Enn einn bloggarinn (jarðskjálftaáhrif?)

Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá er ég ein af þeim sem vakna alltaf sjálfviljug fyrir allar aldir. Gildir þá einu hvort það er virkur dagur eða helgi. Maður er náttúrulega langt frá því að vera normal!

Stundum líða margir klukkutímar áður en nokkur annar vaknar hér á þessu heimili. Hef ég því gert það að háfgerðri rútinu að fara svokallaðan bloggrúnt. Úfffff hvað mig langaði nú oft að tjá mína skoðun eða bara kvitta, en gerði bara aldrei neitt í því.

En þá gerðust undur og stórmerki. Eins og þið vitið þá skók móðir jörð Selfossbæinn allrækilega og greinilegt að fleira hristist en húsið hjá mér (s.s hausinn á mér) en ég er búsett á Selfossi. Tína ákvað s.s að prufa að stofna bloggsíðu. Svo verðum við bara að sjá hversu vel mér gengur að halda henni við Whistling

Ef þið viljið og hafið áhuga á þá getið þið skoða FULLT af eftirskjálftamyndum sem ég tók af heimilinu hér http://blaze.is/Albúm/tabid/742/Default.aspx . En þarna eru 2 albúm með myndum. Maðurinn sem ég deili skugga með (Gunnar eiginmaðurinn), Leifur elsti sonur minn (19), tengdadóttir og ég vorum fram á rauða nótt að gera bara gangfært um húsið. Daginn eftir kom elskuleg tengdamóðir mín, Jónína mágkona og dóttir mín (18) og tóku til við að þrífa með látum sameiginlega rýmið í húsinu.  Kann ég þeim sko bestu og endalausar þakkir fyrir það. Sérstaklega þar sem ég var að koma úr stórri aðgerð og það eina sem ég gat gert var að horfa á. Síðan horfði maður inn í hin herbergin í smá stund............ og lokaði svo bara hurðinni. Einhvernveginn á maður bara von á fleiri skjálftum og nennir því ekki að eiga við þetta sem stendur. Fyrstu viðbrögð yngsta sonar minns (15) eftir skjálftann þegar hann var búin að ganga úr skugga um að það væri allt í lagi með alla voru "Og ég sem þreif hérna í gær!!!". Og var sko langt frá því að vera sáttur. Ætla ég því alveg að sleppa því að tuða yfir því að hann eigi að taka til inni hjá sér.

En það er alltaf hægt að finna fyndnar og skemmtilegar hliðar á öllum aðstæðum og má ég til með að deila einni með ykkur.

Hann Gunnar minn var að hætta í sinni vinnu daginn eftir stóra skjálftann, og var hann kvaddur með virktum af vinnufélögum sínum. Þau voru sko ekki í neinum vandræðum með að finna viðeigandi kveðjugjöf get ég sagt ykkur. En þau gáfu honum honum 2 kassa af 20 stk matarstellum og límstiftiLoL. Svo urðu miklar umræður og pælingar um hvort Gunnar ætti að taka upp báða kassana strax eða bara annan og eiga hinn til vara. Hann gæti allavega límt saman brotin aftur ef út í það væri farið.

En nú ætla ég að hætta þessu blaðri í bili og kanna hvort ég finni fleiri sprungur í húsinu. En þessa dagana þá er það nýjasta áhugamálið mitt.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

hæ elskan , þetta er hrikalegt að sjá þessar myndir en gott að þið eruð heil á húfi

Gunna-Polly, 1.6.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband