Upside....... down

Í þessum skrifuðum orðum veit ég ekkert hvernig mér líður eða hvernig mér eigi að líða. Ekki gat árið nefnilega leyft sér að klárast áfallalaust hjá mér. Þess vegna ákvað ég að setjast við tölvuna og blogga (allra meina bót er mér sagt). Kannski verð ég einhverju nær á eftir. Hver veit?

Í dag tók ég nokkur skref aftur á bak að mínu mati, heilsufarslega séð. Málið er þannig vaxið að ég hef lengi kvartað við sérfræðinginn minn undan verkjum og vanlíðan, en eins og þið kannski (sum ykkar) munið að þá var ekki hlustað á mig. Ýmist hefur verið að líða yfir mig í tíma og ótíma eða ég ansi nálægt því. Hárið er allt að detta af svo eitthvað sé nefnt. Alltaf talaði sérfræðingurinn minn um að mér væri batnað en að það tæki tíma að verða almennileg aftur.

22 des kom sérfræðingurinn minn aftur úr fríi og hringdi hún í mig til að heyra hvernig ég hefði það. Eftir samtalið spurði hún hvort ég gæti komið morguninn eftir í rannsókn og svarið sem hún fékk var "fyrr frýs í helvíti". Á Þorláksmessu er brjálað að gera í búðinni og ekki séns ég hefði tíma til að fara í bæinn. Niðurstaðan varð sú að ég færi strax eftir jól eða í gær nánar tiltekið. Sama prófið var gert í gær og þegar kom í ljós að ég væri sjálf farin að framleiða kortisól aftur og það vel.

Ég fékk svo símtal í morgun frá ritara sérfræðingsins, þar sem við hjónin vorum beðin um að koma strax í dag kl 13:30. Þið getið ímyndað ykkur hvernig okkur leið. Ekki ætla ég að gera lítið úr hræðslunni sem bærði á sér. Bæði héldum við að nú væri heilaæxlið farin að gera einhvern óskunda og við blasti farmiði til Svíþjóðar. Ég hringdi strax í Sigurlínu bestu vinkonu mína og fékk hana til að koma og róa mig niður. Einnig fór ég til Sammýar vinkonu minnar og bað hana að fara með eins og eina bæn fyrir mig því ég væri hrædd. Ekki stóð á styrk vinkvenna minna. Og er ég virkilega rík að eiga þær að.

Ekki vissum við hverju við mættum búast við þegar við hittum sérfræðinginn. Hún byrjaði á að eyða miklum tíma í að útskýra og að mér fannst að réttlæta, hvers vegna hún hefði ekki hlustað á mig síðustu mánuði og verið svona hrikalega loðin í svörum. Einnig sagðist hún hafa viljað sjá með eigin augum hvernig ég líti út í dag og að ég væri ekki að ýkja með hárið. Við ókyrrðumst talsvert því ekki kom hún sér að efninu. En loksins kom það.  Niðurstaðan úr rannsókninni í gær var mjög neikvæð. S.s ég framleiði sama sem ekkert kortisól sjálf. Ekki gat hún svarað því hvers vegna niðurstaðan hefði verið svona góð síðast en ekki núna og ekki veit hún hvað er í gangi. Það hvort heilaæxlið er að gera eitthvað af sér kemur í ljós í næstu viku. Núna er ég komin aftur á byrjunarreit og þarf aftur að taka inn lyfin í 3 vikur og hitti hana næst 22 janúar. Þá verður frekari meðferð og framhald ákveðin.

Ég er mjög glöð að vita að ég var ekki að búa mér til þessa vanlíðan síðustu vikurnar og mánuði eins og hún hélt. Og ég er mjög glöð yfir því að hún sé búin að viðurkenna það. Enda hvæsti minn heittelskaði svolítið á hana og var ég mjög ánægð með það. En ég veit ekki hvernig mér líður með þessi skref til baka. Ég er þreytt á sálinni, það er það eina sem ég veit. Og ég er ekki frá því að vonleysi sé farin að segja til sín. Ég nenni þessu ekki lengur. Ég sagði við Sigurlínu á sunnudagskvöldið að niðurstaðan yrði ekki eins góð og síðast en ég bjóst ekki við svona stóru stökki.

Ég var tiltölulega nýbúin að sætta mig við hármissinn. Er núna með knallstutt hár. Þannig að ég get ýft því og þá ber minna á því í bili. Næsta skref verður að raka það allt af. Núna er ég eins og kvikmyndastjörnurnar................... ég vakna nákvæmlega eins og þegar ég fer að sofa!!! Svo þarf ég ekki að hafa áhyggjur af áramótagreiðslunni + töluverðan hársápusparnað. Nú verð ég að sætta mig við nýju fréttirnar og veit ég geri það............. á endanum. Þarf bara smá tíma.

Eins og ég hef áður sagt, að þá hlýtur Guð að hafa mikið álit á okkur hjónum fyrst hann telur okkur geta borið þetta endalaust.

 

Í stað þess að skrifa minn venjubundna mola þá langar mig að skrifa hérna örstutta bæn.

Guð. Hjálpaðu mér að viðurkenna alla þá króka sem leið mín liggur um. Hjálpaðu mér að höndla hið góða og það miður góða, sem á vegi mínum liggur.

Ég sendi ykkur öllum kveðju ljóss og kærleika. Þar til næst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj knús á þig elsku Tína

Ragnheiður , 30.12.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Dísa Dóra

æ þessar niðurstöður hefðu svo sannarlega getað verið betri.  En eins og þú segir þá er þó jákvætt í þessu að vita hvað veldur yfirliðunum og hármissinum.

Það er vel skiljanlegt að þú sért orðin þreytt á þessu og núna þarftu bara að leyfa sjálfri þér að vera ekki þessi stórkostlega sterka Tina sem þú alltaf ert, brosandi út af eyrum og virðist aldrei neitt vera að hjá.  Núna þarftu að leyfa þér að vera litla Tina sem ekki þarf að vera sterk og glöð alltaf.  Það þarf nefnilega líka að gráta af og til þó ekki sé til annars en að sýna okkur hinum að þrátt fyrir allt ertu mannleg líka en ekki ofurhetja.  Okkur þykir nefnilega ógurlega vænt um þig og ekkert minna þó þú sért BARA mannleg (þrátt fyrir að vera mannleg ofurhetja að vísu).  Það krefst nefnilega allt of mikillar orku af þér að vera alltaf ofurhetjan og svo er það bara gott fyrir okkur að sjá mannlegu Tinu af og til.  Það bara fær okkur til að elska þig enn frekar fyrir þá hetju sem þú ert 90% af tímanum - hetju sem þrátt fyrir þín miklu veikindi ert ávalt sú sem getur komið með pistla sem hvetja mann óendanlega, hetju sem þrátt fyrir allt ert óendanlega ósérhlífin og sú fyrsta til að bjóða fram hjálp ef einhver annar þarf á henni að halda.  

Elsku krúttan mín ég sendi þér risaknús og þú veist hvar mig er að finna nú sem endranær

Dísa Dóra, 30.12.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Tína

Takk Ragga mín. Tek glöð á móti knúsi. Er reyndar alltaf glöð að fá knús.............. bara aðeins meira núna

Tína, 30.12.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Tína

Æ Dísa mín .................. nú grét ég og ferlega fannst mér það gott. Takk fyrir yndislega falleg orð í minn garð. Og jú það er rétt hjá þér að það er sko meira en í góðu lagi að ég sé líka lítil stundum. Takk fyrir að vera vinkona mín elskuleg.

Tína, 30.12.2008 kl. 22:49

5 identicon

Æ, elsku hjartans Tína mín!

Ég sendi þér hérna risastórt, vestmannaeyskt, vina -og kærleiksknús

Elsku vinkona, þú ert í huga mér!

Hafðu það gott, kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Dísa sagði, af sinni alkunnu snilld, allt það sem ég hafði hugsað mér að segja...... Maður þarf nefnilega ekki alltaf að vera í "Pollýönnu- hetjuleik....." Þú ert frábær eins og þú ert ..... og þú þarft ekki að sanna það fyrir einum eða neinum......Vertu þú sjálf og leyfðu þér að líða eins og þú vilt..... ef þú vilt vera hress.... vertu þá hress..... ef þú vilt vera lítil ..... vertu þá lítil...... umfram allt haltu áfram að vera þú....... þú ert flott eins og þú ert........

Hugsa til þín kæra vina......

Fanney Björg Karlsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:13

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kæra Tína, ég finn svo til með þér

Sigrún Jónsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:19

8 Smámynd: Gunna-Polly

Dísa sagði allt sem ég hefði vljað segja en kem ekki á blað love you to píses og hey kojak hárgreiðsla er flott sko:P

Gunna-Polly, 30.12.2008 kl. 23:30

9 Smámynd: JEG

Þú er nú meiri kellingin eða skörunguurinn Tína mín.  Heljarknús úr sveitinni og mundu að þú ert mannleg........sem þýðir að þú mátt vera aum og ómöguleg.  Það er slæmt að byrgja allt inni.  Farðu svo að slaka aðeins á og gef þér tíma til að vera þú sjálf.  Lovya 

JEG, 30.12.2008 kl. 23:39

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Elsku Tína. Hún Dísa Dóra segir einmitt það sem segja þarf.

Ég bæti þér í bænir mínar, bið Guð að vera með þér og fjölskyldu þinni og ég er sannfærð að hann fylgir þér. Sendi þér stórt kærleiksknús  og mundu bara hvað þú ert yndisleg manneskja, það hefur maður sko fundið í gegnum bloggfærslurnar þínar.

Sigrún Óskars, 31.12.2008 kl. 00:04

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Elskan mín, veit ekki hvað ég get sagt. Mig langar ósegjanlega að koma og knúsa þig! Geri það fljótlega, ég LOFA!

SigrúnSveitó, 31.12.2008 kl. 00:30

12 Smámynd: www.zordis.com

Að standa í sporum annara er eitthvað sem okkur er engan vegin megnugt þangað til kallið kemur og hlutverkið er og verður okkar!

Orðin eru það eina sem ég get gefið og ég óska þess að góður guð miskunni sig yfir þig mín elskulega Tína og gefi þér ærlegt stuð til að takast á við þrautagönguna. Gangi ykkur vel og með hreina trú í hjartanu þá er ekkert sem við getum ekki sigrað!

Knús á þig elskulegust!

www.zordis.com, 31.12.2008 kl. 01:11

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki voru þetta góðar fréttir af þér kæra bloggvinkona.  En vonandi hressist þú við lyfja meðferðina, þú verður að gefa þér tíma til afslöppunar og hvíla þig.  Safna kröftum og hári vonandi, þótt að það sé sparnaður að hafa stutt hár   Ég óska þér og fjölskyldunni þinni gleðilegs árs og takk fyrir vináttuna á árinu sem er að líða.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.12.2008 kl. 01:28

14 Smámynd: Einar Indriðason

.....

Þú færð *ORKUKNÚS* frá mér núna.  Ég get voða litlu bætt við, sem er ekki búið að segja nú þegar... Dísa Dóra er eiginlega með þetta hvað best.

Þú veist að þú þarft ekki alltaf að vera Súpergirl, fyrir okkur hin.  Stundum máttu laumast inn í símklefann og breytast yfir í bara venjulega stelpu, og slaka á.  Það er alveg leyfilegt stundum.  (Alltaf, raunar, en ég veit ekki alveg hvort þú samþykkir "alltaf"... þú vonandi samþykkir "já, stundum í lagi".)

Ég ætla líka að vona... að þú vitir af okkur hérna... stundum þarf að gera eins og kettir... Sækja sér orku.  Láttu okkur vita, sem þú, (ekki sem supergirl, sem getur allt sjálf), og þú munt fá jákvæða svörun frá okkur.

*Knús* á þig.  (þetta er aukaknús, fyrra var orkuknús)

Farðu vel með þig og ykkur.

Einar Indriðason, 31.12.2008 kl. 02:27

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku stelpan mín Það er rétt sem þær segja hér fyrir ofan stelpurnar, þú þarft ekki alltaf að vera sterk, glöð og kát. Það má stundum skæla - og veistu.... stundum bara hreinlega lagast hlutirnir aðeins við það. Ég er vitaskuld ekki að segja að þú læknist við að gráta - en stundum líður manni aðeins betur á eftir.

Elska þig

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 08:43

16 identicon

Elsku Tína mín, mikið afskaplega þykir mér sárt að heyra þessar fréttir og mikið er ég reið út í lækninn fyrir að hlusta ekki! Ég þekki vel svona viðmót lækna, loðin svör eða hreint engin svör, gera lítið úr líðan manns, osfr.v.Svo þegar kemur í ljós að maður hafði rétt fyrir sér allan tíman og var ekki að gera mikið úr hlutunum, bregðast þeir við í vörn eða láta eins og þeir séu ægilega hissa! En það jákvæða er núna eða ég ætla alla vega rétt að vona að svo sé, að nú mun hún framvegis hlusta á þig, og taka mark á þér og bregðast strax við !!

 óvissan er manni verst, maður veit ekki hvað bíður manns og dagarnir líða hægt og stundum er eins og tíminn sé bara hreinlega stopp! Það er ekkert að því að líða ílla, vera lítil í sér og gráta úr sér augun á milli ef þess þarf, því þetta allt verður til þess að maður verður ennþá sterkari til að takast á við það sem bíður manns, þegar þar að kemur, því þú ert þá búin að fá að pústa og leyfa þér að ganga í gegnum allt sem þú þurfti hverju sinni! Þú þekkir þetta líka orðið það vel, og veist að erfiðu tímarnir ganga yfir, ljósið mætir þér aftur og þú verður þá enn sterkari til að takast á við það sem bíður þín !

Mikið er ég þakklát fyrir hvað þú átt góða að, það er ómetanlegt og kemur manni í gegnum sorgina og gleðst með manni í gleðinni !

Þú ert einstök manneskja elsku Tína, þó ég hafi aldrei hitt þig, að þá finn ég á blogginu hvaða karakter þú hefur að gleyma og hann er einstakur! Þú ert manneskja sem allir vilja þekkja og hafa í kringum sig! og ég veit að þú ert jafn falleg með sítt hár eða stutt hár og hvað þá snoðuð!! Ég veit að þú hefur mikla útgeislun og það er ómetanlegur kostur að hafa !

Ég hef lengi verið á leiðinni að hringja í þig, en ákvað að bíða fram yfir hátíðarnar með það, ég vissi að það var annasamur tími í búðinni hjá ykkur hjónum, og þú þurftir hvíld á milli anna. Ég hringi í þig strax eftir áramótin, veit að nú skiptir miklu að þú fáir að melta hlutina og vera með þeim sem standa þér næst. En ef þig langar að heyra í mér fyrr að þá er ég til staðar fyrir spjall dag sem nótt! ég er í síma 5176494 og 6945404, og ertu velkomin að hringja hvenær sem er!!! En ef ég verð ekki búin að heyra í þér eftir áramótin, bjalla ég á þig

þúsund knús og kossar til þín og ykkar fjölskyldunnar

Kristín (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 10:07

17 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gleðilegt ár Tína mín til þín og þinna.  Þú stendur þig ótrúlega vel í þessu öllu saman.....vonandi verður nýja árið betra í öllum skilningi.  

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 31.12.2008 kl. 12:30

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku Tínan mín,Dísa Dóra og hinir segja það sem mig langar að segja við þig.

Mín heitasta ósk núna er sú að þér batni og nýtt ár verði þér betra en árið sem er að líða og allt það góða eigi eftir að umvefja þig.

Ég vil svo þakka þér innilega fyrir brábærar stundir með  þér í gleði,gáska og alvöru á árinu sem er að líða og veit að við eigum eftir að eiga margar slíkar stundirá komandi árum.

Mér þykir ótrúlega vænt um þig. Skilaðu kveðju til Gunnars.

Solla Guðjóns, 31.12.2008 kl. 14:49

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Tína mín, mér er eiginlega orða vant, vona að ég hitti ykkur fljótlega á nýju ári og geti þá kannski gefið ykkur smá styrk. Þú ert gullmoli og við bloggvinir þínir munum gera allt til að aðstoða þig, veit ég tala fyrir munn allra.  Kærleikur og ást til ykkar allra frá Bjarna Ómar og mér

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:40

20 identicon

Bestu kveðjur til þín Tína mín og megi þetta ár (2009) færa þér og þínum gæfu. Ég hugsa fallega til þín og kveiki á kerti fyrir þig. :-)

Birna María (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:13

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér þykir undurvænt um þig duglega kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.1.2009 kl. 21:17

22 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Risaknús til þín Tína

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband