Ég óska ykkur farsældar á komandi ári.

Ekki fann ég hjá mér dropa af orku til að skrifa hérna jólakveðju til ykkar. Og skammast ég mín pínu fyrir það.

Þess í stað sendi ég hér áramótakveðju. Megi Guð færa ykkur ró í hjarta og birtu í sálinni á árinu sem er að ganga í garð. Megi þið öðlast 365 dagar sem færir ykkur óvænta atburði, helling af gleði, dassi af reynslu en umfram allt, hlass af hamingju. Einnig vil ég þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegan stuðning og styrk sem þið veittuð mér öll á árinu sem er að líða. Mér hefur þótt mikið gott að hella úr skálum mínum hér á blogginu, og ekki hefur staðið á hvatningum, hlýju og jákvæðni frá ykkur.

Marga vini hef ég eignast hér og bind ég miklar vonir við að eignast enn fleiri, því endalaust er plássið sem ég hef fyrir nýja vini. Takk öll fyrir að vera til og ávallt til staðar.

Árið 2008 hefur svo sannarlega verið okkur hjónum viðburðaríkt en fullt af lærdómi. Eftir stöndum við sterkari og reynslunni ríkari. Og þó ég hafi nú lært mikið á árinu sem er að líða og sé á margan hátt þakklát fyrir það ................... þá held ég svei mér að ég taki mér frí frá þessum skóla á komandi ári!!!

Mín lokaorð fyrir þetta ár eru því þessi:

 

Reynslan er forréttindi þess að teljast manneskja.

Ég finn bragðið af spagettíinu.

Ég finn lyktina af hreinu lofti.

Ég finn viðareldinn hjá nágranna mínum taka kuldahrollinn úr loftinu.

Ég get elskað.

Ég finn sársauka.

Er þetta ekki yndisleg reynsla?

Og ég þakka Guði hvert augnablik og tilfinninguna fyrir þeirri lífsreynslu sem ég hef öðlast.

Ekki má ég svo klikka á molanum. Ef þú elskar lífið skaltu ekki sóa tímanum, því tíminn er það sem lífið er búið til úr. - Benjamin Franklin

 

P.s Takk fyrir afmæliskveðjurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Hva jólin eru nú ekki búin krúttan mín svo þú ert alls ekki of sein að senda óskirnar þínar til okkar   Það var nú bara gott að þú hvíldir þig í stað þess að blogga.

Vona að þú hafir náð að hvíla þig vel um jólin og haft notaleg og góð jól

Knús til þín og þinna.

PS.  Til hamingju með afmælið - vissi ekki af því annars hefði ég nú reynt að koma og knúsa þig

Dísa Dóra, 27.12.2008 kl. 14:37

2 identicon

Takk, elsku Tína mín!

Og svo sannarlega, gjörsamlega sömuleiðis!

Og - Til hamingju með afmælið!!!

Lifðu heil!

Kær kveðja, elsku vinkona

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með afmælið

Hrönn Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Einar Indriðason

Iss..... Engin jólakveðja?  Só what?  Þú varst búin að segja okkur að þið hjónin mynduð sko ... SLÖKKVA á ykkur, eftir lokun í búðinni, fyrir jólin.  Og... bara ekkert að því að "gleyma" jólakortum í svona vinnutörn!  Bara ekkert að því!  Ég vona bara að þið hafið ekki unnið yfir ykkur!

Farðu vel með þig og ykkur, og megi nýtt ár vera gott og gæfuríkt..... (ok, ok... stoppa mig núna.... áður en ég missi mig of mikið út í væmnina... þá get ég allt eins reynt að grafa upp gamla þætti af "Húsið á sléttunni", eða eins og það var þekkt heima... "grenjað á gresjunni" ....)

Ehum.....

En, semsagt... Farðu vel með þig og ykkur, og gangi allt í haginn.  Ef ykkur vantar matvinnsluvélarmaukaða steik... látið bara hana Dísu Dóru vita.  (Eða jafnvel mig.)  Og við reynum að troða þessu í ykkur, sem næringu í æð..... Hmm... Hvernig er slík næring í æð tuggin?

Og... Til hamingju með afmælið :-)

Einar Indriðason, 27.12.2008 kl. 16:28

5 Smámynd: www.zordis.com

Elsku dúllan, gleðileg jólin og takk fyrir einlæga kveðju!

Nýtt ár og nýjar leiðir sem eru allt hluti af okkar námsleið sem ég trúi að sé valið fyrirfram. Knús og jólakossar ... Lífið er vissulega yndislegt og gott svo það er víst betra að nota tímann vel.

www.zordis.com, 27.12.2008 kl. 17:18

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tek undur með kusu, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér.

Ég er á leiðinni honní, á leiðinni.  Það endar með að ég storma til þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 20:06

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

...puss og kram til þín Tína mín.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.12.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: JEG

Knús og klemm mín kæra og takk fyrir bloggvináttuna á árinu sem er að líða. 

Til hamingju með daginn enn og aftur. 

JEG, 27.12.2008 kl. 23:54

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kæra bloggvinkona, þú ert öðrum fyrirmynd.  Bjartsýni þín og lífsgleði eru okkur góð fyrirmynd.  Ég óska þér gleðilegs árs og þakka þér viðkynninguna á árinu sem er að líða.  Svo er síðbúin afmæliskveðja, ekki það að ég viti hvaða dag þú átt afmæli.  Til hamingju með afmælið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.12.2008 kl. 01:47

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góðar kveðjur til þín Tína....................þú gerir lífið betra

Hólmdís Hjartardóttir, 28.12.2008 kl. 21:35

11 Smámynd: Ragnheiður

Knús á þig eða sko...365 knús að minnsta kosti, þau verða nú að duga árið.

Ragnheiður , 28.12.2008 kl. 22:34

12 Smámynd: Heimir Tómasson

Kær kveðja elsku vinkona... knúsaðu Gunnar frá mér.

Heimir Tómasson, 29.12.2008 kl. 20:34

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Meðan ég las þessa færslu fann ég hve innilega mér þykir vænt um þig

Solla Guðjóns, 30.12.2008 kl. 12:23

14 Smámynd: Sammý

Það er komin tími til að Guð heyri bænir okkar og gefi þér heilsuhraust nýtt ár.

Sammý , 30.12.2008 kl. 13:36

15 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:24

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

kaffi á morgun?

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 21:43

17 Smámynd: Tína

Hrönn: Er að vinna til 12 krútta og kem svo. Alveg klárt sko.

Tína, 30.12.2008 kl. 21:46

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 21:50

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég hef þá muffins tilbúið ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband