Smá update

Helga læknir hringdi í mig í gær, og átti sér stað eftirfarandi samtal:

Helga: Sæl Christine mín. Hvernig ertu í dag?

Ég: Sæl og blessuð Helga. Ég er bara fín.

Helga: Hmmmmmm þú berð þig vel er það ekki?

Ég: Ha? Jújú ég geri það

Skuggaleg þögn í smá stund

Helga: Þú veist þú mátt ekki gera þetta þegar þú talar við lækninn þinn?

BUSTED

Þarna áttaði ég mig á einu. Gæti verið að ég geti sjálfri mér um kennt að Helga "hlusti" ekki á mig? Getur ekki einmitt verið að ég er allt of gjörn á að bera mig svokallað "vel"? Getur verið að ég sé tréhaus og líti alltaf á þetta sem tuð í mér ef ég segi hvað sé að? Hvort sem um lækninn minn eða einhvern annan er að ræða? Svei mér þá ef svarið við öllum þessum spurningum er ekki bara JÁ!!

Hef einmitt tekið eftir því undanfarið að þegar gesti hefur borið að garði og það spyr mig hvernig ég hafi það, þá segi ég alltaf "ég hef það fínt" þótt útlit bendi til annars. En þá stígur elskulegur eiginmaður skref aftur á bak og hristir hausinn framan í gestina LoLWhistling

En hvenær veit ég hvort fólki langi virkilega til að heyra um ógleði, niðurgang, verki og svoleiðis? Ég held nefnilega að fólk spyrji oft af kurteisisökum. Okok ég veit að hún Helga mín er ekki að því, en ég er að tala um vini og vandamenn. Hvernig veit ég hvað það er sem fólk hefur áhuga á að vita? Ég meina.......... ef ég segi "æ veistu....... ég hef það skítt" er fólk þá ekki hálfvegis tilneytt til þess að halda þessu samtali áfram? Stundum er það síðan líka þannig að mig langar til að hugsa og tala um eitthvað annað en veikindi mín. Nóg er nú samt að mínu mati. En svo kemur fyrir að sumir verða annaðhvort fúlir eða móðgaðir yfir því að ég segi þeim ekki eins og er. Eins og elskuleg tvíbakan mín sagði um daginn "Þarf ég að lesa bloggið þitt til að komast að því hvernig þér líður?" Blush Hún var virkilega sár út í mig þessi elska.

Niðurstaðan úr beinþéttnimælingunni var alls ekki nógu góð. En lítum samt á björtu hliðarnar shall we............. ég er EKKI komin með beinþynningu Wizard

                                        ~~~~~~~~~~~~~~~~

Gunnar minn sagði svo við Leif að nú þyrftu þeir að fara að föndra. Þeir þyrftu að fylla lyfjaboxið mitt (ég var nefnilega bara dugleg að nota það fyrstu tvær vikurnar). "Við mætumst svo á hádegi á miðvikudag" sagði Gunnar og var hann þá að vitna í lyfjaboxið. Jesús minn.............. þvílíkar pælingar sem upphófust hjá þeim!!! Leifur komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að bæði væri hólfið fyrir hádegisskammtinn á miðvikudeginum of lítið til að þeir gætu báðir verið að setja lyf þar, og svo væri það heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum þeirra ef bara annar fengi að setja í það hólf, því þá hefði hinn ekki fengið að gera jafn mikið. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að þetta ræddu þeir og mögulegar lausnir á því vandamáli í 15-20 mínútur!! Ég get hlegið endalaust að fíflaskapnum í þeim félögum.

Kristján er ekki síður fyndinn. En um daginn fórum við Leifur út að reykja og þegar við komum inn aftur þá er Kristján búin að slökkva á sjónvarpinu og var frekar æstur. Þá segir hann við okkur: "OK ég vil bara vara ykkur við að ef þið viljið kveikja á sjónvarpinu þá skuluð þið sko slökkva á hljóðinu. Það er nefnilega verið að sýna XXX!" Og svo roðnaði hann niður í tær. Við Leifur urðum skiljanlega nokkuð forvitin um efnið og komumst þá að því að verið var að sýna "sexual healing" á Skjá einum LoLGrinBlush

Það segi ég satt að ef hláturinn lengir lífið, þá eiga þeir eftir að sjá til þess að ég verði ódauðleg!!!

Molinn: Ánægður maður er aldrei fátækur - óánægður maður er aldrei ríkur. - Ókunnur höfundur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kannski það væri ráð að benda lækninum á bloggið?

Njóttu helgarinnar duglega kona........og vonandi fer líðanin batnandi.

Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 07:25

2 Smámynd: Tína

hahaha það er alveg spurning hvort ég geri það ekki bara Hólmdís mín.

Tína, 6.9.2008 kl. 07:27

3 Smámynd: Landi

Hún er sjálfsagt löngu búin að uppgötva bloggið,ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að hún hafi hringt

Annars er ekkert að þakka Tína mín fyrir klukkið,mín var ánægjan,,

Ég held að Kristján eigi eftir að ná langt,þetta er með því fyndnasta sem ég heyrt

Er ekki IKEA með stór box sem hægt er hólfa

Megi þú og fjölskyldan eiga yndislegan dag og alla helgina....

Landi, 6.9.2008 kl. 09:18

4 Smámynd: JEG

Æææjjj knús og klemm í klessu, skítt með frunsur og magapínur.  Þú átt það skilið að fá eit thressilegt knús.  Og það er í lagi að pústa af og til maður getur ekki endalaust byrgt inni líðan sína.  Þó maður þykist vera stálsleginn og ofurhress þá er það heimilt að vera down og súr.

Eigðu ljúfan dag mín kæra og ekki vera feimin við að banka og ræða málin. 

JEG, 6.9.2008 kl. 09:34

5 Smámynd: Einar Indriðason

Ég var farinn að sjá fyrir mér svona atriði úr "Mission Impossible", þar sem frasar eins og... "synchronize watches" kæmu fyrir, varðandi það að fylla á lyfjaboxið!

Einar Indriðason, 6.9.2008 kl. 09:46

6 Smámynd: Tína

Landi minn: Varðandi klukkið........................ sá hlær best sem síðast hlær *kvikindisglott*

Jóna bestust: Frunsukoss frá mér til þín þá

Einar: Hahahaha....... ég held að þetta hafi reynst "Mission Impossible" því þeir komust ekki að neinni niðurstöðu og það er ekki enn búið að fylla á boxið

Tína, 6.9.2008 kl. 09:50

7 Smámynd: www.zordis.com

Stundum spyr fólk fyrir kurteisis sakir og þá er nú bara ágætt að láta fólk vita hvernig líðanin er.  Hins vegar er líka gott að heyra sjálfa sig segja, ég hef það fínt, er miklu betri eða eitthvað enn jákvæðara. 

Góður molinn í dag!

www.zordis.com, 6.9.2008 kl. 10:07

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku dúfan mín; -mikið rétt, fólk spyr af kurteisisökum (alveg satt)...

Þú ert hörkustelpa, skemmtileg, stútfull af húmor og stendur þig vel. 

Þú ert einfaldlega æði 

Heiða Þórðar, 6.9.2008 kl. 11:04

9 identicon

Komdu sæl!

Ég hef kíkt hérna inn hjá þér og verið að lesa það sem þú hefur fram að færa. Mér finnst þú hafa einstaklega frábæra sýn á lífið og allt sem því fylgir. Við eigum nokkrar sameiginlegar bloggvinkonur og langar mig mikið til að spyrja þig hvort þú hafir áhuga á að bæta einni bloggvinkonu við? Það væri frábært, sannur heiður

Kær kveðja,

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 11:14

10 Smámynd: Tína

Zordís mín: Mér finnst einmitt oft mjög gott að segja "ég hef verið verri"

Heiða mín skemmtilega: Þú ert sjálf æði og alveg hryllilega fyndin. Takk fyrir bloggvináttu

Ásdís mín: Heiðurinn er allur mín megin krútta. Takk fyrir bloggvináttuna

Tína, 6.9.2008 kl. 11:35

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Knús á þig elsku Tína - bið að heilsa lækninum næst þegar hann hringir?

Það er nú ekki þannig í lífinu að kennsla fari fram í því að hafa sjúkdóm og þurfa að díla við lækna! Þetta er eitt af því sem þyrfti mikillar samtalstækni við.

Ég man eftir þeim umræðum að hér á landi var lítið sem ekkert gert úr sálarlega þættinum í læknanáminu á sama tíma voru stúdentar felldir í hrönnum ef þeir náðu ekki sálfræðikúrs í læknadeil í BNA. Þannig að það hefur margt vantað í læknanámið hjá okkur.

Krafan á að vera sú að læknar kunni og viti meira um sálfræði og eða að hafa sálfræðing í viðtölum með sér.

Settu upp sólgleraugum derhúfuna og glossið næst þegar þú ferð og settu fram kröfur um þínar þarfir án þess að leyfa lækninum að mala. Þetta er á þínum forsendum en ekki læknisins.

Gangi þér vel gæska. 

Edda Agnarsdóttir, 6.9.2008 kl. 11:36

12 Smámynd: Dísa Dóra

Það er vissulega stundum gott að fá pásu frá sjúkdómnum og tala um eitthvað annað en það er líka gott að geta sagt alveg hreint út hvernig líðanin er. 

Mér finnst þú algjör hetja og baráttujaxl og dáist af því hvað þú ert sterk og jákvæð.

Knús til þín fallega sterka kona

Dísa Dóra, 6.9.2008 kl. 12:54

13 identicon

hæhæ ég kannast mikið vel við það að hafa það fínt þó að líðan sé ........þú ert sko best.

Knús og kossar á þig kæra vinkona

Sigurlín (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 13:14

14 Smámynd: Gunna-Polly

ertu að láta barnið horfa á xxx ?knús á þig yndislegust

Gunna-Polly, 6.9.2008 kl. 17:58

15 Smámynd: Inga María

Það þyrftu að vera til frasar í bók sem maður gæri dregið upp þegar  ættingjar og vinir droppa upp með tilganglausar spurningar um líðan manns....vitandi það að við hljótum að líða illa en vilja fá sannfæringu um hið gagstæða. 

Knús á þig ...mín kæra

Inga María, 6.9.2008 kl. 18:00

16 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég gat ekki gert annað en að brosa yfir böstinu þínu ... hvernig á að vera hægt að lækna fólk sem segir aldrei satt um líðan sína ? en eitt sem ég hef lært, og það er að hlusta bara á það sem fólk segir, í staðinn fyrir að "halda" að það meini eitthvað annað ... ef einhver spyr hvernig þú hefur það, er bara best að ganga út frá því að fyrst að viðkomandi spyr, þá vill hann greinilega vita það ... gangi þér allt í haginn og húrra fyrir lækninum þínum að sjá í gegnum þig

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 6.9.2008 kl. 18:40

17 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sæl mín kæra, það er ætíð mjög gaman af því að heimsækja síðuna þína.(TÍNA) Megir þú,,vona ég"fá bót þinna meina helst í gær, biðst afsökunar á því hve lélegur ég hef verið í því að kvitta. Sá samt hérna á Reykjalundi um árið að ritsnillingur dvaldi þar.

Eiríkur Harðarson, 6.9.2008 kl. 23:46

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er nú svona líka, það er alveg sama hvernig mér líður.  Alltaf svara ég "ég hef það bara fínt"  þetta er náttúrulega almenn kurteisi.  Maður vill ekki styggja fólk með væli um slæma líðan  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.9.2008 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband