Ég setti hnefann í borðið..... eða því sem næst..... ég grét.

Við hjónin fórum af stað í bæinn í gærmorgun og vorum eins og tveir unglingar á leið í próf. Við fórum upphátt yfir allt sem við ætluðum að segja Helgu lækni og hvað við vildum nú fá út úr þessum tíma.

Rútínan byrjaði bara eins og alltaf þar sem ég var vigtuð (léttist um 1,4 kg) og blóðþrystingurinn mældur. Hann var því miður hærri en síðast og var Helga ekki ánægð þá. Það furðulega var að núna var hún ánægð Woundering. Við hjónin botnum hvorki upp né niður í þessu. En okkur er víst ekki ætlað að skilja allt. Ef svo væri þá þyrfti ég varla á lækni að halda er það?

Við vorum að minnsta kosti mjöööög ánægð að hitta Helgu aftur, því tíminn sem hún er búin að vera í burtu var allt of langur, þó hún hafi greinilega haft mjög gott af því. Allir þurfa á fríi að halda og það held ég að læknar þurfa enn meir á því að halda til að hlaða batteríin. Hún virtist í það minnsta ánægð að sjá okkur Wink 

Ég byrjaði svo að telja ofan í hana allt sem hefði farið úrskeiðis undanfarinn einn og hálfan mánuð. Þetta var svo sannarlega svartur listi, ef frá er talið að í stað þess að sofa ekki neitt, þá kemur fyrir að ég er varla með meðvitund í nokkra sólarhringa. Ég er nú bara einu sinni svona af Guði gerð gott fólk................. það er alltaf annað hvort í ökkla eða eyra hjá mér sjáið þið til Whistling

Að fyrstu fannst mér eins og hún ætlaði ekki að hlusta á okkur, því hún virtist samt vera ánægð með þetta allt saman og meðal annars það að ég skyldi hafa lést. Döhhhhhh hver myndi ekki gera það ef hann ældi í 10 daga og borðaði varla? Maður spyr sig. En burt séð frá staðreyndum, þá var hún ánægð með þetta. Hún fór að tala um að bataferillinn væri bara mislangur hjá fólki og svona fram eftir götunum. Og að það sem ég þyrfti væri sálfræðingur til þess að takast á við þunglyndið eftir svona langvarandi veikindi.

Þegar þarna var komið þá gat ég ekki meir. Ég reyndi eins og ég gat að halda aftur af tárunum, en varð að lokum að gefast upp og leyfði þeim bara að brjótast fram. Og það gerðu þau af fullum krafti. Ég fór s.s að hágráta. Minnti sjálfa mig svei mér þá, á hann Leif minn þegar búið var úr pelanum hérna í denn. Það voru einu skiptin sem barnið grét, en þá var líka eins og hann væri að bæta upp fyrir að hafa ekki grátið fyrr.

Það kom eðlilega á alla sem voru þarna inni (það voru líka 2 nemar) nema manninn minn sem skyldi mig svo vel og strauk hann á mér bakið látlaust þar til ég róaðist. En ég sagði Helgu meðan ég grét og var full af hori, að hún hreinlega hlustaði ekki á mig, að mér fyndist ég svikin, hvort að heilaæxlið þyrfti virkilega að framleiða einhver hormón til þess að það teldist ekki vera af hinu góða. Hún varð að viðurkenna að nei, það væri nefnilega ekki tilfellið. Það var eins og hún hefði bara vaknað við þetta. Hún var ekkert nema  fölskvalaus samúðin og fór loksins að hlusta. Ég benti henni á að tennurnar væru að losna í mér, sjónsviðið væri að minnka, ég gæti orðið ekki einu sinni gengið skammlaust upp tröppur því vöðvaþreytan væri svo mikil og fleira í þeim dúr. Að allt væri að fara til fjandans þrátt fyrir að ég ætti að vera á svokölluðum batavegi.

Á endanum komumst við að því að það sem hefði verið að hrjá mig undanfarnar vikur væri mikill skortur á kortisóli. Æxlið sem var í nýrnahettunni offramleiddi þetta hormón, en núna s.s skortir mig það, því hin nýrnahettan vill bara undir engum kringumstæðum fara í gang og framleiða þetta. Einnig velti hún fyrir sér hvort heiladingullinn væri að rugla eitthvað (vegna áhrifa frá æxlinu) og væri þess vegna ekki að skipa nýrnahettunni til verka. Svona mikill skortur er því miður ekki betri en offramleiðsla.

Hún reyndi að svindla mér inn í heilasneiðmynd, en það var því miður ekki hægt. Þannig að það sem er núna framundan er að ég á að fara í heilasneiðmynd sem allra fyrst. Einnig á að mynda nýrun sem og kviðarhol og kanna hvort eitthvað hafi jafnvel gerst eftir aðgerðina. Allir lyfjaskammtar voru hækkaðir fyrir utan blóðþrýstingslyfin. Svo á að leggja mig inn um leið og hún fær sitt læknateymi (lok október, byrjun nóv) og það á þá að gera tilraun með að sjokkera nýrnahettuna í gang. Gunnar og Leifur skemmtu sér mikið við kvöldmatarborðið við að reyna að ímynda sér hvernig það væri gert. Ég get sagt ykkur það að fæst af þessu var með viti LoL. Ég emjaði úr hlátri. Þeir eru svo ruglaður að það hálfa væri yfirdrifið. Þetta var s.s niðurstaðan í grófum dráttum. Verst fyrir ykkur hvað ég þurfti að tjá mig mikið áður en ég gat drattast til að segja frá niðurstöðunni Grin. En til hvers að blogga ef maður getur ekki pústað annað slagið ha?

Hún sagði okkur síðan að ástæðan fyrir að læknar væru svona tregir til að hjálpa mér væri sú að þessi sjúkdómur væri svo fjári sjaldgæfur, að fæstir heimilislæknar vita nokkuð um hann og verða jafnvel hræddir þegar kemur að því að þurfa að eiga við svona sjúkling. Hún ætlaði í það minnsta að hringja í minn heimilislækni (Marianne) og koma henni almennilega í þessi mál. Einnig ætlaði hún að sjá til þess að Marianne gæti hringt í sig hvenær sem væri ef þyrfti og taldi nauðsynlegt að þær ynnu saman í þessu.

Síðan datt mér í hug að ástæðan fyrir þessari ánægju hjá Helgu þrátt fyrir allt væri kannski að hún væri að reyna að létta á sálinni hjá mér. Reyna að draga aðeins úr svo mér fyndist þetta ekki alveg jafn erfitt og sæi ljósið framundan. Hún sagði okkur að hún myndi ekki gefast upp og hún ætlaði sér svo sannarlega að sjá um mig þar til öllu væri lokið. Okkur fannst voðalega gott að heyra það.

Hafið góða helgi öll og munið að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt Cool

 

Molinn fyrir helgina er: Það er betra að gráta út einu sinni, heldur en að stynja stöðugt. - Málsháttur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Þakka þér fyrir góða kveðju Ester mín. Og takk fyrir að skilja eftir fótspor. Alltaf gaman að sjá hverjir eru á ferðinni.

Tína, 5.9.2008 kl. 07:28

2 Smámynd: Dísa Dóra

Æ hvað það er gott að eitthvað er loksins að koma í ljós og vonandi verður þetta allt upp á við núna.

Knús á þig mín kæra

Dísa Dóra, 5.9.2008 kl. 08:46

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert efst á túdú listanum sem ég sendi guði á hverju kvöldi og trúðu mér hann tekur hann alvarlega.

Batakveðjur og knús á þig elsku Tína mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 09:00

4 Smámynd: www.zordis.com

Molinn er merkilegur í dag og það þarf að hreinsa til í augnbotnunum annað slagið!!!

Mikið er gott að heyra að þú náðir athyglinni enda ert þú það eina sem skiptir máli í þínum veikindum.  Læknar eiga ekki að vera hræddir að taka á sjaldgæfum veikindum heldur gefa sig í hlutverkið.

Hjartans knús og hlýja austur! 

www.zordis.com, 5.9.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Landi

Ja það er ekki af þér skafið mín kæra,ég verð nú að byrja á því að hrósa kallinum þínum því ég án þess að vita hver hann Tína mín þá er hann ábyggilega með rúmlega stórt hjart og góða lundu,,því ég hefði líklega misst mig á þennan læknir  en eins og þú nefnir er kannski ástæðan fyrir rólegu nótunum hjá lækninum að vekja upp tilfinningar hjá þér til að sjá eitthvað sem ég kann ekki nöfnum að nefna...Ég get ekki annað en "samgleðst" þér að það verði kallað á þig inn í rannsókn og sjokkerað hetturnar,tilgangurinn verður kannski til að þér líði mun betur eftir á og að heilsan verði betri ...

Vonandi kemstu í myndatökuna sem fyrst,æðislega gaman að bíða eftir þeim,eða þannig sko

Knús inn í daginn þinn Tína mín. 

Landi, 5.9.2008 kl. 09:31

6 Smámynd: Tína

Ragna mín: Þakka þér mikið fyrir bænirnar

Dísa mín: Það vona ég líka krútta.

Jenný mín: Ég trúí því sko vel að Guð taki þig alvarlega

Zordís mín: Það var mikið gott að tæma tárkirtlana

Landi minn: Jú það er rétt hjá þér að biðin er oft erfiðust og stundum svo endalaus að því er virðist. En svo spurði Gunnar afhverju þú segðir ekki bara beint út að hann væri æðislegur!! .

Tína, 5.9.2008 kl. 09:57

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gunnar er sko æðislegur og ekkert minna. En það ert þú líka sjálf, hvernig þú berst áfram með og án tára er algjört met. Ég sendi þér ljós og bænir og vona að þér líði betur, ég get varla haldið aftur af tárunum.

Baráttukveðjur Tína mín og ég vona að æðri máttarvöld hjálpi til við batann þinn.

Bestu kveðjur til þín og þinna. 

Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:11

8 Smámynd: Landi

Gunnar er ÆÐISLEGUR  ( Nú næ ég mér aldrei í kellingu   ),,,,Hmmm ég meina konu ...

Annars þurfti ekki að nefna það því ég er búin að lesa bloggið þitt svona einu sinni eða tvisvar skvís

Landi, 5.9.2008 kl. 10:44

9 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Kvitt fyrir innlit.

Gangi þér vel

Lilja Kjerúlf, 5.9.2008 kl. 11:10

10 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Hæ sæta mín, það er gott að það er eitthvað að leysast í þessum málum.  Þá líður manni alltaf betur og það að gráta er mannbætandi þegar virkilega er þörf á.  Það er hreinsandi og maður á ekki að skammast sín fyrir að gráta.  Verðum í sambandi og farðu nú vel með þig, leyfðu þessum drengjum þínum að dekra við þig.

Knús í klessu

Guðrún Helga Gísladóttir, 5.9.2008 kl. 11:15

11 Smámynd: JEG

Ææjjj dúllan mín.  Svo sit ég hér og fleirri á heimilinu með magapest og vælum og getum varla gert neitt nema talað við wc.  Þú ert hetja það verður ekki af þér tekið mín kæra. 

Farðu vel með þig og leyfðu fólkinu þínu að stjana við tig. Innilegar kveðjur úr sveitinni (ekki knús núna svo ég smiti þig ekki hehehe....)

Þú ert mögnuð kona og gullmolinn hittir í mark.

JEG, 5.9.2008 kl. 11:28

12 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 5.9.2008 kl. 12:13

13 Smámynd: Tína

Fjóla: Takk fyrir þetta

Sigurður minn: Alltaf til í að taka á móti ljósi sko og þakka mikið vel fyrir sendinguna. Hvað varðar sálfræðinginn, þá segir Gunnar að það sé örugglega ekki svo vitlaus hugmynd að borga einhverjum til að leyfa mér að öskra, grenja og þess vegna sagt honum að hoppa upp í óæðri endann

Hehe Landi minn: Þú ert alveg frábær og verður sko ekki í vandræðum með að finna þér konu. Ég held að hvaða kona sem er kunni vel að meta húmorinn í þér.

Guðrún mín eina: Ég er búin að segja strákunum að það hafi komið skipún frá æðri máttarvöldum um að dekra við mig  því var svona þokkalega vel tekið

Jóna sveitayndi: Alltaf skemmtilegt að fá kvitt frá þér. Ég er viss um að þú myndir heldur ekki vilja knús frá mér því ég er með RISA frunsu. Gunnar horfði líka lengi á mig í morgun og spurði hvort það væri nokkur hætta á að frunsan yfirtæki aðra líkamsparta

Lilja Kjerúlf, Hallgerður og Brynja:  og takk fyrir innlit og kvitt.

Tína, 5.9.2008 kl. 13:21

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

....þetta fer allt vel.....er vissum það.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.9.2008 kl. 16:54

15 identicon

kvitt kvitt mín kæra vinkona!

Sigurlín (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 17:47

16 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hugsa til þín flotta kona...... gott að þú gast komið því að hjá Dr. hvernig þú virkilega hefur það...... en það sem mér finnst eiginlega laaang best við þessa færslu er í raun og veru að sjá að húmorinn er að hjálpa þér og þinum....... manstu eftir myndinni um Patch Adams...... ef ekki kíktu þá endilega á hana......

puss og kram....

Fanney Björg Karlsdóttir, 5.9.2008 kl. 21:07

17 Smámynd: Ragnheiður

Æj sætasta mín, það er gott að samband náðist loks...ég skil þig og hér færðu 5000 x  og mátt nota eftir þörfum

Ragnheiður , 5.9.2008 kl. 21:23

18 Smámynd: Einar Indriðason

Látum oss kalla þetta innlitskvitt, og bros :-)

Einar Indriðason, 5.9.2008 kl. 21:25

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi elskan. Það fer um mig við lesturinn. Eigðu yndislega helgi

Heiða Þórðar, 5.9.2008 kl. 22:55

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tína mín það var gott að þú hafir loks hitt lækninn þinn og látið hana skilja hvað var í gangi.

"Tárin sjást, en ef hjartanu blæðir, - hver sér það?"

                                                 Hauh Wen                

Edda Agnarsdóttir, 5.9.2008 kl. 22:56

21 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er gott að heyra að læknirinn hlustaði loksins á þig.  Vonandi fer allt batnandi héðan í frá.  Ég óska þér og fjölskyldunni þinni góðrar helgar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.9.2008 kl. 01:47

22 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er yfirleitt háttur manna gera bara gott úr öllu, enda virkar það langbest. Allavega hefur það hjálpað mér mest í mínum aðstæðum.

Þetta kemur tína, góða helgi mín kæra.

Eiríkur Harðarson, 6.9.2008 kl. 03:09

23 Smámynd: Heimir Tómasson

Blessi þig elskan mín. Hugsa til ykkar.

Heimir Tómasson, 6.9.2008 kl. 03:59

24 identicon

 Elsku Tína mín - hugur minn og bænir eru hjá þér!

Kveðja úr sól - til sólar (þín).

Tigercopper (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 10:39

25 Smámynd: SigrúnSveitó

Knús og kærleikur til þín, mín kæra. Var að lesa, er að rétt að ná í skottið á ykkur bloggvinunum eftir að hafa verið helgi í burtu...nóg að lesa ;)

Svo biðlaði ég til þín um bloggvináttu...sá að þú varst dottin út hjá mér einhverra hluta vegna...

Kossar...

SigrúnSveitó, 9.9.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband