Afsökunarbeiðni og fréttir

Fyrst langar mig að biðja ykkur vini mína afsökunar á því að hafa ekki gefið mér stund í langan tíma til að kíkja á bloggin ykkar. Loforðið mitt stendur um að það standi nú allt til bóta þó að það verði ekki alveg strax. En eins og ég hef sagt að þá er bara voðalega lítil orka eftir þegar ég er búin að vinna. Vonandi verðið þið áfram þolinmóð við mig sem fyrr.

Við hjónin fórum og hittum sérfræðinginn í dag. Mér hefur farið töluvert aftur síðustu vikurnar og verð ég lögð inn næstkomandi mánudag og er gert ráð fyrir að ég verði alla vikuna. Þar verða ítarlegar rannsóknir framkvæmdar og framhaldsmeðferð ákveðin. Taugarnar eru eitthvað að gera mér lífið leitt og gera það að verkum að ég kúgast kannski allt í einu í miðri setningu. Þetta er frekar neyðarlegt og er ég farin að kvíða því að þetta gæti gerst meðan ég er að afgreiða. Ekki vildi ég láta afgreiða mig og starfsmaðurinn færi allt í einu að kúgast. Ég er heldur ekki að bregðast rétt við lyfjameðferðinni og grínaðist sérfræðingurinn með að það væri kannski réttast að skrifa kennslubók um mitt tilfelli.

Einnig vissi ég ekki lengur í hvorn fótinn ég átti að stíga og er því komin með hækju Tounge. Hana nota ég þegar ég er orðin mjög þreytt í fótleggnum. Hún fer mér sko alveg þrusuvel get ég sagt ykkur.

Við Gunnar tókum síðan mjög erfiða ákvörðun um daginn. En við erum s.s búin að ákveða að loka versluninni. Ég hef bara ekki orku í að berjast á báðum vígstöðvum, því svona rekstur er í dag afskaplega þungur og barátta á hverjum einasta degi. Ég er alveg ákveðin í að berjast og hafa betur í veikindabaslinu en til að geta það þá þarf ég á allri minni orku að halda. Og hún er bara sem stendur af mjög skornum skammti. Ástandið í þjóðfélaginu hjálpaði bara til við að taka þessa ákvörðun. Búðinni verður lokað í kringum mánaðarmótin og er rýmingarsalan í fullum gangi núna. Þetta er meðal annars ein ástæðan fyrir því að ég geti bráðum staðið við loforð mitt um að sinna ykkur bloggvinum mínum aðeins betur.

Jæja elskurnar mínar................... þetta eru fréttirnar sem stendur. Veit ekki alveg hvenær ég blogga næst en það verður vonandi fljótlega.

 

Hér er svo molinn að vanda: Í hvert sinn sem eitthvað gott hendir þig, láttu þá eitthvað gott henda einhvern annan.

 

Knús á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérnabarastaallamínadagaoghananú!!!

Elsku hjartans Tína mín!

Það sem Himnafaðirinn leggur á ykkur. Mig langar bara að segja þér, að minn hugur verður hjá þér og ég bið Guð um að gefa ykkur allan þann styrk sem mögulegt er að fá skammtaðan hjá Honum.

Og, í Guðs bænum vertu ekki að afsaka þig með það að þú sért ekki að kíkja inn á bloggin hjá okkur, ég held að við getum bögglast til að skilja það.

Hafðu það gott, elsku vinkona.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Tína, þetta eru slæmar fréttir, bæði af þér og eins rekstrinum ykkar. Fallega búðin sem þið hafið lagt svo mikla alúð í og hefur prýtt bæjarmyndina.  En heilsan er í fyrsta sæti og þið þurfið mikla orku að leggja í þá deild á næstunni heyrist mér. Gangi ykkur allt í haginn og ég mun fylgjast vel með ykkur.  Þín Ásdís 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Dísa Dóra

Elski Tina mín við skiljum öll vel að þú þarft á  þinni orku að halda fyrir þig og afsökum alveg þó þú sért ekki að nota orkuna í bloggið.

Gott að þú ert að fara í rannsóknir og vonandi finna þeir nú eitthvað töfraráð og meðal fyrir þig.  Leitt að þið ætlið að loka Blaze (missir af slíkri búð hér) en samt gott að þú fáir þar með tækifæri til að setja alla orkuna í þína baráttu.

Knús á þig elsku vinkona

Dísa Dóra, 20.1.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Ragnheiður

Hugur minn er alltaf hjá þér og veistu, það má alltaf opna aðra verslun.

Knús á þig

Ragnheiður , 20.1.2009 kl. 23:01

5 Smámynd: Gunna-Polly

  1. knús á þig elskan :) og hættu að biðjast afsökunar

Gunna-Polly, 20.1.2009 kl. 23:14

6 Smámynd: JEG

Æææjjj mín kæra.  Mikið vildi ég nú getað verið þarna og hjálpað þér enda áttu ekki að vera að basla þetta.  Þú átt að vera heima og hugsa um sjálfa þig.  Veit ekki hvort Leifur hefur tjáð þér það sem ég sagði við hann um mína hugmynd af búðinni en það heði óneitanlega verið gaman að sjá hana breytast í það.  Hugur minn er hjá þér ansi oft og mundu það ég er ekki búin að gleyma þér þó ég sjái ekki kvitt á mínu bloggi.  Væri löngu komin að knúsa þig ef ég væri ekki svona fjári langt í burtu.  Orkuknús úr sveitinni.  Luvya

JEG, 20.1.2009 kl. 23:25

7 Smámynd: Einar Indriðason

Þú færð *ORKUKNÚS* frá mér.  Ég meira segja ER í lopapeysunni, ... sömu og ég hóta Röggu stundum með.

Hmm.. ok, ok... skal leyfa þér að vera með snorkel, svo þú náir andanum í orkuknúsinu!

Einar Indriðason, 20.1.2009 kl. 23:36

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vona að ykkur gangi allt í haginn, heilsan verður að hafa forgang.    Knús í ykkar hús

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:38

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Love you honey

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:54

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku hjartnans stelpan mín ég hugsa ávallt til þín hvort sem þú bloggar,kommentar eða ekki.Þú gleimist ekki svo glatt eftir að maður er einu sinni búin að kynast þér

Rosa er ég fegin að hækjan skuli fara þér svona vel

Þegar ég kveiki á kertum er það fyrir þig og þá hvísla ég"Tína þú munt láta ljós þitt skína" Ég er feginn að þú ætlar einbeita þér að sjálfri þér.það sýnir okkur öllum hverslags járn vilja þú hefur og ég er stolt af þér.

Innilegt faðmlag til ykkar hjóna

Solla Guðjóns, 21.1.2009 kl. 08:25

11 identicon

Vona að þér gangi bara vel í þessari barráttu Christine

Anna Bogga (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:19

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Alveg er ég viss um að hækjan klæði þig vel honey.... því .... hvað klæðir ekki rós.....

en... að öllu gamni slepptu þá eru þetta alls ekki góðar fréttir.... vona bara að þú farir vel með þig það er fyrir mestu....puss och kram... upp á sænska vísu...

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.1.2009 kl. 12:33

13 Smámynd: www.zordis.com

Elsku dúllan mín, ég get sagt þér að þótt þú værir með göngugrind þá færi hún þér vel og ég er ánægð með að þið hafið tekið þessar ákvarðanir!

Tækifæri lífsins felast í þér vinkona og ég veit þú tæklar þær hindranir sem verða á veginum. Knús og kossar og mundu það að þú ert stór í sjálfri þér! KNús og kossar til þín og fjölskyldunnar.

www.zordis.com, 21.1.2009 kl. 13:56

14 Smámynd: SigrúnSveitó

Aldrei lognmolla kringum þig, elsku Tína mín. Sendi þér orkubúnt, vonandi berst það alla leið yfir fjöllin.

Knús&kærleikur, S.

SigrúnSveitó, 21.1.2009 kl. 14:53

15 Smámynd: Inga María

Hugsa oft til þín og haltu áfram að reyna að hafa þig í fyrsta sæti.

Inga María, 21.1.2009 kl. 20:34

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heillaóskaknús frá mér til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 08:51

17 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Elsku Tína mín, hugsa alltaf til þín og það breytist ekkert þrátt fyrir blogg, kvitt eða aðra hluti. Farðu nú bara mjög vel með þig, vonandi finnst töfralausnin þín í næstu viku á sjúkrahúsinu.  Bið fyrir þér elskan mín.

Guðrún Helga Gísladóttir, 22.1.2009 kl. 22:38

18 Smámynd: Sigrún Óskars

Elskuleg, mér finnst þú hugrökk og dugleg, setur þig í fyrsta sæti. Mjög gott hjá þér.

Sendi þér stórt kærleiksknús  og hef þig í bænum mínum. Molinn góður að vanda - þú getur alltaf gefið mér eitthvað í hverju bloggi.

Gangi þér vel í rannsóknunum

Sigrún Óskars, 23.1.2009 kl. 21:34

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Af því að ég sé þú ert "inni" þá langar mig að senda þér koss í hjartastað.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 11:17

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjj erum við eitthvað andlega skildar eða hvað ...ég sá líka að þú ert inni og ætlaði að koma knúsum til þín

Solla Guðjóns, 24.1.2009 kl. 23:00

21 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

!

Sendi þér bréf frá stjórnborði.

Edda Agnarsdóttir, 25.1.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband