Vita skaltu: Þú berð ábyrgð á eigin líðan.

Efasemdir, kvíði og áhyggjur eru óálitlegir skuggar undirheima sjálfsins og á ekki að trufla þann sem klifrar upp í friðsæld sálarinnar. Sorg mun einnig ætíð víkja fyrir þann sem skilur hvað lög innra sjálfsins fela í sér.

Mig langar aðeins að ræða um mátt tveggja tilfinninga..... nefnilega jákvæðni og neikvæðni.

Ég hef hingað til neitað að dragast inn í neikvæðni þjóðarinnar, og mun halda áfram að gera það. Það er nefnilega engin og ekkert sem fær ráðið því hvernig mér líður. Ég hef ekki stjórn á ástandinu í landinu eins og það er, en ég get haft stjórn á sjálfri mér. Með jákvæðninni get ég haft áhrif, bæði inn og út á við. Neikvæðni og reiði hefur aldrei og mun aldrei leiða af sér góða hluti eða vellíðan. Neikvæðni er best til þess fallið að brjóta niður og það aflar sér í besta falli slatta af "já"bræðrum.

Ekki vil ég draga úr ástandinu eða gera lítið úr áhyggjum manna. Mér líst bara ekki á hvaða áhrif þessi neikvæðni hefur á sálir manna. Neikvæðni fylgja nefnilega ýmis viðbrögð og byrjar yfirleitt eins. Það hefst með vonbrigðum, síðan reiði og svo kemur þunglyndi og uppgjöf. Þess vegna hef ég hér eina spurningu fyrir ykkur sem mig langar að biðja ykkur að hugleiða og svara ykkur sjálf einlæglega..... hafið þið einhvern tímann heillast af reiðri manneskju? Hefur reið manneskja nokkurn tímann vakið með ykkur löngun sem fær ykkur til að hugsa "Mig langar að gera ALLT fyrir þessa persónu"?

Með þessu er ég ekki að segja að þið eigið að taka hlutina þegjandi og hljóðalaust, heldur er ég að segja að það er ekki hvað þið segið sem skiptir máli, heldur hvernig. Ég hef oft spurt fólk að því hvort það viti hvernig það eigi að fá öskrandi manneskju til að hlusta. Vitið þið hvernig er farið að því? Kannski þið vitið það nú þegar en til vonar og vara læt ég það flakka hér........ þið hvíslið. Það eina sem hlýst af því að öskra á móti á manneskju sem öskrar er að það öskrar aðeins hærra til að yfirgnæfa ykkur. Með því að hvísla þá komið þið andstæðingnum á óvart og ósjálfrátt lækkar viðkomandi tóninn og þið hafið náð að róa manneskjunni nægilega mikið til að hún í það minnsta muni eftir því að anda.

Jákvæðni og trú í sálinni eru líka öflugt, en ég held mér sé alveg óhætt að segja að afleiðingarnar af þeim tilfinningum séu uppbyggilegri á allan hátt. Þessum tilfinningum fylgir nefnilega "ég get og ég skal" orku. Krafturinn verður meiri og hugsunin skýrari. Og það er alltaf tekið mark á og hlustað á manneskju sem býr yfir ró og gleði í sálinni. Á hana er að minnsta kosti hlustað.

Leyfið ekki neikvæðum tilfinningum að koma inn á heimilið ykkar. Heimilið er ykkar gríðarstaður og þar á að ríkja gleði. Látið reiðina ekki ná stjórn á sál ykkar, því sálin inniheldur vellíðan og innri orka. Slökkvið á sjónvarpinu, tölvunni og allt sem getur truflað. Setjið góða tónlist í spilarann, tónlist sem fær ykkur til að líða vel og kveikið á kerti. Gefið ykkur stundarkorn til að ná aftur stjórninni á eigin líðan. Það eru bara þið sem getið það. Þið þurfið ekki að vera trúuð til að biðja. Almættið er eins og nafnið gefur til kynna mjög öflugur kraftur. Biðjið almættið um hjálp við að öðlast ró í sálinni. Ef þið eruð ekki trúuð þá er ekkert sem bannar að þið talið við ykkar innra sjálf. Hugleiðið og leyfið ykkur að slaka á...... þó ekki væri nema í 15 mínútur.

Burt séð frá öllu að þá er eitt sem er alveg víst, en það er að það sem verður....... verður. Hvort sem þið eruð reið eða glöð. Viljið þið virkilega eyða lífinu í reiði? 

Að lokum langar mig að biðja ykkur um að prufa svolítið ef neikvæðu tilfinningarnar hafa alveg tekið stjórnina af ykkur. Í hvert sinn sem neikvæð hugsun kemur niður í huga ykkar, þá vil ég biðja ykkur um að finna eitt jákvætt til að hugsa um á móti. Það mun sannanlega draga aðeins úr vanlíðaninni og kvíðanum.

 

Eigið ljúfa helgi gott fólk og munið þennan mola: Með tíma og þolinmæði vinnst meira en með afli og ofsa. - La Fontaine

Guð geymi ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Þú ert sannur gullmoli kona.  Takk fyrir að vera vinkona mín. 

Bestu kveðjur úr Hrútósveitó. 

JEG, 14.11.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Tína

Þakka þér Jóna mín. Endalausar þakkir fyrir mig.

Tína, 14.11.2008 kl. 16:12

3 identicon

Þetta var yndislegur pístill og svo mikill sannleikur í hverju orði ! ! vona að allir taki þetta til umhugsunar og venji sig á hið jákvæðna og stjórni því sem það getur haft stjórn á....

Haltu áfram að vera jafn einstök og frábær penni

Kristín (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 16:20

4 Smámynd: Einar Indriðason

Þennan pistil las ég sem áminningu á mig sjálfan um að koma nú með heimspeki spekúlasjón um Kvöldgestina....

(Þarf meiri tíma í að koma þessu frá mér hjá mér, heldur en innlitskvitt tekur.  Þannig að ... þú færð innlitskvitt núna.  Pistill síðar.)

Farðu vel með þig og ykkur! :-)

Einar Indriðason, 14.11.2008 kl. 16:37

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heyrðu! Hefur þú aldrei séð persónu sem er svo tíguleg og falleg þegar hún er reið?

Allar rauðu bækurnar uppfullar af þeim...... ég hef hins vegar aldrei séð þær, né heillast af þeim......... heldur aldrei dottið í hug að gera allt fyrir einhverja öskrandi persónu

Gæti hins vegar gert ýmislegt fyrir þig

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 17:01

6 identicon

TAKK elsku Tína!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:30

7 Smámynd: Tína

Kristín: Takk fyrir innlitið krútta og mér þykir alltaf svakalega vænt um athugasemdir þínar. Ef ég fengi þó ekki væri nema eina manneskju til að breyta hugsunarhættinum, þá er tilgangnum náð.

Einar: Ég get ekki beðið eftir að lesa pistillinn!!!!

Hrönn: Og ég myndi gera nánast allt fyrir þig elsku vinkona.

Ásdís: Takk sömuleiðis Ásdís mín. Mundu að mér finnst þú ÆÐI. Alveg satt.

Tína, 14.11.2008 kl. 17:42

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er aldrei fallegri en í jólakjólnum og bálill.  Ég sindra af fegurð.

Jájá.

Ég elska þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 20:59

9 Smámynd: www.zordis.com

Reidi er vond tilfinning, vond stadreynd og gerir engan fallegan nema Jenny Önnu .... Ég verd sjaldan reid og sjálfid mitt fer í sorg ef stefnir í zá átt. Zetta snyst nefnilega um sjálfs stjórnun eins og zú bendir á og VIRKAR.

KNÚS Á ZIG YNDISLEGA KONA ...

www.zordis.com, 14.11.2008 kl. 21:27

10 Smámynd: Ragnheiður

Haha ég er góð en takk samt, ég hef bara ekki nokkurn áhuga á massaþunglyndi (þetta kemur út eins og dómharka á þá sem þjást af þunglyndi en er alls ekki þannig meint)

Notalegir pistlarnir þínir og svo margt til í þeim

Ragnheiður , 14.11.2008 kl. 21:42

11 identicon

mig vantar aðstoð

sammy (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:04

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Alveg ert þú yndisleg, sem betur fer er ég sjaldan reið "mjög sjaldan"  svona á 15 ára fresti verð ég reið, þá mega hinir vara sig.  En svona dags daglega er ég frekar léttlynd og hláturmild.  Samt finnst mér smá gott að kvarta á blogginu mínu þar er nú bara svona til þess að koma skoðunum mínum á framfæri   Ég ætla að mæta á morgun á enn einn mótmælafundin, bara svona til þess að sýna samstöðu.    Ég óska þér og fjölskyldunni þinni góðrar helgar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:22

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er alveg öskureið þessa dagana..........en er samt alls ekki hætt að hlægja

Takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:29

14 Smámynd: SigrúnSveitó

Elskan mín, ástarþakkir fyrir þennan pistil. Þú setur svo oft orð á mínar hugsanir. Held við séum sálusystur

Sjáumst vonandi fljótt aftur. Ég bara verð að fara að setja mér dag til að koma austur!

Knúúúús...

SigrúnSveitó, 15.11.2008 kl. 11:13

15 Smámynd: Inga María

...takk

Inga María, 15.11.2008 kl. 17:41

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, þá veit maður það: Ef einhverjum líður illa, að hvaða ástæðum sem er, er það bara út af því að hann er ekki nógu jákvæður og getur þá sjálfum sér um kennt. Þetta hljómar kannski fallega í einhverjum eyrum en þetta er samt óskapleg einföldun.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.11.2008 kl. 20:10

17 Smámynd: Tína

Sigurður Þór: Nei vinur, þetta er alls ekki það sem ég meina með þessu. Ekki vil ég að fólk misskilji mín orð og taki þeim sem gagnrýni á sig. Þess vegna vil ég benda þér á að það sem ég meina er þetta: Jákvæðni, gleði og von eru að miklu leyti ansi góð meðöl við vanlíðan. Í jákvæðninni finnur þú orku til að takast á við gleðina. Ég þekki vanlíðan og erfiðileikar................. trúðu mér (hef sko fengið minn skammt og gott betur en það). Fyrir mína parta væri ég ekki upprétt í dag ef mér hefði ekki tekist að grípa og halda fast í jákvæðnina, þó svo að það gangi ekki alltaf vel heldur, enda er ég bara mennsk. Með þessu bloggi er ég að segja frá minni reynslu og það sem virkar fyrir mig. Ef þú getur fundið hér eitthvað sem þú telur þig geta notað, þá er það frábært. Ef ekki, þá er það líka í lagi. Það er ekki mitt að segja hvernig fólk eigi að haga lífi sínu.

Hafðu það gott Sigurður og njóttu helgarinnar.

Tína, 15.11.2008 kl. 21:25

18 Smámynd: Landi

Þetta eru nokkuð merkilegar pælingar Tína.

Ég held að ég sé búinn að ganga þennan veg nokkuð þúsund sinnum á minni lífsleið,en hún hefur verið eins og hjá flestum upp og niður út og suður en þó aðallega upp undanfarin ár.Já maður þekkir vanlíðan og erfiðleika sæmilega vel eftir ja "köllum það bara íþróttarmeiðsl" svo maður fari nú ekki út í þá sálma

En þessar tilfinningar sem reiði og jákvæðni eru er samt nokkur vegalengd á milli þeirra,það má lifa í reiði í langann tíma en það er samt tilfinning sem deyfir alla og er mjög fráhrindandi.Einnig er það þannig að ef fólk er reitt er nær ómögulegt að nálgast það,tala við fólk,og ef um kvilla er um að ræða er nær ómögulegt að yfirstíga hann uns fólk nær að yfirstíga reiðina.

Jákvæðni er tilfinning á allt öðrum toga og er annars eðlis á þann háttinn að persónulega fyrir mig er hún það sem ég vil nærast á,miðað við það sem ég hef upplifað þá vel ég jákvæðnina.

Einnig þætti mér trúlegt að eitt það dýrmætasta sem við eigum og getum notað er jákvæðni.

Knús og kreist til ykkar austur fyrir heiði.

Landi, 16.11.2008 kl. 01:38

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Segi nú stórt knús á þig...

Solla Guðjóns, 16.11.2008 kl. 02:39

20 Smámynd: Dísa Dóra

Ég hef jú verið í þeim sporum að ætla og vilja gera allt fyrir reiða manneskju.  Það eina sem það færði mér var andlegt og líkamlegt niðurbrot.  Þannig að ég veit nákvæmlega hvað það gerir fyrir mann að ætla að fórna sér fyrir reiða manneskju.

Sem betur fer náði ég að slíta mig frá þeirri braut og sem betur fer kenndi þetta mér að það margborgar sig að horfa á það jákvæða í lífinu.  Hver einasti hlutur hefur nefnilega eitthvað jákvætt og eitthvað neikvætt við sig - og það svo sannarlega borgar sig að finna jákvæðu hliðina.

Ég hef valið að horfa á það jákvæða í lífinu og á það við í dag á þessum erfiðu tímum jafnt og síðustu árum.  Vissulega geri ég mér grein fyrir ástandinu og þeim erfiðleikum sem margir eru í og vissulega verð ég að viðurkenna að ég átti á tímabili mjög erfitt með að verjast reiði og áhyggjum af því hvort við fjölskyldan næðum að fljóta yfir þetta.  Hins vegar ákvað ég að hugsa sem svo að ég ætli að læra eitthvað á þessu og ávalt horfa á það jákvæða - þessi hugsun gerir allavega að ég er rólegri og þar af leiðandi betur í stakk búin að taka jákvæðar ákvarðanir um mitt líf og þeirra sem nálægt mér eru.

Knús til þín mín kæra - þú ert einn af stóru jákvæðu hliðunum á mínu lífi

Dísa Dóra, 16.11.2008 kl. 09:41

21 Smámynd: Tína

Dísa Dóra: Ég vona svo sannarlega að Sigurður Þór (kvittandi nr 16) lesi þessa athugasemd þína, því þú orðar þetta svo hárrétt.

Tína, 16.11.2008 kl. 09:51

22 Smámynd: Tiger

  Yndislega stelpuskott .. hvernig er annað hægt en að vera jákvæður og glaður þegar maður hefur svona "fallegan" og endalaust jákvæðan penna til að lesa ?? Þú ert bara ... einhvern veginn ...  svo óendanlega mikil uppspretta af einhverju svo góðu að maður ræður bara ekkert við sig og maður vill bara helst koma hlaupandi og taka þig í fangið og nema þig brott - til að eiga þig alveg sjálfur!!

Gengur ekkert að losna við þennan góða kall sem þú átt?

En, ég bíð bara þar til ég hitti þig persónulega - eftir sirka 50 til 60 ár - þegar við fljúgum saman inn í himnaríki!

Heilmikið knús á þig fallega sál - hafðu ljúfan sunnudaginn elskulegust!

Tiger, 16.11.2008 kl. 13:08

23 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

..eins og svo oft áður...... flott skrif......

knús til þín....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.11.2008 kl. 13:09

24 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Eins og talað frá mínu hjarta...en ég kem því aldrei eins fallega í orð eins og þú.  Þú er einn af þeim bestu pennum sem ég hef kynnst. Ég er innilega sammála þér en það er mismunandi auðvelt(fyrir þá neikvæðu erfitt) að finna jákvæðnina hverju sinni og hvernig líðanin er þann daginn.  Held að með hverju árinu takist mér þetta betur. Knús til þín og allra á heimilinu.

Guðrún Helga Gísladóttir, 16.11.2008 kl. 20:28

25 Smámynd: Tiger

  Hmmmm... og hvar er svo litla rúsínan mín niðurkomin? Ég verð að viðurkenna að ég er farinn að sakna þín skottið mitt - vona bara að heilsan sé góð, eða í það minnsta eins góð og  hægt er!

Sendi þér knús og kærleiksljós mitt hjartastóra stelpuskott!

Tiger, 21.11.2008 kl. 13:23

26 Smámynd: Sigrún Óskars

 ég er farin að sakna þín  sendi knús

Sigrún Óskars, 22.11.2008 kl. 14:36

27 Smámynd: Sammý

hæ skvís og takk fyrir síðast. Við erum sannkölluð JÓLABÖRN við tvær  nú fer að styttast í partýið !!!

Sammý , 22.11.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband