1.6.2008 | 10:18
Að taka til eða ekki. Það er spurningin
"Jæja Tína mín....... það þýðir ekkert að hanga bara og horfa á draslið" hugsaði ég með mér í morgun. En svo ákvað ég að fá mér fyrst kaffi og skoða fréttirnar á mbl. Og þegar ég sá í þessari frétt að það mætti gera ráð fyrir áframhaldandi eftirskjálftum þá ákvað ég að ég ætlaði barasta að hanga áfram og horfa á draslið. Ef þið viljið þá getið þið farið á færsluna mína hér fyrir neðan þar sem ég gef upp slóð að myndaalbúmi og skoðað "eftirskjálftamyndir". Það eru nú takmörk fyrir því hversu oft maður nennir að gera sömu vorhreingerninguna get ég sagt ykkur. En ég vil taka fram að ég er einmitt búsett á Selfossi.
Meginskjálftinn var 6,3 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:43 | Facebook
Athugasemdir
Já sæll !! Veistu Tína mín, það eru til aðrar aðferðir við að tæma ísskápinn eða fá nýtt sparistell........
Vona að þetta komi allt saman fljótlega, hrikalegt að sjá myndirnar
Hvaða aðgerð varstu í ? Ertu ok ?
Knús og kreistingur
Moi
Gerða Kristjáns, 1.6.2008 kl. 12:09
Vá, það er aldeilis!!! Hrikalegt að sjá. Ég hefði getað sagt mér það þar sem á Skaganum hrikti í öllu og húsið sveiflaðist til, smá"tjón" hérna megin (myndarammi ...) hehehehhe, sem er bara fyndið þegar maður sér myndirnar þínar.
Gangi ykkur vel að taka saman. Gott að þú hefur góða hjálp!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.6.2008 kl. 12:11
Svei mér ef þetta er ekki í fyrsta skipti frá því ég hóf búskap að ég geti með hreinskilni sagt að nú eigi ég sko nóg skápapláss!! Var haldin valkvíða á háu stigi þegar kom að því að ákveða í hvaða skáp ég ætti nú að setja eina diskinn sem eftir var .
Nýrnahetta tekin og langt í land með bata. En lítum á björtu hliðarnar shall we.......... I´m still breathing
Tína, 1.6.2008 kl. 12:15
Smá viðbót við björtu hliðarnar á málunum......
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað heimilisþrifin eiga eftir að ganga fljótt og vel fyrir sig næstu vikurnar og mánuði........... Það er svo lítið eftir sem þarf að þurrka af
Tína, 1.6.2008 kl. 12:20
koddu bara í Gunnubúð við eigun pappadiska
Gunna-Polly, 1.6.2008 kl. 14:40
Nei konan mín er orðin bloggdrottning! Mjög spenntur að sjá hvernig þér reiðir af í þessum varhugaverða heimi þar sem lögmál frumskógarins gilda!!! Já eða svona næstum.
Gunnar Einarson (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 16:25
Elsku Tína mín en hvað er gaman að sjá þig hér bara með þitt eigið blogg, en ég man ekki hvort ég sagði það eða hugsaði en þegar ég sá það sem þú skrifar á síðuna hjá Blaze áttu sko alveg heima hér. Úff þvílíkar myndir, greyið mitt. En láttu þér nú fyrst og fremst batna krúttan mín. Er Gunnar komin með aðra vinnu? Ég er búin að setja líka inn fleiri myndir, vonandi líkar þér þær. Áfram Tína með blogg og annað, þú ert best!!!
Guðrún Helga Gísladóttir, 1.6.2008 kl. 19:54
Guðrún mín: Vitur maður sagði einhvern tímann "hálfnað er verk þá hafið er". Eigum við ekki bara að vera sammála þessu þegar kemur að bata mínum þó ferillinn sem eftir er verði bæði langur og strangur? Gunnar sér núna um búðina þar sem ég get það ekki lengur. Þannig að núna þegar ég er spurð um eitthvað varðandi búðina þá segist ég ekki vita neitt enda bara gift forstjóranum .
Jón Frímann: Takk fyrir svarið á þinni síðu og fyrir kommentið hér. Það er ekkert brothætt eftir heima, þannig að við hjónin skelltum í lás heima og stungum af upp í sumarbústað sem við áttum pantaðan þessa vikuna
Tína, 1.6.2008 kl. 22:56
Velkomin í bloggvinahópinn minn, myndirnar þínar segja meira en þúsund orð. Hræðilegt að missa svona innbúið sitt í náttúruhamförum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.6.2008 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.