Nefndu 4 atriði

Góð vinkona, vandvirk, ósérhlífin og óþolinmóð.

Ég las einhversstaðar þessa setningu "Ef þú bara vissir hversu fáir nenna í raun og veru að hugsa mikið, ef þá nokkuð um þín mál, þá hefðir þú minni áhyggjur af áliti manna"

Spáið í því hvað það er mikið til í þessu!! Við eyðum svo oft tíma í að hugsa um hvað öðrum finnist að við steingleymum að velta fyrir okkur hvað okkur finnst um okkur sjálf. Samt eru ansi margir sem munu segja að þeim sé sko skítsama um hvað öðrum finnst. En innst inni held ég að flestir átti sig á að þessi staðhæfing sé ekki alveg eins sönn og viðkomandi vill vera láta. Auðvitað er okkur ekki sama. Og satt að segja þá á okkur heldur ekki að standa á sama. Við þurfum bara að breyta þessu aðeins.

Leyfið mér að útskýra þetta aðeins nánar. Málið er að við hugsum að mínu mati of mikið um hvað öðrum finnist um hvað við erum að gera, hvernig við erum klædd, hvað við kaupum, hvaða áhugamál við höfum og svo framvegis. Þegar við ættum í raun að hugsa um hvernig við viljum láta minnast okkar eftir að við förum yfir landamærin. Ég er handviss um að sá hugsunarháttur fengi okkur til að hugsa aðeins meira áður en við framkvæmum, segjum eða gerum.

Einnig er það of algengt að við hugsum okkur niður. Hvað á ég við með því? Ég á við að þegar við rennum yfir okkur sem manneskju með kostum og göllum, þá séum við of gjörn á að einblína á gallana. Við viljum helst ekki segja of mikið frá okkar kostum, því aðrir gætu tekið því sem mont eða eitthvað svoleiðis.

Ég hugsaði um þetta í gær þegar ég var komin í rúmið, og var þá að velta fyrir mér hvaða 4 atriði myndu best lýsa mér. Aldrei hefði ég getað trúað því hvað þetta er í raun erfitt. Fyrst komu gallarnir ósjálfrátt upp, og voru sko snöggir upp á yfirborðið. Þá píndi ég mig til að finna eitthvað gott við mig. Ég strikaði yfir í huganum í það minnsta 100 sinnum. Af því mér fannst ég þá vera of góð með mig og ýmislegt í þá veru. Svo ákvað ég að hætta þessari vitleysu því það heyrði hvort eð er engin í mér þar sem ég var að hugsa þetta. Þá gat ég alveg talið nokkur atriði. Þá fór ég að velta fyrir mér af hverju í ósköpunum ég gæti ekki sagt þetta um sjálfa mig? Var þetta eitthvað feimnismál? Er endilega dyggð falin í hógværðinni? Er bara ekki allt í lagi að ég hafi til að bera kosti nákvæmlega eins og allir aðrir?

Ég hélt það nú!!! Og hér efst í færslunni birtast mín 4 atriði sem mér finnst lýsa mér best. Og nú kemur tilgangurinn með þessari færslu. Mig langar að biðja ykkur um að gera það sama. Ég myndi gjarnan vilja heyra hvaða 4 atriði lýsa ykkur best. Ég veit minnst um 1 gott atriði við hvert ykkar sem hérna kvittið reglulega og samt þekki ég mörg ykkar lítið sem ekkert. Flest ykkar eigið ykkar einkenni hér á blogginu sem segir margt um ykkur. Og ég hef verið svo lánsöm að hitta ekki enn á neinn sem ég get ekki sagt eitthvað gott um.

Ég mana ykkur til að gera þetta og sum ykkar mun jafnvel finnast þetta erfiðara en þið tölduð. Takið eftir hvernig hugurinn fer af stað um leið og þið byrjið. Hversu gagnrýnin þið verðið jafnvel áður en þið sendið. Alveg hreint ótrúlegt hvað við erum oft óvægin við okkur sjálf. En vitiði............... þegar upp er staðið er ég sjálf mjög ánægð með að deila með ykkur þeim kostum sem ég tel mig búa yfir sem og galla. En það er eitt sem mig langar alveg sérstaklega að biðja ykkur um...... og það er að minnst 3 atriði séu kostur en ekki galli Wink

 

Að lokum er hinn vanabundni moli: Hefur hver til síns ágætis nokkuð. - Brennu-Njáls saga. - Gunnar á Hlíðarenda.

 

Farið vel með ykkur og munið að mér finnst þið ÆÐI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er jafnlynd, trygg, glöð og oftast heiðarleg.

Og svo margt annað.  Hógværð er reyndar ekki á listanum yfir góða eiginleika.  Hehemm.

Sakní.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.12.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Tiger

  1. Húðlatur - 2. Óvinur vina minna - 3. Samviskulaus - 4. Orðljótur ...

Sko .. þetta er það sem á engan veginn við um mig! Bara koma því á hreint ...

Málið er að ég er nákvæmlega eins og þú - og svo margir aðrir - að ég er fljótari að telja upp 229 galla en einn kost - um sjálfan mig - en þar sem ég er óbilandi jákvæður, brosmildur, hlýlegur, kátur, vinalegur og tilkippilegur - í svona leiki - þá ætti ég alveg að geta fundið nokkra góða kosti sem eru algerlega frá hjartanu komnir og eiga vel við um mig ... hmmm.. verð víst að leita samt því þeir eru svo djúpt eitthvað þessir .. hvað kallaðir þú þá? Aha .. kostir jamm!!

Það er svo satt hjá þér að við erum alltaf svo fljót að grípa í gallana ef við þurfum að opna okkur fyrir öðrum - en málið er samt að við erum þau einu sem getum sagt frá því hvaða kostir eru faldir í hjarta okkar og eru sannarlega trúir og sannir. Það er vel hægt að finna kosti við aðra með því að umgangast þá í daglegu lífi - hér eða þar eða hvar sem er - en engin getur talið upp kosti okkar eins vel og við getum raunverulega gert sjálf.

Svo here goes from my heart; (því ég segi þér að ég á mjög auðvelt með að horfast í augun á kostunum mínum - og er ekkert feiminn við að viðurkenna þá og Axla þá ábyrgð sem ég ber á þeim) ...

Ég er Sannur vinur, Heiðarlegur, óbilandi jákvæður, glaðlyndur .. veistu Tína, ég get bloggað hérna í athugasemdakerfinu þínu um mína jákvæðu kosti því ég hef alltaf tamið mér að þekkja þá, viðurkenna þá, meta þá, vera stoltur af þeim - treysta þeim og vera glaður yfir því að þora að nota þá óspart á allt og alla í kringum mig ...

Einn af mínum bestu kostum er jákvæðnin - því sá kostur nær því að draga fram jákvæða hluti yfir alla þá galla sem ég veit líka af hjá mér - þannig að mér tekst alltaf að horfa á gallana mína sem smávægilega!

Þinn stærsti kostur er hjartahlýjan Tína mín, ásamt óbilandi jákvæðni - dugnaði og styrkur þinn er heavy þungur í metum - það hef ég náð að komast að með því að lesa þig hér eins og heita Lummu .. Lumman mín!

En, ég er hættur - ég finn enga galla til að setja hér um mig - nema ef það er galli að missa sig í athugasemdum - og elska þá sem maður þekkir ekki frekar en bótina fyrir bossann sinn ...

Best að hætta svo fleiri komist að ... knús og hlýja á þig gullmoli!

Tiger, 11.12.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er heiðarleg, lýg ekki, jákvæð og þolinmóð.  Helstu gallar mínir eru langrækni og tilætlunarsemi.  En ég er að vinna í göllunum   Ég þurfti nú smá að hugsa hvað ég ætti að skrifa en ég held að þetta lýsi mér best. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:49

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jákvæð, glaðlynd, hjálpsöm, ósérhlífin.

Sakna þín stelpa

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 06:54

5 Smámynd: Einar Indriðason

Tuðari.

Svo bæti ég við... :-)

Hmm... Pælari, nörd, þrjóskur, jarðbundinn.  Hvernig hljómar þetta?

Einar Indriðason, 11.12.2008 kl. 08:28

6 identicon

Áður en ég fer að nefna kosti mína, ætla ég að byrja á því að hrósa þér fyrir frábærar færslur, alltaf hlakkar mér jafn mikið til að fara inn á bloggið þitt og lesa nýja færslu frá þér. Mér líður alltaf pínu eins og ég sé að fara að opna pakka, og er svoo spennt hvað þú skrifar næst!! þú ert einstök elsku Tína, og ég vona svo hjartanlega að ég fái þann heiður að heyra í þér og hitta þig í náinni framtíð!!

Það sem mér finnst merkilegt með marga er hvað þeir eiga erfitt með að taka hrósi og sjá og segja kostina sína og nýta þá í að styrkja sig. Fólk er alltaf tilbúið að gera lítið úr sér, og er dómhart á sjálfan sig og oft á aðra líka! Öll höfum við kosti og öll höfum við líka galla, en sem betur fer er það yfirleitt þannig að kostir fólks eru svo miklu öflugri og fleiri en gallar þess, og með því að venja sig á að horfa alltaf á kostina bæði hjá okkur sjálfum og öðrum, líður okkur svo miklu betur og samskipti við alla verða auðveldari. Að hrósa öðrum er gott sálarmeðal og ekki síður að líta inn á við og skoða eigin kosti, vera stolt af þeim og nýta þá í daglegu lífi.

Mínir kostir og þeir sem ég er stoltust af og veit í hjarta mínu að ég er góð eiginkona og móðir, ég er hjálpsöm, og síðast og ekki síst er að ég hef baráttuvilja !

þúsund knús og kossar til þín

Kristín (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:30

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

greiðvikin, hress, raunsæ og drífandi.....

 Góð færsla hjá þér.....að venju..

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.12.2008 kl. 11:03

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Umburðarlynd.....(gagnvart flestum/flestu), nærgætin (gagnvart flestum/flestu), hjálpsöm (þegar ég get og vil), löt (getur verið bæði kostur og galli)

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 11:43

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert líka yndisleg Tína mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 12:22

10 Smámynd: Dísa Dóra

Tina mín ég gæti nefnt svo marga góða kosti um þig að þú værir farin að roðna á öðru orði held ég   Þú ert til dæmis óbilandi atorkusöm, jákvæð, hefur gífurlega styrk til að bera, umhyggjusöm, frábær penni, góð vinkona - á ég að halda áfram?  Gæti sko haldið lengi áfram enn

Fyrir 10 árum eða svo gat ég hreinlega ekki komið auga á einn jákvæðan eiginleika hjá sjálfri mér þegar ég var beðin um að gera svipað verkefni.  Gat í mesta lagi sagð að einhverntíman hafi ég verið þetta eða þetta en trúði því þá að ég ætti enga góða kosti.  Í gegn um gífurlega sjálfsuppbyggingu og æfingu á ég ekki í neinum vandræðum með slíkar æfingar í dag og er meira að segja hætt að roðna þegar ég tel upp kosti mína.  Reyni í hinu daglega lífi að hugsa einungis í hinum góðu kostum en hugsa minna um gallana.  En þetta hefur líka kostað blóð svita og tár

Ég er jákvæð, heiðarleg, traust en get einnig verið gífurlega óþolinmóð

Dísa Dóra, 11.12.2008 kl. 13:08

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú ert frábær eigðu ljúfan dag

Langflestir eru fljótari að finna eigin galla en kosti.   Kannski myndi það breytast ef við værum duglegri að hrósa hvort öðru.  Of margir eiga erfitt með að taka hrósi.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 13:47

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svo er ég líka svakalega heppin að þekkja þig

Hrönn Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 17:37

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er jafn heppin og Hrönn

Ég lærði þessa kúnst þegar ég var að byggja mig upp í veikindum mínum.Ég hvet alla að fara í svona sjálfskoðun.Útkoman verður ...ánægðari og sjálfsöruggari manneskja.

 ég hélt það líka!!!!

Solla Guðjóns, 11.12.2008 kl. 23:46

14 Smámynd: Solla Guðjóns

 ég var að fá póst um ...ath.s ..frá Tínu ......lovjú

Solla Guðjóns, 11.12.2008 kl. 23:49

15 Smámynd: Landi

Ég er nú kannski ekki beint maður til að lýsa sjálfum mér,svo ég læt aðra um það.

En ég get samt fullyrt að ég gefst aldrei upp,ef það er kostur þá er hann kominn á blað

En ég get þó,ja held..sagt það að þú sért með þeim hjartahlýjustu persónum sem ég veit um,glaðlynd með eindæmum,dugleg og hugrekki á við allan heiminn.

Bestu kveðjur til þín og þína

Landi, 12.12.2008 kl. 10:38

16 Smámynd: JEG

Þú ert nú meiri gullmolinn kona.  Og svo biður þú ekki um lítið ....... maður á bara að galopna sig hér  fyrir alþjóð.....eða svona allt að þvi.  En hvað varðar kosti og galla er ég jú ein af þeim sem læt aðra um að dæma það ......en svona ef ég á að dæma mig sjálf ætli að ég sé ekki ......vinur vina minna.....trygg....þrjósk.....jarðbundin.....og svo þetta sem kannski er stundum erfitt að stjórna .....óþolinmóð.......get verið langrækin og þá bæði á jákvæðan hátt og neikvæðan.....   Hummm.... þetta er nú kannski ekki svo slæmt....?!

En ég hitti ungan mann í dag sem þú þekkir betur en margur annar.....hann son þinn en hann kom hér í dag til mín með manni úr Borgarnesi að sækja jólakjétið.  Elskuleg farðu nú vel með þig ....láttu ekki þrjóskuna ganga frá þér.  Knús og kossar úr sveitinni mín kæra

JEG, 12.12.2008 kl. 22:44

17 Smámynd: Inga María

hugsa oft til þín.

Er klikk.....það er jákvætt.

Raunsæ

Meina það sem ég segi

Ofmet sjálfan mig!

Inga María, 14.12.2008 kl. 01:18

18 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Frábær færsla og snilldarpæling sem kom manni virkilega til þess að hugsa!

 

Að finna fjóra kosti hjá sjálfum sér hljómar eins og fjögurþúsund...en...úffpúff...well...ég tel mig vera Jákvæða...Kraftmikla...Umburðarlynda...Þolinmóða og Hreinskilna/Heiðarlega manneskju..ha ha...náði FIMM...óvart...en vááá hvað þetta var samt erfitt!!!!

Og svo finnst mér ógó gaman að vera til!!!Það er örugglega kostur!!!!

 

Takk fyrir þessa pælingu kæra Tína!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:26

19 Smámynd: SigrúnSveitó

úff...ég skal reyna!

Jákvæð, snilldar prjónakona, traustur vinur,  umburðarlynd...

Góð pæling hjá þér, eins og alltaf. Knús, elskan mín.

SigrúnSveitó, 15.12.2008 kl. 12:18

20 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Hæ elsku Tína mín, alltaf jafn frábærar færslur og þegar maður er einn af þeim síðustu til að kommenta þá er maður næstum bara endurtekningin ein.  En þú ert alltaf jafn bjartsýn og atorkusöm, lætur sko ekkert buga þig og ert yndisleg móðir og þess vegna áttu svona yndislega grísi.  Ég ætla að svara þessu um mig á mínu bloggi því mér fannst þetta svo frábær hugmynd.  Reyndar ætla ég fyrst að segja frá ævintýraferðinni minni, en svo kemur þetta. 

Knús á alla fjölskylduna og hafið það ofboðslega gott.

Guðrún Helga Gísladóttir, 17.12.2008 kl. 18:44

21 identicon

ohhhhh gevuuuuuuuuuð búna biða eftir að fá að segja eitthvað fallegt um mig heres my chance  vúhúhúhú

mínir kostir eruuuuuuu 

að vera systir þín

að þú sért systir mín

að vera tviburi þinn

að þú sért tviburi minn

að eiga þig alltaf að 

að þú eigir mig alltaf að

að elska þig og dá

gallinn minn ( af þvi ég á bara einn ) er að ég geri minnst nema vera spurðhreint út ;)

tvíbakan þín (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband