Lengi getur maður á sig "blómum" bætt

Halló elsku hjartans dúllurassarnir mínir.

Sorry að ég skuli ekki hafa bloggað lengi en það hefur slatta gerst síðustu daga og hef ég þurft bæði tíma og frið til að melta þetta allt saman.

Mamma mín er loksins á batavegi og var hún send aftur í Stykkishólm í gær og er núna á sjúkrhúsinu þar. Ég hef daglega verið hjá henni og fylgst með haukfráum augum. Grey konan............ hún fékk sko engan frið fyrir mér þessi elska. En þar sem þetta er farið af bakinu á mér þá myndaðist pláss fyrir annað Crying

Ég fór í sneiðmyndatöku á heilanum um daginn og fékk ég þær fréttir á föstudaginn var að æxlið hefði stækkað en að enn stæði ekki til að gera neitt í því. Ég skil þetta ekki og skil í rauninni ekki hverju er verið að bíða eftir. En ég verð víst að sætta mig við þetta og halda áfram að halda í voninni og bíða. Einnig tilkynnti Helga sérfræðingurinn minn að hún væri hætt við að sjokkera nýrnahettuna í gang. Ekki skil ég neitt í því heldur og útskýrði hún það ekkert nánar þrátt fyrir ítrekaðar spurningar mínar þar að lútandi.

Svo fór ég í krabbameinsleitarstöðina í dag vegna þess að ég fann hnút í öðru brjóstinu sem og hita og fannst mér því að betra væri að láta athuga það nánar. Það kom þá reyndar í ljós að um stíflaðan mjólkurkirtil væri að ræða og létti mér svakalega við að heyra það. En það var skammgóður vermir því miður. Því læknirinn fann annan hnút (við holhöndina) sem henni leist ekki betur á en svo að hún vill láta kanna það nánar. Fer ég í þá myndatöku 27 okt. Einnig var leghálsinn skoðaður og sýni tekið. Þar kom í ljós að legið er orðið allt frekar mikið stórt og bólgið vinstra megin. Einnig hafði hún áhyggjur af því að það mætti varla koma við legið án þess að úr blæddi fyrir vikið. Þetta vill hún líka láta skoða nánar og verður það gert 15 þessa mánaðar.

Þetta með legið kom mér gjörsamlega í opna skjöldu vegna þess að ég hef ekkert fundið neitt til þar. Jújú blæðingarnar hafa verið í algjöri fokki en ég hélt það væri vegna cushing sjúkdómsins. Og það kom mér hrikalega á óvart hvað ég reyndist finna mikið til vinstra megin við skoðun. Sársaukinn var næstum því brútal.

Ég veit ekki hvernig mér á að líða gagnvart þessu. Ég var búin að búa mig undir að fá athugasemd við annað hvort (svona til að vera viðbúin) en ekki bæði. Svei mér ef ég er ekki bara komin yfir hræðsluna um að eitthvað sé að mér. Það er svo hrikalega margt búið að ganga á að það kemur mér orðið ekkert á óvart lengur. Liggur við að ég segi bara "jájá blessaður komdu bara með þetta, ég er orðin vön og þoli þetta alveg" Margir hafa sagt við mig að það sé ekki lagt meira á mann en maður getur borið og greinilegt að lengi getur maður á sig "blómum" bætt. En þó svo að ég þoli þetta alveg að þá hef ég áhyggjur af mínum nánustu sem verða sífellt hræddari um mig. Elskulegur eiginmaður minn virðist vera í lausu lofti og gat hann heldur ekki sagt mér hvernig sér liði en áhyggjurnar voru augljósar.

En það er víst ekkert annað í stöðunni en halda pollýönnu leiknum áfram og vona það besta þar til og ef annað kemur í ljós.

Lítum nú aðeins á það góða sem hefur gerst hjá mér síðustu daga. Ég komst að því að Hrönn vinkona mín með meiru fer út að labba með hundana sína eldsnemma að morgni. Og úr því ég vakna sjálf alltaf á ókristilegum tíma, þá spurði ég hana hvort ég mætti slást í för með hana ásamt mínum hundum og var það auðsótt mál. Vitiði................... ég hef aldrei sofið eins vel og eftir að ég ætlaði að byrja á þessum göngum með henni. Núna fer ég orðið ekki á fætur fyrr en um kl 9 á morgnana og hef því aldrei farið í þessar göngur með þessari elsku!!! Ætli tilhugsunin ein hafi ekki bara verið svo hrottalega þreytandi? Og svo kynntist ég yndislegri konu í dag. En ég get alltaf bætt við mig vinum. Þessi kona heitir Rannveig og er hún cushing sjúklingur eins og ég. Síðast þegar ég heyrði í sérfræðinginn minn þá bað ég hana að láta þessa konu hafa númerið mitt svo hún gæti haft samband ef hún vildi. Þessi elska gerði það sama dag og hún fékk númerið sem var núna á þriðjudaginn og hittumst við svo heima hjá henni í dag. Það var voðalega gott að hitta konu sem hægt er að bera bækur sínar saman við og ekki skemmir fyrir að hún Rannveig mín hefur alveg yndilega og afslappaða nærveru. Ég hlakka sko mikið til að kynnast henni betur.

En jæja krúttin mín............... ætla að kalla þetta gott í bili og ætla að kíkja aðeins á bloggin ykkar, en ég hef ekki gert það síðan að mamma mín veiktist. Líka er þessi færsla orðin hin þokkalegasta langloka og eru nú takmörk fyrir því hverju er hægt að bjóða ykkur vinum mínum upp á. Þungavigtarknús á ykkur öll.

 

Molinn: Menn verða að fá svolítinn mótbyr, annars hætta þeir að vera manneskjur. Þá setjast þeir bara og láta sér leiðast og vita ekki hvað gleði er. - Gabriel Scott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gagi þér vel í gegnum þína kreppu duglega kona.  Þetta er mikill mótvindur en það lægir trúðu því.

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

...gangi.....

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Tína

Takk elskan mín.............. en það er satt hjá þér að það lægir um síðir............ á einn eða annan hátt

Tína, 9.10.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Ragnheiður

Ég varð eiginlega bara ringluð við að lesa þetta ..varstu ekki með næg veikindi fyrir ? Mér er nú bara spurn ?

Knús á þig undursamlega vera

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: www.zordis.com

Erfið færsla elsku krúttið mitt!  Mótvindur, þetta er hávaðarok sem steðjar að þér.  Molinn er sannur og þú ert einstök kona.

Knús á þig elskulega kona.

Ég umvef þig fallegri silkislæðu og bið algóðan guð um kraftaverk

www.zordis.com, 9.10.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Tína

Ragna: Varstu dottin úr bloggvinalistanum mínum dúllan mín? En jú ég hélt að nú væri komið nóg en greinilegt að einhver er mér ekki sammála og finnst ég vera með hrikalega breitt bak

Zordís: Ætla að biðja Guð um það sama. En hávaðarok er það.......... sem betur fer er ég með öflugan stólpa mér við hlið sem ég get haldið mér fast í.

Tína, 9.10.2008 kl. 23:26

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert svo frábær Tína að ég verð orðlaus.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Tína

Sigurður: Sammála þér elskan mín...... en það var einmitt þess vegna sem ég sendi á þig sms um daginn með þessa spurningu um hvort þetta færi nú ekki alveg að verða gott  

Tína, 9.10.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Tína

Jenný: Ég á bara svo frábæra vini Jenný mín.................. ótrúlegur styrkur í þeim. Eins og þig t.d

Tína, 9.10.2008 kl. 23:28

10 Smámynd: Tína

Ester: Takk elskan mín en hetja er ég ekki. Hef bara svo hrikalega gott bakland. Án þeirra er ég hrædd um að ég myndi ekki meika þetta.

Tína, 9.10.2008 kl. 23:47

11 identicon

Elska þig mamma mín...með sterkari konum sem ég veit um....farðu svo að væla öðruhverju...mér lyst ekkert á þegar maður spyr hvort allt sé í lagi (þannig séð) og þú segir jájá....en djöfull er ég tussu stoltur af þér ...(afsakið orðbragðið verð bara að sleppa mér aðeyns herna )...en það máttu vita....mér finst þú best;*

kv Þinn leifur 

Leifur Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:51

12 Smámynd: Tína

Elsku hjartans sonur minn: Vita skaltu að ég elska þig meir en ég get lýst með orðum. Einnig held ég að þú gerir þér enga grein fyrir því hversu mikill styrkur þú reynist vera. Skemmtilegur ertu með eindæmum og hjálpar mér alltaf ásamt karlinum að finna léttu hliðina á öllu þó áhyggjurnar og hræðslan skini inn á milli. En væla annað slagið............. ég ætti ekki annað eftir. Ekki þar fyrir utan að ég taldi mig nú gera það reglulega. Sakna þín ástin mín og finnst tómlegt hérna heima án þín.

Tína, 9.10.2008 kl. 23:57

13 identicon

(Sakna þín ástin mín og finnst tómlegt hérna heima án þín.)...VÁÁÁ kláraðu mig ekki...Byrjaru að væla...nei okey þetta er fín byrjun:D.....

 Sakna þin líka held það sé líka tómlegt á mín heima:D hahahaha

Leifur Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 00:03

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er ekkert smá sem þú hefur gengið í gegnum síðan þú bloggaðir síðast.  Ég verð að segja það að þú ert alveg ótrúlega sterk, margir kikna undan minni áföllum.  Ég er sammála mola dagsins hjá þér, án mótlætis veit maður ekki hvað gleði er.  Ég er glöð að vera bloggvinkona þín og óska ég þér gleði og hamingju, ég sé að þú átt yndislegan son  og eiginmann.  Gangi ykkur vel.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.10.2008 kl. 00:57

15 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég fer ekki ofan af því að þú ert algjör HETJA. Og takk fyrir innlitið hjá mér, ég var svo fegin að heyra í þér. Ég vona bara að æðri máttarvöld standi með þér í þessum bardaga þínum.

Hvað yfirvöldin varðar þá hef ég heldur ekki  nóg af ímyndunarafli til að átta mig á þeirra næstu gerðum, núna eru þeir í Lífeyrissjóðunum, hvað verður næst. Eigum við bara að þegja???????????

Eitt er alveg víst að ég sendi þér heita strauma og vona að þeir hrífi, þú færð allann þann styrk sem ég get gefið þér.

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.10.2008 kl. 08:45

16 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Nei, Tína mín, ég er sko ekkert hættur að kíkja við hjá þér!  Ég tek (yfirleitt) blogghringinn á morgnana, og er bara einfaldlega ekki enn kominn að þér (eða, so... jú, núna, sko).  Varstu búin að gera tilraunina mína?  Með skeiðina?  Þurftirðu líka að skipta um peysu, eins og ég?  Ef ekki, þá hefurðu ekki gert tilraunina nógu ... ákveðið ... :-)

Annars finnst mér nú alveg nóg vera lagt á þig, stelpa, og hmm... sennilega lítið sem ég get sagt nema bara segja... að þetta sé jákvætt innlitskvitt.  (Ekki með neinu innihaldi, eða eitthvað....)

*Knús*

Einar Indriðason, 10.10.2008 kl. 08:47

17 Smámynd: Dísa Dóra

Gott að mamma þín er að hressast og allt í rétta átt núna.  Erfiðir fréttir og tilfinningar sem þú hefur greinilega verið að kljást við undanfarið elsku vinkona.  Þú greinilega ert ekkert smá sterk persóna fyrst að svona mikið er á þig lagt.  Ég mun senda þér kyrjun áfram og vona að þetta fari nú allt að tosast í rétta átt hjá þér dúllan mín.

Vonandi sjáumst við svo fljótlega hressar og kátar.  Farðu vel með þig og mundu þetta með súrefnisgrímuna

PS  Ég er svo sannarlega líka stolt yfir að eiga þig sem vinkonu

Dísa Dóra, 10.10.2008 kl. 09:21

18 identicon

Æ elsku dúllan mín. Það á nú ekki af þér að ganga. Satt að segja hafði ég ekki hugmynd um veikindi þín fyrr en ég sá að þú hafðir blogg og fór að lesa það. Svona mikið hef ég ekki grátið lengi. Oft hef ég kíkt í búðina og ekkert skilið því þú ert ekki þar, en nú skil ég það. Þú og mamma eruð hetjurnar mínar. Ótrúlegt hvað þið eruð yndislega bjartsýnar. Bara hreinar hetjur með stórt hjarta. Ég mun kveikja á kertum fyrir þig um leið og ég kveiki á kertunum fyrir mömmu. Farðu nú vel með þig skvís.

knús og kram (eins og þú segir alltaf)

Hrefna

Hrefna Waage (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:41

19 Smámynd: Brynja skordal

Elsku hjartans Tína mín sendi þér 1000 kossa og stórt knús

Brynja skordal, 10.10.2008 kl. 09:52

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Elaku stelpan mín ég seendi hljóða bæn og bið um hlýja og máttuga straum til þín.

Solla Guðjóns, 10.10.2008 kl. 10:42

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að ég kom að gagni! Það er bara svo gott að sofa með mér....

Komdu sem oftast

Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 11:08

22 Smámynd: Tína

Jóna: Ég tel mig vera lánsama að eiga þig sem bloggvinkonu krúttan mín. Og já ég tek sko hiklaust undir með þér hvað varðar soninn og eiginmanninn.

Ragna: Takk fyrir straumana sæta og við skulum bara vera bjartsýnar þar til og ef eitthvað annað kemur í ljós.

Sóldís: Takk fyrir falleg orð og ég er sannfærð um að æðri máttarvöld standi ávallt með mér.

Einar: Ætla sko að gera þessa tilraun um leið og ég finn fjandans pollagallann minn. Hef á tilfinningunni að ekki veitir af.

Dísa Dóra: Haltu endilega áfram að senda mér kyrjun dúllan mín. Og það vona ég líka að við hittumst von bráðar aftur.

Hrefna: Óþarfi að gráta elskan mín enda hefur lífið upp á svo margt annað og fallegt að bjóða. Sendu baráttukveðju á hana mömmu þína og svo er þér meira en velkomið að kíkja bara heim til mín í kaffi. Er nú yfirleitt heima við. Kram og knús.

Brynja: Tek þakklát á móti öllum kossunum og sendi sama magn til baka.

Solla: Takk fyrir góða strauma sætust.

Hrönn: Það nottla jafnast ENGIN á við þig elsku hjartans vinkona.

Tína, 10.10.2008 kl. 13:04

23 identicon

Elsku Tína, mikið þótti mér erfitt að lesa þessa færslu og hvað mikið er búið að ganga á!! En mikið er ég stolt af þér hvernig þú stendur af þér hvert áfallið á fætur öðru, og aldrei missirðu trúna og vonina! Og fer það ekkert á milli mála hvað þú átt góða að! Þú ert sannkölluð fyrirmynd og einstök kona 

Ég vona svo hjartanlega að málin fari að skýrast betur sem fyrst og læknarnir geta gefið þér skýrari svör. Óvissan er verst og sama hvað maður þarf að takast á við er betra að hafa hlutina á hreinu til að hægt sé að vinna að lausnum!!

þúsund knús og kossar í kotið þitt og sendi þér allan minn aukastyrk og orku

Kristín (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 17:08

24 Smámynd: JEG

Ó mín elskuleg.  Svo kvartar maður og kveinar yfir smámunum Össss maður ætti að skammast sín bara.   Þú ert sannkölluð hetja og að Hann þarna uppi skuli ekki vera búinn að fatta það að það má ekki og er ljótt að leggja fólk í einelti er sko bara lögreglumál. 

Vonum það besta eins og alltaf.  Farðu vel með þig mín kæra.  Knús og kelmm í brettavís til þín með treiler.  Kveðja úr sveitinni.

JEG, 10.10.2008 kl. 17:10

25 Smámynd: Helga Aðalsteinsdóttir

Kæra Tína. Það er oft erfiðara að horfa á aðstandendur sína við hlið sér, heldur en feisa slæmar fréttir sjálfur, við fáum stuðning frá samfélaginu, þeir "gleymast" og fá oft að heyra ýmsar tröllasögur af "sambærilegum" veikindum... og þá oftast þær svaðalegu... og í ýktri útgáfu... þeir þurfa líka stuðning... haltu áfram að vera svona ótrúlega jákvæð og skemmtilegur penni.  Vona að þú fáir góðar fréttir Kveðja Helga

Helga Aðalsteinsdóttir, 10.10.2008 kl. 17:18

26 Smámynd: Gerða Kristjáns

Knúskreistingur ala Gerða coming up !!

Luv ya tú bits and luv ya tú píses

Gerða Kristjáns, 10.10.2008 kl. 17:24

27 Smámynd: Tína

Kristín: Takk fyrir innlitið snúllan mín. Og já það er satt að óvissan er manns versti óvinur.

JEG: Einelti segirðu....................... ætla Hann sé ekki bara svona ferlega hrifinn af mér þarna uppi að hann dælir bara á mig?? En trúðu mér að ég er eins og Kristján minn sem getur fengið gat á höfuðið og heldur þá ró sinni og varla að hreyfist blóðið í honum en þegar hann fær smá skeinu þá er fjandinn laus. Ætli ég sé ekki eins með vandamálin, því ég kvarta og væli líka yfir smámunum

Helga: Ég er svo hjartanlega sammála þér með að oft sé þetta verra fyrir aðstandendur því þeir vilja gleymast og bloggaði ég um það einu sinni. Þú getur séð færsluna hér ef þú vilt.

Gerða: Knúskreistingur a la Gerða er sko ALLTAF vel þeginn. Fæ vonandi einn í eigin persónu bráðum

Tína, 10.10.2008 kl. 17:45

28 Smámynd: SigrúnSveitó

Krúttið mitt, það er aldeilis ekki lognmollan kringum þig frekar en fyrri daginn.

Sé þig vonandi fyrr en síðar...

RISAknús..

SigrúnSveitó, 10.10.2008 kl. 18:11

29 Smámynd: Sammý

Elsku vinkona! Ég á bara ekki til aukatekið orð yfir því sem á daga þína hafa drifið. Þú ert sú allra,allra hugrakkasta stelpa sem ég hef á ævi minni þekkt og verður það um ókomna tíð. Eina sem ég get sagt er; Guð blessi þig í þínum raunum og gefi þér styrk til að takast á við daginn.

Sammý , 10.10.2008 kl. 20:01

30 Smámynd: Sigrún Óskars

góður moli hjá þér eins og alltaf.

langar að taka utan um þíg - sendi þér knús í huganum og kærleikshugsanir . Þú ert algjör perla og ég er heppin að kynnast þér hér á blogginu.

Sigrún Óskars, 10.10.2008 kl. 20:58

31 identicon

Elsku Tína!

Sendi til þín hlýjar hugsanir og stórt faðmlag

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 22:37

32 Smámynd: Landi

Svo er fólk að kvarta yfir smá hausverk,íllt í tánum,þreytu í baki,röð í búðinni,rassæri og sigg á hælum...   ég segji bara COMMON

Tína varðandi strákinn þá er ekkert að þakka..þetta er nú það minnsta sem ég gat gert...vonandi kemst hann bara að sem fyrst...

Ég skila kveðju til systu um leið og ég heyri í henni..annars finnst mér að hún eigi bara að bjóða þér austur í flugi til sín

Keep on    

Ég sendi  lega kveðjur til ykkar austur fyrir heiði..

Landi, 11.10.2008 kl. 00:48

33 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Nei já nú er nóg komið hjá þér elsku dúllan mín, nú má fara að dreifa þessu á fleiri.  Aumingja Gunnar þinn og strákarnir þínir allir bara og auðvitað má ekki gleyma Agnesi.  Vona helst af öllu að þetta sé bara ekkert alvarlegt og þú fáir svör sem fyrst.  Óvissu ástandið er hræðilegt og kannski sérstaklega fyrir aðstandendur.  Getur ekki þessi bölvaður krabbi ekki bara haldið sig við sjóinn, þar á hann jú upphaflega heima er það ekki annars.

Jæja bið fyrir þér og sendi þér mikla strauma héðan frá Spáni.  Luv Ya og það var yndislegt að spjalla við þig í dag.

Knús stelpan mín og farðu vel með þig.

Guðrún Helga Gísladóttir, 11.10.2008 kl. 14:55

34 identicon

Elsku Tína og Gunnar,

Við hugsum hlýtt til ykkar og vonum svo innilega að þetta sé ekkert alvarlegt. Verst er óvissan, að þurfa að bíða eftir svörum, en vonandi þurfið þið ekki að bíða lengi.

Við fylgjumst með ykkur og biðjum allar góðar vættir þess að allt fari vel.

Knús og góðir straumar að norðan,

Ingibjörg, Már og börn.

Ingibjörg svilkona (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 22:20

35 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þú sterka og kjarkmikla kona...mig setur hljóða..... ég verð nánast ljóðræn í tali.....en æðruleysi þitt er mikið og mættum við hin..mörg hver taka þig til fyrirmyndar...... haltu áfram að fara vel með þig....og gangi þér allt í haginn....

Fanney Björg Karlsdóttir, 12.10.2008 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband