Veðmál og lyfjaföndur - blogg á léttari nótunum.

Ég tapaði veðmáli um daginn. Ég vil taka það strax fram að ég veðja aldrei nema vera viss um að vinna!!! Málið var að ég fer venjulegast á fætur í kringum kl 5 á morgnana og í liðinni viku fór ég á fætur venju samkvæmt, nema hvað Leifur var enn vakandi. Hann fór síðan að sofa um kl 7 en átti að fara á fætur kl 11. Ég veðjaði við hann að hann gæti það aldrei. Það endaði með því að við urðum sammála um að ef hann myndi tapa þá þyrfti hann að ryksuga, skúra og þurrka af. En ef ég myndi tapa þá vildi hann fá morgunmatinn í rúmið. Til að gera langa sögu stutta, þá vaknaði drengstaulinn. Gunnar átti ekki til orð til að lýsa hneykslan sinni yfir því að ég skyldi hafa vakið Leif í stað þess að láta hann vakna sjálfur, og þannig tapað veðmálinu. Á móti veit ég að flest allar mömmur sem lesa þetta blogg og örugglega einhverjir feður líka, vita að í rauninni þá tapaði ég ekki og skilja nákvæmlega hvað ég var að gera með þessu veðmáli LoL. Þessi aðferð breytist aldrei..... sama hversu gömul börnin eru.

MorgunmaturÍ gærmorgun var svo komið að skuldadögum. En ég mátti nú til með að fá eitthvað út úr þessu, þannig að ég færði honum cheeriosskál og lýsi í rúmið Whistling Ég vissi sem var að það kæmi svipur á mínum manni við þetta og var því tilbúin með myndavélina. Ég treysti á að hann yrði ekki nógu vel vakandi til að sjá raunverulega morgunverðabakkann sem var á kommóðunni við hliðina á mér.

                           

 

 

~~~~~~~~~~~~~~~~~

 

Þar sem ég þekki karlana mína mjög vel þá vissi ég að talsvert yrði um fíflalæti hjá þeim Gunnari og Leif þegar þeir færu að föndra við lyfjaboxið mitt og var ég sko ekki svikin af því. En myndir segja oft meira en 1000 orð, þannig að hér er smá myndasería svo þið fáið nú að sjá hvað ég þarf að búa við W00t.

Tekið saman             

 

 

Allt gert klárt

 

 

svindlGunnar byrjaður að svindla og kominn með 4 box af 7.

Lyf

 

  

 

                   Gengið úr skugga að ekki sé um eitur að ræða.

 

 

 

Byrja

 

 

 

Búið að jafna og best að byrja.

 

 

Lesið yfir Sko Leifur.............. þetta er bara ekki rétt hjá þér.

lesið yfir 2

 

 

 

                       Þú verður að vanda þig strákur. Skilurðu???

 

 

ég vann 

 

 

Leifur hafði betur og fékk að fylla miðvikudaginn.

 

 

hi five Þetta gátum við. Gríðarlega ánægðir ungir menn.

2 katir

 

 

 

                              Við gerum þetta svo aftur í næstu viku. 

 

 

 

 

Molinn í dag á svo sannarlega við þessa tvo: Þegar myrkrið umlykur okkur senda hinar eilífu stjörnur okkur birtu sína. - Carlyle

Gunnar og Leifur: Takk fyrir að vera til og gera mér þetta allt saman svo miklu miklu auðveldara HeartInLove  Ég elska ykkur báða undur heitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ Elsku Tina

Mig langar að byrja á því að þakka þér svo hjartanlega fyrir fallegt komment á bloggið mitt! Mér þótti virkilega vænt um að lesa það! Umhyggja þín og kærleikur er með eindæmum fyndið að þú skulir minnast á systir þína, en ég er einmitt í tölvupóstsamandi við hana varðandi einkaþjálfun og var frekar fyndið í gær þegar það kom póstur frá henni og svo frá blogginu mínu um kommentið þitt með 20mín millibili, hahaha og það bæði í kringum kl: 5 um morguninn, greinilega miklir morgunhanar báðar tvær

Mikið skil ég hver þinn raunverulegi tilgangur hafi verið með veðmálinu við son þinn, maður er sko alveg tilbúin að tapa veðmáli gagnvart börnum sínum ef maður tekst að fá þau til að gera það sem þau þurfa 

Ég dáist svo af því hvað þið fjölskyldan gerir gott úr öllu og búið til skemmtun í kringum hina ótrúlegustu hluti:O)

varðandi síðustu færslu þína að þá skil ég þig svo mæta vel að reyna að bera höfuðið hátt, gagnvart fólki þegar það spyr um líðan þína, enda eins og þu segir, þá er maður oft að reyna að sleppa við að umræðurnar fari bara í að ræða veikindi manns! Enda segi ég oft bara þegar ég er búin að eiga slæma daga, ég hef það skítt en annars gott, eða: ég á slæma daga en líka góða daga, en þú ? hehehe. Þarna er ég bæði hreinskilin en líka að reyna að sýna það að ég nenni ekki að ræða hið slæma neitt frekar. Eða ég túlka það alla vega þannig, veit ekkert hvernig hinir taka þessum orðum mínumEn til að fá læknana til að gera sér grein fyrir hinni raunverulegu líðan verður maður víst að passa sig að sýna sig eða segja sig aldrei frískari en maður í raun er!

Ég vona að þú hafir það gott og eigir góða daga framundan! Ég er viss um að jákvæðnin og styrkurinn muni leiða þig þanngað sem þú ætlar þér! Þú ert án efa ein af þeim sem ég vona að ég fái að kynnast betur í náinni framtíð

þúsund knús og kossar til þín

Kristín (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: JEG

Ó mín elskuleg.  Þú ert nú meiri grallarinn hahahah.... En það er magnað hvað þú ert heppin með kallana þína.  Ekki allir svona heppnir.  Svo spillir nú ekki hvða þeir eru myndarlegir báðir tveir. 

Eigðu ljúfan dag mín kæra og enn og aftur farðu vel með þig essgan.  Knús og kossar úr sveitinni.

JEG, 7.9.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Einar Indriðason

Ég vissi það!  Mission impossible!

:-)

Einar Indriðason, 7.9.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Edda Agnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

flott þjónusta á þínu heimili

Hólmdís Hjartardóttir, 7.9.2008 kl. 18:31

6 identicon

Þið eruð frábær! Greinilega reynt að gera allt með léttleikanum og gleðinni þarna hjá ykkur. Hún er yndisleg þessi myndasyrpa af þeim félögum að raða í lyfjaboxið.

Þegar ég var að skoða myndirnar, tók ég eftir því að þú ert með Nexium í þynnupakkningunum. Færðu þær ekki afgreiddar 100 stykki í dós. Maðurinn minn þarf að nota Nexium og hann fær þær þannig.

Líði þér sem best

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:58

7 Smámynd: Brynja skordal

Ekki amalegt að fá Cheríós og Lýsi í rúmmið Flott myndasyrpa af þeim Knús og kiss til þín Elskuleg

Brynja skordal, 7.9.2008 kl. 23:18

8 identicon

nei nei er það ekki amalegt?
þetta er eins og að segja það er ekki amalegt að fá smartís þegar þu áttir að fá Skitles....kláraðu mig ekki sko.....

hehe nei nei ég segi svona ...ég vissi að það væri meiri dugnaður í henni en þetta að veita mér seríos........enda kom síðan í ljós að hun var bara að grínast:D....(hjúkket) og fékk ég þarna smjör með eikkerju degi og skinku.....(svakalegt smjördeig í þessu skinkuhorni)...og fínasta pítsastykki....nú og svo hirti litli rattatoullie seríosið...en já þakka þér fyrir að tapa þessu veðmáli mamma mín...og mömmu aðferð hvað sko....þu mátt svosem segja að þetta hafi verið einhver aðferð til þess að afsaka þetta tap:D en svona er þetta....megi sá betri vinna muhaha

Leifur Ingi Mömmuson (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:34

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er skemmtileg þessi myndasyrpa hjá þér og gaman að sjá hvað mennirnir vanda sig mikið við pilluskömmtunina.    Ég hef líka unnið svipað veðmál og þú vannst þegar vöknunin tókst.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:45

10 Smámynd: Tína

Heyrðu Ditta mín................... allt er þegar þrennt er ekki satt? Þetta skal takast hjá okkur núna og engar refjar!!! Þú allavega hangir inni enn  7-9-13

Tína, 8.9.2008 kl. 09:06

11 Smámynd: Tína

Elsku nafna: Passaðu þig á Önnu systir........ hún er ansi harður einkaþjálfari you know. En hún líka með þeim bestu.

Hjartans Jóna mín: Ó já ég sko vandaði vel valið á öðrum þeirra og lagði mig alla í framleiðsluna á hinum

Yndislega Edda og frábæra Ragna:  á móti sko.

Einar hinn sannspái: Nákvæmlega!!

Hólmdís mín eina: Gerist sko ekki flottara

Ljúfa Ásdís: Besta leiðin til að taka á þessu hefur einmitt verið með léttleika og svo líka að leyfa allri fjölskyldunni að taka þátt á einn eða annan hátt. Varðandi lyfin að þá fékk ég bara marga marga svona kassa. Hefði sko ekki haft neitt á móti því að fá þetta bara í einni dollu.

Elskulega Brynja: Er sko innilega sammála þér. Hann er bara svo heimtufrekur þessi elska. Eins og sést á færsluna frá honum.

Sonur minn, sonur minn, elsku sonur minn: Ég veit þú ryksugar fyrir mig ef ég bið þig um það  skiljú?

Jóna mín eina og sanna: Mömmur eru hreint úr sagt snillingar í svona.

Ditta mín: Það hlýtur að vera sönn vinátta framundan úr því við þurfum að hafa svona mikið fyrir þessu. Eþaggí?

Tína, 8.9.2008 kl. 09:23

12 Smámynd: www.zordis.com

Að vera ljósið í ljósinu er yndislegt!

Sætir strákarnir þínir, þú ert heppin að eiga þá að.

Þú ert yndisleg.

www.zordis.com, 8.9.2008 kl. 09:47

13 Smámynd: Tína

Elsku Zordís: Já ég er sko heppin að vera gift svona frábærum manni og eiga þennan son.

Tína, 8.9.2008 kl. 09:51

14 identicon

Elsku Tína mín þú er yndislega á allan hátt þess vegna finnst mér svo óendalega vænt um þig krútta mín knus og kram

Sigurlín (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 09:53

15 Smámynd: Tína

Bestasta vinkona mín: Eitt það besta sem hefur komið út úr þessum veikindum mínum var að kynnast þér. Dýrka þig inn að beini

Tína, 8.9.2008 kl. 09:55

16 identicon

Góðan dag kæra Tína!

Í sambandi við Nexium, ef þú vilt fá það afgreitt 100 töflur í dós, þá fæst það með því að sækja um lyfjaskírteini fyrir því. Pétur minn fékk fyrst til að byrja með lyfið í þessum þynnupakkningum, þetta voru þvílíkt rosalegar umbúðir en svo bara nokkrar töflur í pakkanum. Allt annað að hafa þetta í dollu!

Svo langar mig að forvitnast um hann Leif þinn, ég kannast svo við hann. Er hann búinn að búa lengi á Akranesi?

Eigðu góðan dag, mín kæra

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:49

17 Smámynd: Tína

Góðan daginn Ásdís mín. Það er sko engin lygi þetta með umbúðirnar á lyfjunum og takk fyrir að benda mér á lausnina á því. Hvað Leif varðar þá er hann bæði fæddur og uppalinn á Akranesi.

Eigðu svo góðan dag sömuleiðis.

Tína, 8.9.2008 kl. 10:52

18 Smámynd: Tína

Yndislegi Sigurður:  þú ert nottla bara gersemi sko.

Tína, 8.9.2008 kl. 11:07

19 Smámynd: M

Frábær færsla. Full af húmor og kærleika

Gangi þér sem best.

M, 8.9.2008 kl. 12:17

20 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

knús og kram til þín.... nú er ég farin að vinna á Selfossi... hver veit nema ég kíki í kaffi einn góðviðrisdag.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband