karlana í þínu lífi, hvort heldur er eiginmaður, kærasti eða sonur, þá bætir mótspyrna þeirra aðeins við vandamálið.

Hér eru nokkur ráð til að ná sem bestum árangri sem mun bæði auðvelda honum og ekki síst þér lífið. En það er mikilvægt að konur viðurkenna þeirra þátt í að viðhalda vandamálið og sinn þátt í honum. Hér á eftir fara 5 algeng mistök sem konur gera þegar þær versla á mennina og leiðir til að forðast þau.

Mistök #1 

Að versla á hann án þess að vita hvað hann vantar, og eiga þá á hættu að eiga þá tvennt af því sama og eyða þar með í óþarfa.

Lausn:  Hjálpaðu honum að sjá mikilvægi þess að vera með skipulagðan fataskáp. Gefið ykkur tíma til að fara yfir fataskápinn hans áður en þið svo mikið sem íhugið skoðunarleiðangur í verslanir. Ég get lofað því að þið eigið bæði eftir að finna nokkrar flíkur sem hann annað hvort passar ekki lengur í eða hefur ekki lengur smekk fyrir.

Skrifaðu niður hvað hann á ekki og hvar þarf að bæta inn í. Þú gætir jafnvel fundið gersemar sem þið sleppið þá við að versla. Föt, hvort sem þú ert að versla á þig eða hann, kosta auðvitað peninga.
Vertu viss um hvað hann vantar og hvað ekki og vertu vopnuð innkaupalista þegar þú ferð af stað – ásamt hvaða stærðir hann notar.
Mistök #2 

Að klikka á því að kanna hvað það er sem honum líkar og líkar ekki við.

Lausn: Falastu eftir áliti hans á því hvað honum líkar og hvað ekki. Hvað hann myndi eða myndi ekki klæðast, og hagaðu síðan vali á fatnaðinum eftir þessum upplýsingum. Sumir karlmenn vilja skera sig út í útliti. Í hans tilfelli hefði hann t.d gaman af því að finna stællega slaufu.

Aðrir vilja frekar falla inn í fjöldann. Fyrir hann gildir þá frekar staðlað bindi með látlausu mynstri, eða peysa í hlutlausum lit frekar en breiðteinótt. Sumir karlmenn fá hreinlega útbrot af ullartrefli, eða finnst vesti vera of þvingandi. En þó svo hann hafi ákveðnar skoðanir, þá er ekki þar með sagt að þú megir ekki stundum kynna hann fyrir nýjungum sem hann hefði annars aldrei skoðað.
Vertu bara viðbúin með annan valkost ef hann mótmælir. Það er mikilvægt að þú berir virðingu og sért sveigjanleg varðandi hans skoðunum ef þú vilt hann leiti álits hjá þér í framtíðinni.

Mistök #3 

Að henda sér út í djúpu laugina án þess að kanna vatnið fyrst, sem gerir þig óöruggari og draga úr möguleikunum að fá sem mest fyrir peningana.

Lausn: Láttu þér líða vel í heim karlmannsfatnaðar áður en þú hættir þér í leiðangur með honum. Einföld leið til þess er að skoða nokkrar verslanir ein.

Taktu eftir að umhverfið er miklu háttvísari en brjálæðið sem oft einkennir kvenfataverslanir í sama flokki. Farðu í nokkrar rándýrar verslanir, nokkrar hófsamari og líka þær sem flokkast sem lágvöruverslanir. Eftir nokkrar afslappaðar “vettvangsferðir” verður þú betur í stakk búin til að velja réttu búðina til að versla á hann í hans félagsskap, byggt á sameiginlegum smekk og upphæð sem á að eyða.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, mundu þá að góður afgreiðslumaður mun með gleði svara þér, þar sem hann veit af reynslu að þú sért líklega í könnunarleiðangur og komir því frekar aftur með viljugan kaupanda í eftirdragi.

Mistök #4 

Að velja liti á hann sem fara þér vel.

Lausn: Vertu viss um að þú sért ekki að láta persónulegan litasmekk hafa áhrif á hvað er verslað.  Þó svo þið deilið öllu öðru í lífinu þá er ekki þar með sagt að litir sem fara þér vel eigi líka við um hann. Taktu mið af háralit, húðlit og augnlit. Berðu mismunandi liti við andlitið á honum í dagsbirtu til að finna út hvaða litatónar og mynstur lífga mest upp á hann og draga fram það besta. Þær flíkur sem mestu máli skipta þegar kemur að litum eru jakkaboðungarnir, skyrtukraginn, bindi og peysur. Þessar flíkur eiga að passa vel saman til að draga fram það besta við hann – nefnilega andlitinu!!

Mistök #5 

Að gleyma því að þetta sé hans verslunarferð – ekki þín.

Lausn: Áður en þið farið út úr húsi, þá skulið þið ræða hvað það er sem þið hyggist ætla að versla, hvar og hversu langan tíma þetta gæti hugsanlega tekið.

Karlmaður er (oftast) markvissari þegar kemur að innkaupum, og mun virkilega meta skilvirknina í viðleitni þína. Eins og þú líklega veist nú þegar, að rölta stefnulaust um verslunarkjarna og búðarráp – eitthvað sem flestum konum finnst skemmtilegt – er bara eitthvað sem flestum karlmönnum finnst með öllu tilgangslaust.  Mikilvægast af öllu er að halda plani þegar hann er búin að versla það sem hann ætlaði sér.
Aldrei að biðja hann um að bíða í einhverjum sófa á meðan þú leitar að “aðeins nokkrum hlutum” fyrir þig. HEY, ef þú getur gert verslunarferð jákvæða og hagkvæma að hans mati, þá gæti hann jafnvel tekið upp á því að koma þér á óvart með því að bjóða þér út að borða á eftir!!

Gangi þér vel.

Heimildir
Að lokum kemur svo moli dagsins: Gleymdu þeirri hjálp sem þú hefur veitt, minnstu þess þakklætis sem þér hefur hlotnast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: JEG

Já mikið til í þessu. Eina vandamálið sem ég á við að glíma er að það má varla versla á minn kall hehehe..... því það er tekið ástfóstri við einhverjar örfáar flíkur og annað er ekki til. Svo vandast málið þegar þessar ástfólgnu tuskur slitna og þarf að endurnýja.

Kveðja og knús úr sveitinni.

JEG, 28.6.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Ég á engann kall þannig ég þarf engar áhyggjur að hafa eins og er

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 28.6.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú svo heppinn að hann Bjarni minn er alsæll með allt sem ég kaupi og fer aldrei einn að kaupa fötu heldur biur mig að koma með, við erum reyndar sammála með flest enda frábær hjón eins og þú veist.  En þetta er snilldar færsla því ég þekki til víða þar sem fatakaup eru stórt vandamál.  Hafðu það gott elsku Tína mín. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 20:38

5 Smámynd: Tiger

Hahaha ... brilljant sko. Ég segi þér það í trúnaði - að ég myndi aldrei leyfa konu að sjoppast fatnað á mig sko! NO way ...

Knús á þig skottið mitt ....

Tiger, 30.6.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Eiríkur Harðarson

TÍNA: Held alveg án gríns að frekar gengi ég á adamsklæðunum, heldur en að ganga í fötum sem keypt væru af KONU.

Eiríkur Harðarson, 1.7.2008 kl. 00:03

7 Smámynd: Tína

JEG: Komdu með hann til okkar og við skulum sjá um hann .

Jóna: Aldrei að segja aldrei kona góð

Ásdís: Það jafnast ekkert á við það að vera vel giftur. Láttu mig þekkja það.  

TC og Eiríkur: Þið eruð engar karlrembur er það nokkuð???? Auðvitað eiga karlmenn helst að gera það sjálfir. Okkur sem vinna við þetta finnst það MIKIÐ MIKIÐ betra því konurnar eru nú yfirleitt þær sem er langerfiðastar. No offence stelpur mínar. Ég hef meira að segja lent í því að biðja konuna um að skilja bara bóndann eftir hjá mér og við létum hana svo bara vita þegar við vorum búin  . Eftir það var þetta ekkert mál.

Tína, 1.7.2008 kl. 06:53

8 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. jamm ég er svo sammála að það er miklu betra að kaupa sjálfur - með aðstoð professional manneskju - fötin utan á kroppinn sinn.

Fyrrverandi konan hans pabba keypti alltaf föt á kallinn - og ég segi þér - að þegar þau skildu í fyrra - eftir 30 ára hjónaband - lét ég hann gefa öll fötin sín og hjálpaði honum að byggja upp nýjan fataskáp - með fötum sem voru eftir hans eigin smekk en ekki bara eitthvað sem hann samþykkti bara alltaf til að halda friðinn.. hehehe. Úff .. sumar konur sko!

En, sannarlega eru til dásamlegar konur sem kunna vel á þessa list - að velja föt á karlana sína, því það eru jú til karlar sem ekkert vit hafa á fötum - svo þeir eru heppnir sem slíkar konur hafa sér við hlið.

Knús á þig sweetypie-ið mitt ..

Tiger, 1.7.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband