Sverrir Franz.

Sverrir Franz
 

Fæddur 19 maí 1986 - Látinn 8 september 2008.

 

Eitt af mínum fósturbörnum er látið. Hann hét Sverrir Franz og voru hann og elstu börnin mín 2 systkinabörn. Hann var ekki fóstursonur minn í bókstaflegri merkingu, heldur átti ég alveg svakalega mikið í honum og var hann mikið hjá okkur hjónum. Hann kallaði okkur múttu og pútta, sem hann reyndar hætti að gera að mestu eftir að hann fullorðnaðist. Þeir eru margir strákarnir sem við hjónin "eigum" svona og var hann Sverrir einn af þeim.

Sverrir Franz var aðeins 22 ára gamall, en hjartað gaf sig um kvöldmatarleytið. Fyrir 2 árum síðan lenti þessi drengur í hjartastoppi kvöldið sem hann hélt upp á tvítugs afmælið sitt. Við tók erfiður tími þar sem honum var haldið sofandi í marga daga og var í framhaldinu komið fyrir í honum hjartastuðtæki. Ekki veit ég af hverju tækið fór ekki í gang eða hvort það hafi gert það en ekki dugað til. En ég hugga mig það að elsku hjartans fóstursonur minn þjáðist ekki.

Oft hringdi Sverrir í mig á laugardögum og án þess að segja hæ eða neitt svoleiðis fyrst þá kom alltaf sama spurningin og eftirfarandi símtal var alltaf eins.

Sverrir: Mútta............. hvaða dagur er í dag?

Ég: Laugardagur.

Sverrir: Og hvaða dagur er laugardagur?

Ég: Nammidagur!!!!

Sverrir: Ég er á leiðinni austur til þín.

Hann vissi hvað mér finnst súrt nammi gott og gerði hann sér þá alltaf ferð á nammibarinn í Hagkaup og keypti handa mér nammi sem hann síðan kom með.

Nú verða nammidagarnir víst ekki fleiri en minningarnar um hann mun ég ávallt eiga. Ég gæti sagt endalausar sögur um hann, uppátæki hans og Leifs og margt fleira, en ég get það ekki núna.

Ekki er langt síðan Magnús langafi hans dó og veit ég fyrir víst að hann hefur tekið vel á móti honum Sverri mínum. Einnig veit ég að ég á eftir að hitta hann aftur, en það er sannfæring mín.

  

 Ég votta foreldrum Sverris, Gunnari og Guðnýju, Völu kærustu hans til margra ára og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Vonandi hættir þú ekki að hafa samband við mig elsku hjartans Vala mín og þú veist hvar mig er að finna ef þig vantar öxl eða hvað sem er.

 

            Þó ég sé látinn

              Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum.
               Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta;
                ég er svo nærri og hvert eitt ykkar tár snertir
                       mig og kvelur,þótt látinn mig haldið
                      En þegar þið hlægið og syngið með glöðum
                      hug,sál mín lyftist upp í mót til ljóssins:
                      Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
                      gefur,og ég,þótt látinn sé,tek þátt í gleði
                      ykkar yfir lífinu.........
Hvíldu í friði Sverrir minn. Við sjáumst svo aftur hinu megin. Sakna þín sonur sæll.
Þín mútta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Djúpar samúðarkveðjur færðu frá mér.

Eiríkur Harðarson, 9.9.2008 kl. 01:05

2 Smámynd: www.zordis.com

Elsku Tína, mínar innilegustu samúðarkveðjur

www.zordis.com, 9.9.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég votta þér og fjölskyldunni þinni samúðarkveðjur, það er sorglegt þegar svona ungt fólk er hrifið burt frá ástvinum sínum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2008 kl. 01:20

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Innilegustu samúðarkveðjur

Hólmdís Hjartardóttir, 9.9.2008 kl. 01:27

5 Smámynd: Brynja skordal

Elsku Tína og fjölskylda Mínar Innilegustu Samúðarkveðjur knús og faðmlag

Brynja skordal, 9.9.2008 kl. 01:58

6 Smámynd: Ragnheiður

Æj elsku Tina, samúðarkveðjur til þín og allra sem hann átti að í lífinu

Ragnheiður , 9.9.2008 kl. 07:45

7 Smámynd: Einar Indriðason

Samúðarkveðjur og knús

Einar Indriðason, 9.9.2008 kl. 07:56

8 identicon

Elsku Tína og fjölskylda Samúðarkveðjur til ykkar. Kíki á þig eftir smá.

Sigurlín (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 08:27

9 Smámynd: Dísa Dóra

Elsku Tina mín ég sendi þér innilegar samúðarkveðjur

Dísa Dóra, 9.9.2008 kl. 09:16

10 Smámynd: JEG

Ó mín elskulega Tína. Sendi þér og þínum mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 9.9.2008 kl. 11:04

11 Smámynd: Landi

Ég votta þér og þínum elsku Tína mín mínar dýpstu samúðarkveðjur

Landi, 9.9.2008 kl. 11:44

12 identicon

ég trúi bara ekki að þetta sé búið að gerast ,, hvað hlutirnir eru fljótir að gerast ,,ég hitti hann seinast á sunnudaginn og þá var hann svo glaður! hann kom til mín í bíó og sagðist vera með öllum vinum sínum og kærustu , síðan næsta dag fæ ég símtal að hann sverrir minn sé dáinn:'(  ég hef alltaf litið á hann sverrir sem stóra frænda minn enda var ég líka alltaf litla frænka hanns,, ég elska þennan strák svo mikið og ég vona bara að hann hafi það gott þarna uppi ,

ég sakna hanns mjög mikið ,

ég votta alla mína samúðarkveðju til fjölskyldu hanns og völu :* <3

Eydís (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:10

13 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur til þín,Tína mín, og þinna. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.9.2008 kl. 14:26

14 identicon

Elsku Tina, ég votta þér og fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúðarkveðjur! Megi guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímumHugur minn er hjá ykkur!

Kristín (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:31

15 identicon

Elskuelskuelsku Sverrir minn. Hvíldu í friði.

Samhryggist ykkur.

Knúsiði hvort annað fyrir mig :)

Loveyouall.

Leifur minn, takk fyrir símtalið í morgun, hreinsaði loftið. Vertu sterkur. 

Sandra Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:46

16 identicon

Sverrir Frans Gunnarsson....

Var mér ekki bara sem frændi....hann var mér sem stóribróðir....en við vorum systkyna börn.

Hann var sá sem ég átti firsta filleríið með...

fékk mér firstu sigarettuna með

og ég gæti talið upp allann ansk... sem við gerðum saman...held það yrði fljótlegra að telja upp allt sem við gerðum ekki.....í dag fara 19 ár í gegnum hausinn á mér ....þvi ég veit þetta eru minningar minar með honum og þær halda honum á lífi í hjarta mér....

Eitt af þvi óteljandi mörgu sem tildæmis gerðist var þegar við vorum bara pollar....þá plataði Sverrir ...mig og ara bróður sinn til að hlaupa alsbera ut götuna að spurja eftir arnóri....ég og ari ný komnir ur sturtu.....í prakkara fíling gerðum eins og Stóri frændi og Stóri bróðir sagði okkur að gera....við hlupum naktir út götuna og spurðum eftir honum ....ég og ari sem enn vorum i leikskóla fanst þetta ægilega gaman og ekki síður honum get ég sagt ykkur.....en það voru ekki allir eins sáttir....pabbi minn og mamma þeirra svo eithvað se upp talið....en hann skildi ekkert í okkur og var náttúru lega alsaklaus í þessu máli sem svo mörgum öðrum....en þetta er minning sem allir brosa yfir í dag .....

loka orðin fara svo til Ömmu okkar og afa þau Ragnheiði og Sverris Eldri...Mömmu hans og Pabba ...þau Guðný og Gunnars...og Völu kærustuhans og auðvitað Ara Þórs.....ég votta ykkur alla mína samhúð og syrgi hann með ykkur......

Ps. Sverrir Frans Gunnarsson....ég byð að heilsa lang afa okkar....mitt hjarta slær 2 einu sinni fyrir mig og einu sinni fyrir þig....sem svo marga aðra en þeir deila sem eiga

Þinn frændi Leifur ingi

Leifur Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 15:47

17 identicon

Sverrir hefur verið einn af okkar bestu vinum frá því að hann kom í Langholtsskóla! Frá því að við fengum þessar sorglegu fréttir í morgun  hefur ekkert annað verið rætt en hvað þetta sé ótrúlegt og við getum varla lýst líðan okkar og annarra sem voru með honum í bekk.

Elsku Gunnar, Guðný, Ari, Vala og aðrir aðstandendur við vottum ykkur okkar dýpstu samúð að hafa misst jafn yndislegan dreng og Sverri!

Silja Þorsteinsdóttir og Sigurborg Skúladóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 16:37

18 identicon

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Góður Guð geymi sál hans

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:23

19 identicon

Mínar innilegustu samúðarkveðjur til allra

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:10

20 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar.

Björgvin S. Ármannsson, 9.9.2008 kl. 20:15

21 Smámynd: SigrúnSveitó

Innilegar samúðarkveðjur til þín, Tina og til allrar fjölskyldunnar.

Megi Guð og góðar vættir vaka yfir ykkur öllum og veita ykkur styrk.

Með kærleika, Sigrún.

SigrúnSveitó, 9.9.2008 kl. 21:25

22 Smámynd: Heimir Tómasson

Innilegar kveðjur handan hafsins.

Heimir Tómasson, 9.9.2008 kl. 22:06

23 Smámynd: Gunna-Polly

Elsku Tína og fjölskylda Mínar Innilegustu Samúðarkveðjur hugur minn er hjá ykkur

Gunna-Polly, 9.9.2008 kl. 22:43

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Snúlla! Ég er komin aftur! Alltaf til í kaffi og knús

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 22:46

25 identicon

Æ elsku Tína, guð hvað mér brá að sjá þetta. Ég vissi með þetta sem gerðist fyrir 2 árum en aldrei hefði mig grunað þetta!

Ég votta ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur og þið megið vita að hugur minn er hjá ykkur :*

-Helga Guðrún

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 18:34

26 identicon

vá, þetta er svo óraunverulegt, það líður ekki dagur að ég fari ekki á myspace síðuna hans, eða á msn mitt,,, i von um að þetta sé bara draumur, ég var nybunað tala við hann, bara nokkrir dagar, hann var svo hamingjusamur, honum leið svo vel og var búnað plana svo margt, ég fékk verk fyrir hjartað þegar ég heyrði svo staðreyndina, þessi mest yndislegi drengur var farinn, sverrir þú verður og hefur alltaf verið í hjarta mér ...

samúðarkveðjur til þín, foreldra hans, til Ara og Völu

Sandra Thomsen (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband