Færsluflokkur: Spaugilegt

Jarðskjálfti í Svíþjóð og veikur drengur.

Ég er enn í vinnunni enda opið til 22 hjá okkur. En þar sem það er frekar rólegt sem stendur, þá ákvað ég að skella inn örstutta færslu.

Kolla sem hefur verið dyggur og traustur starfsmaður hjá okkur en þó umfram allt góð vinkona, er hætt störfum skv. læknisráði. Það þýðir að vísu að nú þurfum við Gunnar að standa allar vaktir fram á aðfangadag, en við ráðum við það. Á móti kemur að ég er búin að biðja fólk að hringja EKKI í okkur á aðfangadagskvöld, því þá verðum við sofandi!!!! Við hjónin verðum 2 ein þá og þurfum því ekki að stressa okkur yfir einhverri steik eða neitt svoleiðis. Enda ekki dropi af orku sem verður eftir þá.

Dísa Dóra vinkona mín, var svo falleg í sér að þegar hún heyrði þetta þá stóð ekki lengi á heimboði í steik til þeirra hjóna á aðfangadagskvöld. En eins og ég sagði við hana, að eftir að við verðum komin heim og farin að slaka örlítið á, þá verður ekkert minna en jarðskjálfti 7 á richter sem mun geta hrist okkur út úr húsi.

Ég þurfti svo að fara með hann Kristján minn á sjúkrahúsið í dag og líklega er hann með botnlangabólgu. Við vorum samt send heim aftur en hann á að koma strax ef hann versnar eitthvað. Annars ekki fyrr en kl 8 í fyrramálið. Ég vona að bara sé um slæma magakveisu að ræða, en annars verður bara að taka á því eins og öðru.

Svo rétt í lokin þá mátti ég til með að segja ykkur frá því að við eigum viðskipti við Svíþjóð, og einn sölumaðurinn þarna úti sendir okkur póst, þar sem hann segir frá skjálftanum upp á 4,7. Sá fyrsti í yfir 100 ár og að skaðinn hafi verið mikill. Því til sönnunar sendi hann okkur mynd. Við Gunnar vorum alveg miður okkur og vissum ekki hverju við ættum að búast að við. Við höfum sjaldan hlegið eins mikið og þegar við sáum myndina. Hér sjáið þið hana.

DAMAGE2 

Megum samt ekki gera grín að þessu. Kannski upplifðu þau þetta á hræðilegan hátt.

 

Jæja elskurnar mínar. Ég reyni svo að fara rúnt um bloggin ykkar um leið og tækifæri gefst. Got to go.

 

Molinn: Finni maður ekki frið í sálu sinni er vonlaust að leita hans annars staðar. - La Rochefoucauld.


Blogghittingur #1

Þá er fyrsti hittingurinn búin. Ég segi fyrir mína parta að ég skemmti mér mjög vel. Að vísu var fámennt (komu bara 4 af 9) en góðmennt. Þau sem komu voru Hrönn, Jóna Kolbrún (Huxa), Tobbi (Landi) og Solla (Ollasak).

Við hittumst í Blaze en þaðan lá leiðin í brugghúsið í Ölvisholti. Bjarni mágur og Siggi svili minn tóku á móti okkur og leiddu okkur inn í allann sannleikann um framleiðsluna og söguna á bak við bjórana Skjálfta og Móra. Bæði var þetta fróðlegt en líka mjög skemmtilegt þar sem þetta tvíeyki er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki. Ég klikkaði þarna að vísu á smáatriði með því að gleyma að taka með mér myndavélina en Jóna tók myndir hægri vinstri og ætla ég að fá nokkrar hjá henni. Bæti þeim inn í þegar þær berast.

Þegar forvitninni var svalað þá fórum við og sóttum hana Hrönn og fórum aftur upp í búð. Tobbi sagðist svo sannarlega hafa fundið þarna sína búð og varð alveg veikur fyrir einum frakka sem hann sá þarna. Einnig fann Hrönn sér kall þarna og fannst henni hann með eindæmum þægilegur og rólegur, sem var bara kostur að hennar mati.

Eftir það lá leiðin á Kaffi Krús og tómir magar fengu þar ærlega fyllingu. Við eyddum dágóðum tíma þar í át og spjall og skemmtum okkur mjög vel. Kvöldinu lauk um hálf tíu og bind ég miklar vonir við að fólk hafi farið frá mér satt og ánægt með kvöldið.

Að lokum langar að mig að biðja þá sem hafa skráð sig eða tilkynnt komu sína á mánudagskvöldið að vera svo væn að láta mig vita ef það ætlar ekki að koma. Svo sjáið þið hérna nokkrar myndir en þið getið síðan séð fleiri í myndaalbúminu. Ég hlakka mikið til að sjá ykkur sem ætlið að koma annað kvöld en ég endurtek.......... í guðana bænum tilkynnið forföll.

Hrönn alltaf fyndinÉg, Solla og Hrönn.

Tobbi að mátaTobbi að máta frakkann.

Eru þau ekki sætHrönn og nýi kallinn.

Jóna og Solla eiga við valkvíðaJóna og Solla á Kaffi Krús.

 

Ég þakka ykkur kærlega fyrir mig og gladdi það mig mikið að hitta ykkur. Vonandi verður nú ekki mikil bið á því að ég hitti ykkur næst.

 

Molinn: Húmor táknar ekki afsal neinnar alvöru. - Tómas Guðmundsson 

 

 


Börnin mín.

Gunnar minn er í svona karlaklúbbi sem samanstendur af eintómum húmoristum og strákarnir eru hver öðrum fyndnari. Á laugardagskvöldinu var þessi hópur með svokallað formannspartý sem er árlegur viðburður og er þá mökum boðið með. Ég fór ekki með að þessu sinni af kunnum ástæðum, þannig að við Kristján vorum bara 2 heima. Við áttum afskaplega rólega og notalega kvöldstund og ég verð að viðurkenna að það er allt of langt síðan við höfum verið svona 2.

Þegar kominn var háttatími (allavega hjá mér) þá fór ég inn á bað til að bursta tennurnar. Ég leit á sjálfa mig í spegli og hrökk þá upp úr mér "úfffff hvað ég er orðin ljót". Kristján sem þá einmitt labbaði framhjá, heyrði þetta, kom inn og tók utan um mig um leið og hann sagði "Nei mamma mín, þú ert sko ekkert ljót.................. þú ert bara orðin gömul" LoLGrinInLove. Sko.......... ef börnum manns tekst ekki að koma manni upp á hærra plan þá veit ég ekki hver gæti það. En ég gat svo sannarlega ekki annað en skellihlegið.

En þá eru hérna smá fréttir af sjómanninum. Naglinn minn hann Leifur varð alveg hrottalega sjóveikur og það nánast strax. Fyrstu nóttina eyddi hann á klósettinu og þá næstu var hann bara í matsalnum. Kojan hans var nefnilega fram í stefni og tók minn maður það ekki í mál að leggja sig þar, þvi öldugangurinn ku víst að vera mestur þar. Hann er nú reyndar allur að koma til. Þeir urðu samt að leita vars í Vestmannaeyjum snemma í gærmorgun og þegar Leifur hringdi aftur í mig í gærkvöldi, þá stefndu þeir að því að fara aftur út um miðnætti.

Leifur veikur

Þessa mynd tók Leifur af sjálfum sér þegar sólarhringur er liðinn af sjómennskunni. Ég vil minna ykkur á að þessi drengur er undir öðrum kringumstæðum afspyrnu fallegur. Hann sendi mér þessa mynd í gær og ég sprakk úr hlátri þegar ég sá hana. Sem betur fer hefur hann mikinn húmor fyrir sjálfum sér og tók bara þátt í vitleysunni þegar ég spurði hvað hann væri tilbúin að borga svo ég birti þessa mynd EKKI á blogginu. Eins og þið sjáið þá er drengurinn með eindæmum nískur Devil. Hehehe nei nei svarið sem ég fékk hljómaði reyndar svona eftir að hann var búin að hlæja slatta "Veistu mamma........ þú skalt bara birta hana og látum hana verða öðrum víti til varnaðar svo þeir fari ekki líka út í þessa vitleysu" ÖÖÖÖÖ ok!!!! Here we go.

Að öllum líkindum kemur hann heim í dag þessi elska en í síðasta lagi á morgun. En mikið svakalega fannst honum fyndið að komast að því þegar hann steig á fast land, að hann væri með sjóriðu á háu stigi. Að vísu fannst honum þetta ekki alveg jafn fyndið þegar dagur var að kvöldi kominn og hann enn eins og ........ já, þið vitið hvað ég meina.

Agnes dóttir mín er í kór Fsu og ætlar kórinn að vera með tónleika í Selfosskirkju í kvöld. Ég er alveg ákveðin í að mæta og er það ekki nema dauðinn sjálfur sem gæti stoppað mig. Tónleikarnir byrja kl 20:30 og er aðgangur ókeypis. Látið endilega sjá ykkur ef þið hafið ekkert annað betra að gera, þið sem það getið. Þessi kór er alveg magnaður og tárast ég alltaf þegar ég heyri hann syngja.

 

Hafið það gott í dag dúllurassarnir mínir. Ég er alveg klár á því að þessi dagur eigi eftir að vera hreint frábær bæði hjá mér og ykkur.

 

Molinn: Börn efast stundum um skynsemi föðurins en aldrei um hjarta móðurinnar. - Adolphe Monod


Veðmál og lyfjaföndur - blogg á léttari nótunum.

Ég tapaði veðmáli um daginn. Ég vil taka það strax fram að ég veðja aldrei nema vera viss um að vinna!!! Málið var að ég fer venjulegast á fætur í kringum kl 5 á morgnana og í liðinni viku fór ég á fætur venju samkvæmt, nema hvað Leifur var enn vakandi. Hann fór síðan að sofa um kl 7 en átti að fara á fætur kl 11. Ég veðjaði við hann að hann gæti það aldrei. Það endaði með því að við urðum sammála um að ef hann myndi tapa þá þyrfti hann að ryksuga, skúra og þurrka af. En ef ég myndi tapa þá vildi hann fá morgunmatinn í rúmið. Til að gera langa sögu stutta, þá vaknaði drengstaulinn. Gunnar átti ekki til orð til að lýsa hneykslan sinni yfir því að ég skyldi hafa vakið Leif í stað þess að láta hann vakna sjálfur, og þannig tapað veðmálinu. Á móti veit ég að flest allar mömmur sem lesa þetta blogg og örugglega einhverjir feður líka, vita að í rauninni þá tapaði ég ekki og skilja nákvæmlega hvað ég var að gera með þessu veðmáli LoL. Þessi aðferð breytist aldrei..... sama hversu gömul börnin eru.

MorgunmaturÍ gærmorgun var svo komið að skuldadögum. En ég mátti nú til með að fá eitthvað út úr þessu, þannig að ég færði honum cheeriosskál og lýsi í rúmið Whistling Ég vissi sem var að það kæmi svipur á mínum manni við þetta og var því tilbúin með myndavélina. Ég treysti á að hann yrði ekki nógu vel vakandi til að sjá raunverulega morgunverðabakkann sem var á kommóðunni við hliðina á mér.

                           

 

 

~~~~~~~~~~~~~~~~~

 

Þar sem ég þekki karlana mína mjög vel þá vissi ég að talsvert yrði um fíflalæti hjá þeim Gunnari og Leif þegar þeir færu að föndra við lyfjaboxið mitt og var ég sko ekki svikin af því. En myndir segja oft meira en 1000 orð, þannig að hér er smá myndasería svo þið fáið nú að sjá hvað ég þarf að búa við W00t.

Tekið saman             

 

 

Allt gert klárt

 

 

svindlGunnar byrjaður að svindla og kominn með 4 box af 7.

Lyf

 

  

 

                   Gengið úr skugga að ekki sé um eitur að ræða.

 

 

 

Byrja

 

 

 

Búið að jafna og best að byrja.

 

 

Lesið yfir Sko Leifur.............. þetta er bara ekki rétt hjá þér.

lesið yfir 2

 

 

 

                       Þú verður að vanda þig strákur. Skilurðu???

 

 

ég vann 

 

 

Leifur hafði betur og fékk að fylla miðvikudaginn.

 

 

hi five Þetta gátum við. Gríðarlega ánægðir ungir menn.

2 katir

 

 

 

                              Við gerum þetta svo aftur í næstu viku. 

 

 

 

 

Molinn í dag á svo sannarlega við þessa tvo: Þegar myrkrið umlykur okkur senda hinar eilífu stjörnur okkur birtu sína. - Carlyle

Gunnar og Leifur: Takk fyrir að vera til og gera mér þetta allt saman svo miklu miklu auðveldara HeartInLove  Ég elska ykkur báða undur heitt.


Smá update

Helga læknir hringdi í mig í gær, og átti sér stað eftirfarandi samtal:

Helga: Sæl Christine mín. Hvernig ertu í dag?

Ég: Sæl og blessuð Helga. Ég er bara fín.

Helga: Hmmmmmm þú berð þig vel er það ekki?

Ég: Ha? Jújú ég geri það

Skuggaleg þögn í smá stund

Helga: Þú veist þú mátt ekki gera þetta þegar þú talar við lækninn þinn?

BUSTED

Þarna áttaði ég mig á einu. Gæti verið að ég geti sjálfri mér um kennt að Helga "hlusti" ekki á mig? Getur ekki einmitt verið að ég er allt of gjörn á að bera mig svokallað "vel"? Getur verið að ég sé tréhaus og líti alltaf á þetta sem tuð í mér ef ég segi hvað sé að? Hvort sem um lækninn minn eða einhvern annan er að ræða? Svei mér þá ef svarið við öllum þessum spurningum er ekki bara JÁ!!

Hef einmitt tekið eftir því undanfarið að þegar gesti hefur borið að garði og það spyr mig hvernig ég hafi það, þá segi ég alltaf "ég hef það fínt" þótt útlit bendi til annars. En þá stígur elskulegur eiginmaður skref aftur á bak og hristir hausinn framan í gestina LoLWhistling

En hvenær veit ég hvort fólki langi virkilega til að heyra um ógleði, niðurgang, verki og svoleiðis? Ég held nefnilega að fólk spyrji oft af kurteisisökum. Okok ég veit að hún Helga mín er ekki að því, en ég er að tala um vini og vandamenn. Hvernig veit ég hvað það er sem fólk hefur áhuga á að vita? Ég meina.......... ef ég segi "æ veistu....... ég hef það skítt" er fólk þá ekki hálfvegis tilneytt til þess að halda þessu samtali áfram? Stundum er það síðan líka þannig að mig langar til að hugsa og tala um eitthvað annað en veikindi mín. Nóg er nú samt að mínu mati. En svo kemur fyrir að sumir verða annaðhvort fúlir eða móðgaðir yfir því að ég segi þeim ekki eins og er. Eins og elskuleg tvíbakan mín sagði um daginn "Þarf ég að lesa bloggið þitt til að komast að því hvernig þér líður?" Blush Hún var virkilega sár út í mig þessi elska.

Niðurstaðan úr beinþéttnimælingunni var alls ekki nógu góð. En lítum samt á björtu hliðarnar shall we............. ég er EKKI komin með beinþynningu Wizard

                                        ~~~~~~~~~~~~~~~~

Gunnar minn sagði svo við Leif að nú þyrftu þeir að fara að föndra. Þeir þyrftu að fylla lyfjaboxið mitt (ég var nefnilega bara dugleg að nota það fyrstu tvær vikurnar). "Við mætumst svo á hádegi á miðvikudag" sagði Gunnar og var hann þá að vitna í lyfjaboxið. Jesús minn.............. þvílíkar pælingar sem upphófust hjá þeim!!! Leifur komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að bæði væri hólfið fyrir hádegisskammtinn á miðvikudeginum of lítið til að þeir gætu báðir verið að setja lyf þar, og svo væri það heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum þeirra ef bara annar fengi að setja í það hólf, því þá hefði hinn ekki fengið að gera jafn mikið. Ég er ekki að grínast þegar ég segi að þetta ræddu þeir og mögulegar lausnir á því vandamáli í 15-20 mínútur!! Ég get hlegið endalaust að fíflaskapnum í þeim félögum.

Kristján er ekki síður fyndinn. En um daginn fórum við Leifur út að reykja og þegar við komum inn aftur þá er Kristján búin að slökkva á sjónvarpinu og var frekar æstur. Þá segir hann við okkur: "OK ég vil bara vara ykkur við að ef þið viljið kveikja á sjónvarpinu þá skuluð þið sko slökkva á hljóðinu. Það er nefnilega verið að sýna XXX!" Og svo roðnaði hann niður í tær. Við Leifur urðum skiljanlega nokkuð forvitin um efnið og komumst þá að því að verið var að sýna "sexual healing" á Skjá einum LoLGrinBlush

Það segi ég satt að ef hláturinn lengir lífið, þá eiga þeir eftir að sjá til þess að ég verði ódauðleg!!!

Molinn: Ánægður maður er aldrei fátækur - óánægður maður er aldrei ríkur. - Ókunnur höfundur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband