Blogghittingur #1

Þá er fyrsti hittingurinn búin. Ég segi fyrir mína parta að ég skemmti mér mjög vel. Að vísu var fámennt (komu bara 4 af 9) en góðmennt. Þau sem komu voru Hrönn, Jóna Kolbrún (Huxa), Tobbi (Landi) og Solla (Ollasak).

Við hittumst í Blaze en þaðan lá leiðin í brugghúsið í Ölvisholti. Bjarni mágur og Siggi svili minn tóku á móti okkur og leiddu okkur inn í allann sannleikann um framleiðsluna og söguna á bak við bjórana Skjálfta og Móra. Bæði var þetta fróðlegt en líka mjög skemmtilegt þar sem þetta tvíeyki er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki. Ég klikkaði þarna að vísu á smáatriði með því að gleyma að taka með mér myndavélina en Jóna tók myndir hægri vinstri og ætla ég að fá nokkrar hjá henni. Bæti þeim inn í þegar þær berast.

Þegar forvitninni var svalað þá fórum við og sóttum hana Hrönn og fórum aftur upp í búð. Tobbi sagðist svo sannarlega hafa fundið þarna sína búð og varð alveg veikur fyrir einum frakka sem hann sá þarna. Einnig fann Hrönn sér kall þarna og fannst henni hann með eindæmum þægilegur og rólegur, sem var bara kostur að hennar mati.

Eftir það lá leiðin á Kaffi Krús og tómir magar fengu þar ærlega fyllingu. Við eyddum dágóðum tíma þar í át og spjall og skemmtum okkur mjög vel. Kvöldinu lauk um hálf tíu og bind ég miklar vonir við að fólk hafi farið frá mér satt og ánægt með kvöldið.

Að lokum langar að mig að biðja þá sem hafa skráð sig eða tilkynnt komu sína á mánudagskvöldið að vera svo væn að láta mig vita ef það ætlar ekki að koma. Svo sjáið þið hérna nokkrar myndir en þið getið síðan séð fleiri í myndaalbúminu. Ég hlakka mikið til að sjá ykkur sem ætlið að koma annað kvöld en ég endurtek.......... í guðana bænum tilkynnið forföll.

Hrönn alltaf fyndinÉg, Solla og Hrönn.

Tobbi að mátaTobbi að máta frakkann.

Eru þau ekki sætHrönn og nýi kallinn.

Jóna og Solla eiga við valkvíðaJóna og Solla á Kaffi Krús.

 

Ég þakka ykkur kærlega fyrir mig og gladdi það mig mikið að hitta ykkur. Vonandi verður nú ekki mikil bið á því að ég hitti ykkur næst.

 

Molinn: Húmor táknar ekki afsal neinnar alvöru. - Tómas Guðmundsson 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki gengur mér vel að hlaða myndunum inn á moggabloggið, ég er samt að reyna.  Takk fyrir gærdaginn, ég skemmti mér vel.   Ég ætla að senda þér myndir í pósti

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Landi

Takk fyrir mig Tína mín,virkilega gaman hitta ykkur skvísurnar og já hann Gunnar líka

Góður frakki,en þessi frakki er minn

Ég óska svo henni Hrönn til hamingju með nýja kallinn

Landi, 9.11.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Solla Guðjóns

.....gaman  eintóm gleði...Takk fyrir mig dúlla...

"Hefði ekki verið BEIKON.......

Ég er vissum að hrönn getur troðið þessum gaur undir rúm á mótþróa.......vú  ég sé það alveg fyrir mér...

Solla Guðjóns, 9.11.2008 kl. 11:56

4 Smámynd: Tína

Jóna: Endilega sendu mér myndir krútta. Ég lenti líka í vandræðum til að byrja með við að setja í albúm en þrjóskan borgar sig stundum.

Tobbi: Þú manst bara það sem Hrönn sagði..................... það eru 3 búnir að biðja um hann . En takk fyrir mig sömuleiðis. Virkilega gaman að hitta þig eftir svona mörg ár. En þú hefur ekkert breyst.

Tína, 9.11.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Tína

Solla: Sko beikonið bjargaði þessu alveg skilurðu  En ætli ég verði ekki að fara og athuga hvort hann sé horfinn þessi elska.................... ég veit þá allavega hvar hann er að finna

Tína, 9.11.2008 kl. 12:02

6 Smámynd: Sigrún Óskars

sniðug ertu Tína að hafa svona hitting  verð bara að skoða myndirnar.

kveðja austur frá mér

Sigrún Óskars, 9.11.2008 kl. 12:08

7 Smámynd: Einar Indriðason

Tilkynni Herra Höfuðsmaður, sagði Góði Dátinn Svejk.... Ég mæti.  Á mánudag mæti ég.  Ég býst því við heitu kakói.  Hmm... Held ég láti heita kakóið duga.  En... kíkja vil ek.  (Hvernig var þetta sem ný útfærsla á forníslenskunni?)

Einar Indriðason, 9.11.2008 kl. 12:35

8 Smámynd: JEG

Ææjjj hvað það hefði nú verið gaman að geta kíkt en svona er þetta landið er pínu stórt og bensínið dýrt. 

Knús og klemm úr sveitinni essgan. 

JEG, 9.11.2008 kl. 12:42

9 Smámynd: Tína

Sigrún: Skila því

Góði Dáti: Vér gleðjumst mikið yfir komu yðar.

Jóna: Isssss við sjáumst þó síðar verði krútta.

Tína, 9.11.2008 kl. 12:50

10 Smámynd: Einar Indriðason

Tilkynni herra ofursti... þumlarnir vísa báðir upp.

Einar Indriðason, 9.11.2008 kl. 13:05

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 14:23

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég allveg gjörsamlega missti af þessu..... var ég úti að hjóla... eða hvað..

Fanney Björg Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 14:35

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er gaman að þetta lukkaðist vel.  Vonandi verð ég orðin göngufær annaðkvöld, klukkan hvað ætlið þið að hittast?? knús

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 15:03

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tíhí! Ég kann sko að velja mér menn.........

Hrönn Sigurðardóttir, 9.11.2008 kl. 15:50

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Myndirnar eru bráðskemmtilegar, sérstaklega af Hrönn og hennar fyrirtaksmanni!

Edda Agnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:37

16 Smámynd: Tína

Fanney: Varstu ekki bara gjörsamlega úti á túni???

Ásdís: Hittumst kl 19

Hrönn: Þú ert auðvitað bara LANGflottust sko

Edda: Kemur þú ekki annað kvöld?

Tína, 9.11.2008 kl. 17:12

17 Smámynd: www.zordis.com

En gaman hjá ykkur! Oog svo aftur á morgun, alldeilis kraftur í ykkur.

www.zordis.com, 9.11.2008 kl. 18:11

18 identicon

Að lokum langar að mig að biðja þá sem ætla að koma á mánudagskvöldið að vera svo væn að láta mig vita ef það ætlar ekki að koma. Skil ekki alveg ...

Maggi (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 22:29

19 Smámynd: Tína

Þetta er alveg hárrétt hjá þér Maggi og þakka ég þér fyrir að benda mér á þetta.

Tína, 9.11.2008 kl. 22:36

20 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 08:20

21 Smámynd: Brynja skordal

þetta hefur verið gaman hjá ykkur Fottar myndir af flottu fólki vonandi hitti ég eitthvað af ykkur þarna á selfossi næst þegar ég á leið um hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 10.11.2008 kl. 14:58

22 Smámynd: Tiger

Þetta hefur sannarlega verið skemmtilegt og fúlt bara að þurfa að missa af þessu - en vonandi verður einhver jólahittingur bara og þá auðvitað reynir maður allt sitt besta til að komast líka ...

Knús og kreist á þig yndislegust og vonandi verður gaman hjá ykkur í dag líka - hlakka til að sjá myndirnar ...

Tiger, 10.11.2008 kl. 15:12

23 Smámynd: Einar Indriðason

Takk fyrir mig :-)

Einar Indriðason, 10.11.2008 kl. 22:31

24 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

.................og takk fyrir mig líka

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband