Fréttir af mér.

Það er vægt til orða tekið að mikið sé orðið að gera hjá mér. Eða kannski er ég að ýkja og finnst það bara mikið miðað við hvernig heilsan er. Hef samt sama sem ekkert komist í tölvuna fyrr en núna.

  IMG_3660Á laugardaginn fyrir viku, var ég að vinna í búðinni og eitthvað að vesenast á lagernum, þegar bjallan tilkynnir komu viðskiptavinar. Þegar ég var loksins komin upp tröppurnar (á frekar erfitt með þær) stendur maður þarna og er mikið að skoða útstillingargluggann okkar. "Sérðu eitthvað fallegt þarna?" spurði ég, "nei" segir hann þá. Ég þóttist voðalega hneyksluð og spurði því hvað hann meinti eiginlega. Þá segir hann mér það að hann sé að skoða gluggann með það í huga að setja eins og eitt stk Harley Davidson hjól þarna!! Hann væri með það úti í bílnum. Ég get sagt ykkur það gott fólk að það er erfitt að gera mig kjaftstopp en þessi maður fór létt með það. Það kom svo í ljós að Gunnar hafði hitt hann daginn áður og þetta var niðurstaðan. Ef einhver hefur áhuga þá skilst mér að þetta hjól sé til sölu. Aðeins búið að keyra það 200 km. 

Hann Gunnar minn heldur áfram að vinna úr sér geðheilsuna því álagið á honum er gríðarlegt. Fjármálaástandið er ekki að gera okkur hlutina auðvelda en við neitum að gefast upp og berjumst áfram. Það versta er að Gunnar vinnur á við 4 og reyni ég því af veikum mætti (að mér finnst) að draga aðeins úr álaginu á honum. Kveikt var á jólaljósunum í bænum á fimmtudagskvöldið og var nóg að gera við að undirbúa þann gjörning. Kolla sem hjá okkur vinnur skreytti gluggann eins og henni einni er lagið. Enda hefur glugginn okkar ávallt vakið mikla athygli og á hún algjörlega heiðurinn að því. Á miðvikudagskvöldið tóku svo vinkonur mínar þær Sammý og Sigurlín sér saman og kláruðu að skreyta búðina að innan svo ég myndi ekki gera það. Enda hótaði Sigurlín mér því að vefja um mig jólaseríu og binda mig fasta með henni ef ég yrði ekki stillt LoL. Ég fékk þó að sitja og fylgjast með þeim og skemmti mér konunglega þetta kvöld. Sammý gerði svo þessa geggjuðu jólaljósaslaufu sem þið getið séð á hjólið. Ég bara verð að segja að búðin hefur aldrei eða sjaldan verið eins flott og hún er núna.

Sigurlín er einhver sú allra óeigingjarnasta vinkona sem ég hef eignast, ef mig vantar hjálp eða eitthvað og hún er kannski upptekin við annað, þá hliðrar hún bara til og hagræðir svo hún geti orðið að liði. Þetta gerði hún t.d svo hún gæti unnið í búðinni á fimmtudagskvöldið (en þá var opið til 22) svo ég þyrfti ekki að gera eins mikið. Að vísu henti eða dró hún mig bókstaflega út úr búðinni kl 21 og skipaði mér að fara heim. Sammý er ég rétt að kynnast en samt veit ég að hún er af nákvæmlega sama meiði og Sigurlín. Ég hef alltaf vitað hversu góða vini og stórmerkilega fjölskyldu ég á, en staðreyndin er engu að síður sú að þau halda áfram að koma mér endalaust á óvart með styrk sínum og hjartagæsku.

LeifurVið fengum trúbadorinn Skuggabaldur til að spila í búðinni á fimmtudagskvöldið. Við gerðum þetta í fyrra og hefur það vakið mikla lukku. Leifur minn kom austur til að hjálpa og tók hann þarna nokkur lög. Ég verð svo að segja að drengurinn er alveg fjári góður. En ég átta mig alltaf betur og betur á því hversu vel mér tókst þegar ég bjó hann til Cool. Myndin er ekki alveg í fókus en þið sjáið hann nú samt ekki satt?

 

Af heilsunni er það að frétta að ég átti að fá að vita á fimmtudaginn hvort stefnan væri á Gautaborg fljótlega, En þann daginn var alltaf að líða yfir mig, þannig að það ástand fékk alla athyglina. Ég fór í nálastungu daginn áður og ég held að það sé orsökin eða þá að athyglisþörfin hafi bara verið orðin yfirdrifin. Enda bað ég börnin mín sem og vini að tala vinsamlegast meira við mig, svo ég þyrfti ekki að fara þessa leið. Í fyrsta skipti sem þetta gerðist þennan daginn þá gerðum við Gunnar grín að þessu og ég sagði honum að ég hefði hreinlega kiknað í hnjánum þegar ég sá hann að ég kolféll. En svo gerðist þetta aftur og þá var þetta ekki alveg eins fyndið. Svo var þetta nú komið allt saman í lag um kvöldið.

Ætli það ekki best að stoppa núna enda orðið þokkalega langt. Ég gæti nefnilega haldið lengi áfram þar sem um heila viku er að ræða. Núna ætla ég að fara í smá bloggrúnt og kíkja á hvað drifið hefur á ykkar daga.

 

Molinn að þessu sinni er: Vertu glaður og þú munt eignast sálarró. Njóttu lífsins og þú munt finna gleðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Mikið er nú gott að þú ert með góðar vinkonur þarna þér innan handar til að passa uppá þig.  Hefði sko ekki á móti því að vera nær þér og geta tekið eina og eina vakt í búðinni fyrir þig.  Það er ekkert smá töff að sjá þetta hjól í glugganum.  Munud svo bara að fara þér hægt og ætla þér ekki um of kona góð.  Þú verður að fara vel með þig því það er ekki sniðugt að klára kvótann svona á einni viku.

Knús og kossar héðan úr Hrútósveitó. 

JEG, 23.11.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvílir þú þig einhvern tímann stelpa?

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Dísa Dóra

Farðu vel með þig þarna stelpurófa.  Mundu svo að það er hægt að kíkja í mínípásur í kaffi hér hjá mér og velkomið líka ef ég get ehv aðstoðað þig vinkona góð.  Þetta er ekki bara boð sem á að ignora kona góð

Knús til þín

Dísa Dóra, 23.11.2008 kl. 14:29

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert algjörlega frábær.  Ég meina húmorinn þinn gagnvart sjálfri þér er dásamlegur.  Ég ætla að prufa að láta líða smá yfir mig fyrir jólin svo fjölskylda mín gefi mér bitastæðar jólagjafir.

Glugginn er ofboðslega flottur og nú fer að styttast í að ég komi dragandi húsbandið með mér í heimsókn.  Jólin koma sko bráðum.

Verð í sambandi út af því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2008 kl. 14:49

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Gott að heyra loks frá þér, mín kæra. Var farin að sakna þín allsvakalega! Stórkostleg að heyra hvað þú hefur gott fólk í kringum þig, en þú ert nú líka dásamleg sjálf svo það er ekkert skrítið.

Knús&kærleikur, S.

SigrúnSveitó, 23.11.2008 kl. 15:55

6 Smámynd: Einar Indriðason

Sko.... hvað á ég að segja þetta oft:  Þú átt að fara vel með sjálfa þig!

En... myndirnar eru skemmtilegar, og skemmtileg skreyting á hjólinu :-)

Einar Indriðason, 23.11.2008 kl. 17:01

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott að heyra aftur frá þér . Þú ert einstök kona, sem gefur okkur m.a. frábæra mola! 

það er auðvelt fyrir mig að segja; hvíldu þig og passaðu þig - það er betra á að horfa en í að komast - ekki satt. En einhvernvegin held ég að þú sért það skynsöm að þú farir vel með þig og passir þig. Knús og kærleikur til þín  

Sigrún Óskars, 23.11.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Inga María

..kem við í desember...verð að sjá jólahjól!

Inga María, 23.11.2008 kl. 18:19

9 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Hæ elsku Tína mín, það var mikið að þú komst með færslu af þér og hvað er að gerast þarna hjá þér á Selfossi. Búðarglugginn er rosa flottur og ég get ímyndað mér að búðin sé ekki síður skreytt.  Hér á Spáni er ekki búið að kveikja jólaljósin ennþá né skreytingarnar náttúrulega.  Ég held að ég hendi samt upp jólatrénu fyrstu vikuna í desember.  Farðu nú endilega vel með þig, þetta með yfirliðin er hrikalegt, ég hef lent í því en þó bara einu sinni en fannst það sko alveg nóg.  Elsku krúttan mín vonandi komið þið niður standandi úr þessu ástandi sem er nú á klakanum en í raun efa ég það ekki bardagahesturinn minn.

Knús á línuna, Leifur er alltaf jafn fallegur.

Guðrún Helga Gísladóttir, 23.11.2008 kl. 20:44

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aha.... svo það er þess vegna sem ég er hætt að sjá þig! Ég hélt þér þætti kannski ekkert vænt um mig lengur - sem er náttúrulega - ef maður spáir í það fáránlegt ;)

Flottur glugginn - ferlega flottur!! 

Sjáumst þótt síðar verði dúlla

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 22:23

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Smart að hafa Harley Davidson með jólaskrautinu í glugganum.  Molinn minn til þín er Vertu löt  og slappaðu smá af, á hverjum degi.  Vinkonur þínar eru alveg ótrúlega duglegar að reyna að hjálpa þér svona, reyndu nú að þiggja hjálpina og leggjast upp í sófa með bók eða einblöðung ef þú mátt vera að því.   Knús og kram.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:06

12 Smámynd: Landi

Ég hafði nú ekki miklar áhyggjur af þér Tína mín,ég vissi að ef það væri eitthvað þá væri ég líklega búinn að hringingu.Mér datt nú bara í hug að skvísan hefði skroppið til útlanda að kaupa inn fyrir hátíðirnar,nú eða bara komin í smá frí til að huga að öðrum hlutum

Mér lýst vel á jólahjólið og bara svo vel að ég er mát

Hér er eitt stykki að trukki með risaknúsi og orku handa ykkur

|^^^^^^^^^^^^|)

|www....blaze...is | '|""";..,___,

|_..._...______===|= _|__|..., ] |

"(@ )'(@ )""""*|(@ )(@ )*****(@

------------------------------------------

Landi, 24.11.2008 kl. 11:15

13 identicon

Sæl Tína mín!

Við erum komin hérna heim til Eyja, æ hvað það er gott að vera komin heim! Mér finnst voða leiðinlegt að hafa ekki getað farið að hitta þig um helgina, en við vorum eins og þeytispjöld út um alla höfuðborgina um helgina, svo að það var því miður enginn tími aflögu, en vonandi verður það seinna.

Farðu vel með þig, elsku vinkona

kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 17:24

14 Smámynd: Heimir Tómasson

Blessi þig vina mín. Kveðja.

Heimir Tómasson, 25.11.2008 kl. 02:45

15 Smámynd: Tiger

 Jæja skottið mitt, loksins komstu aftur til mín - okok - til okkar! Sannarlega var ég búinn að sakna þín svona ponsu pínu .. eða helling bara!

Glugginn er bara stórglæsilegur - og hjólið er geggjað - en ég ætla sko ekki að skoða það betur - því þá kaupi ég það bara, and im not going that way this time!

Veistu, ég er glaður fyrir þína hönd að eiga svon yndislega fjölskyldu - sem og yndislegar vinkonur sem öll eru til í að gera ýmislegt og margt fyrir þig! En, segi það samt - að elska dregur elsku að sér, þú sjálf er yndisleg svo það er ekkert skrítið þó yndislegir hlutir/fólk dragist að þér fallega sálarskottið mitt! Þú mátt vera stolt - því það er þín eigin elska og innri fegurð sem dregur að sér svona hjálpsamt og yndislegt fólk og þú hefur í kringum þig! Mundu það alltaf!

Sendi þér og þínum risastórt Aðventuknús - því hún er jú næstu helgi - og vona að þú farir vel með þig. Leyfðu þínu ljúfa fólki og vinum að hjálpa og taktu stolt við hjálpinni, það er sko engin minnkun í því að þyggja hjálp góðra vina þegar maður stendur í ströngu heilsulega séð! Knús og kreist elskulegust!

Tiger, 25.11.2008 kl. 14:34

16 Smámynd: www.zordis.com

Hörkukraftur í zér kona. Flottur gluggi á mynd og í raun! Ég kíktu adeins á Selfoss á Sunnudaginn med stóru essi og sá gluggann, sendi zér hlyja hugsun sem vonandi skiladi sér til zín!

Njóttu dagsins og gódir vinir eru zad allra dásamlegasta sem fundid hefur verid upp.

www.zordis.com, 26.11.2008 kl. 11:09

17 identicon

Jólaglugginn hjá ykkur er vissulega stórglæsilegur.  Ekki að spyrja að því.  Farðu nú vel með þig Tina mín.  Heilsan er víst það dýrmætasta sem við eigum.

Anna Bogga (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:31

18 Smámynd: Brynja skordal

Vá flottur Glugginn hjá ykkur í búðinni glæsilegt svo jólalegur Mikið er yndislegt fyrir þig að eiga svona góða vinkonur sem hjálpa ykkur og gott hjá þeim að vera strangar við þig farðu vel með þig Tína mín og vona að allt fari vel knús og kiss elskuleg

Brynja skordal, 26.11.2008 kl. 14:43

19 identicon

Hæ snúlla

Rosalega flottur glugginn hjá ykkur  endilega látu vita ef þú ferð út, ég er ekkert að vinna, kann ekki að vinna eðlilega (þú veist!) þannig að ég er "veik" heima út af stressi og væri alveg til í að stytta tíman með smá ferðalagi  þá gæturðu líka séð hvað ég er orðin stór!!!

Skilaðu kveðju til allra

kossar og knús frá Danmörku

Maríanna (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband