Tveir afmælisstrákar.

Elskulegur eiginmaður minn á afmæli í dag og er því orðinn fullra 34 vetra. Út af öllu sem hefur gengið á undanfarið, þá hef ég ekki komist í að undirbúa eða gera neitt fyrir þetta tilefni Frown. En við skulum líta á björtu hliðarnar gott fólk (en þið munið að það er alltaf hægt)....... hann verður 34 ára í heilt ár. Þannig að ég hef enn tíma til að finna upp á einhverju. Þessi drengur er traustari en nokkur klettur, samviskusamur úr hófi fram, fyndinn, tuðari af guðs náð (við köllum hann stundum Tuðilíus) en umfram allt er hann besti eiginmaður sem nokkur kona getur óskað sér. Auðvitað er hann langt frá því að vera fullkominn, guði sé lof fyrir það. Það held ég að fullkomið fólk hljóti að vera leiðinlegt.

Kannist þið við það að langa stundum að segja einhverjum nákomnum hversu "innilega" vænt ykkur þykir um viðkomandi en finna samt ekki nægilega sterk orð, sérstaklega án þess að það hljómi eins og klisja? Þannig er ansi oft komið fyrir mér þegar ég horfi á eiginmann minn og það sterkasta sem ég gat fundið og komst næst því að lýsa mínum tilfinningum, var að ég er yfirmáta stolt yfir því að Gunnar er maðurinn sem ég fæ að deila skugga með.

En eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá eru afmælisstrákarnir 2. Hinn strákurinn átti afmæli 3 júní. Það vill svo til að hitt ammlisbarnið heitir LÍKA Gunnar og býr hér á móti okkur, en til aðgreiningar þá kalla ég hann "Gunnar minn hinn". Hann er maðurinn hennar Huldu vinkonu minnar og besti nágranni sem hægt er að óska sér. Alltaf sérlega bóngóður og allur af vilja gerður til að aðstoða mann ef það er í hans valdi, létta manni lundina og ávallt áhugasamur um manns hagi. Gunnarnir 2, eru tveir af sama meiði. Einu atriðin sem aðskilur þá tvo eru nokkur ár + 1 vika, og útlitið. Þegar þeir tveir fara af stað í gríninu þá er fátt sem getur bjargað manni frá sárum magaverkjum daginn eftir. Það sem þeim getur dottið í hug (og þá sérstaklega Gunnar minn hinn) og veltur upp úr þeim, er oft á tíðum með hreinum ólíkindum. Þeir eru miklir veiðifélagar, fótbolta og formúluáhugamenn. Það eina sem þeir eru reyndar sammála um þegar kemur að áhugamálunum er veiðin. En það er stundum bara því skemmtilegra að hlusta á þá 2 þrasa um hin áhugamálin sín LoL.

Tveir af sama meiði

Gunnar minn til vinstri og Gunnar minn hinn til hægri, í einni veiðiferðinni. Do I need to say more people???

 (Þar sem ég var auðvitað búin að knúsa Gunna minn hinn á hans afmælisdegi þá er eftirfarandi kveðja eingöngu ætluð Gunnari mínum. (hinn væri nefnilega vís með að snúa út úr þessu sjáið þið til)
Til hamingju með afmælið ástin mín.
P.s Bíð spennt eftir að utanlandsfarinn minn (sjá síðustu færslu) vakni svo ég geti nú fengið að heyra aðeins í honum, en ég sakna hans gríðarlega sárt. Ferðin gekk framúrskarandi vel hjá stráknum mínum. Ég mun svo segja ykkur betur frá því þegar ég er búin að heyra í honum.
Kramkveðjur í bili

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ég er ekki frá því að ég kannist við annan Gunnarinn.......

Til hamingju með afmælin

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 07:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

til lukku með eiginmanninn

Hólmdís Hjartardóttir, 10.6.2008 kl. 07:28

3 Smámynd: Tína

Hrönn: Góðan daginn krútta. Hvorn Gunnarinn kannastu við? Minn er úr flóanum, nánar tiltekið Miklholthelli.

Hólmdís: Þakka þér fyrir yndislegust.

Tína, 10.6.2008 kl. 07:36

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég kannast við hinn ;) er hann Egils?

og góðan daginn til þín líka..... 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 07:43

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Knúsaðu bóndann í tilefni dagsins, aldrei þessu vant mundi ég eftir þessu ;o)))

Kv. Gerða 

Gerða Kristjáns, 10.6.2008 kl. 07:44

6 Smámynd: Tína

Hrönn: Nei. Gunnar minn hinn heitir fullu nafni Gunnar Emil Árnason og er hefilstjóri með meiru.

Gerða: Blessuð elsku vinkona. Ég skal svo sannarlega skila kveðjunni til hans. Knús á línuna hjá þér.

Tína, 10.6.2008 kl. 07:46

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh þá þekki ég hann enn betur..

...hann er jafngamall mér! Við vorum í sama árgangi!! Af hverju mætti hann ekki á bekkjarmótið?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 11:06

8 Smámynd: Gunna-Polly

Knúsaðu Gunna þinn frá mér

Gunna-Polly, 10.6.2008 kl. 11:47

9 identicon

hey við sem erum svo heppin að vera í bullandi spánarfíling langar að kasta afmæliskveðju á ammlisbarninu... skálum í sangriu í kvöld fyrir þig ... og munum bara svei mér þá skála alveg nokkrum sinnum

knús frá Önnu, Arnþóri og hinum liðinu

Anna Bella (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 12:34

10 identicon

Elsku Gunnar, innilega til hamingju með daginn, eigðu góðan dag :)

Leifur og Sandra (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 14:18

11 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Hæ sæta mín, vá hvað það er fullt sem þú ert búin að bardúsa síðan ég kíkti á þig síðast.  En hef verið á ferðalagi en annars sleppi ég nú ekki einum degi úr að kíkja á bloggið þitt.  Til hamingju með eiginmanninn sem er meira virði en ....veit ekki hvað skal segja....ómetanlegur er líklega orðið.  Tíkin er algjör dúlla...knús kellan mín

Guðrún Helga Gísladóttir, 10.6.2008 kl. 14:24

12 Smámynd: Tiger

   Hæoghó.. til hamingju með karlinn og vonandi eigið þið ljúfan dag!

Er ekki búinn að vera mjög lánsamur með að fá gott mat á skennkinn en tveir hafa sagt að erfitt er að gera svona nema á staðnum, en skjóta á að ef skápurinn hefur verið "ekta" geti verð rokkað á bili 150þús - 350þús. en þar sem erfitt er að dæma eftir myndum geti það alveg eins hoppað hærra. Ég þekki reyndar ekki mikið til svona hluta en ég setti myndirnar á diska og skildi disk eftir á tveim stöðum svo þeir geti skoðað. Annar antiksali sem ég kannast við kemur heim 17. Júní og mun þá kíkja líka á myndirnar ef þú hefur enn ekki fengið mat á þetta.

Ótrúlegt en einn eða tveir hafa bara verið með dollaramerki í augunum og líta ekki á myndirnar nema gegn greiðslu... en ef þessir sem ég skildi eftir diska hjá hafa samband við mig þá læt ég þig heyra meira. Knús í krús..

Tiger, 10.6.2008 kl. 17:09

13 identicon

Takk ástin mín fyrir undurfögur orð :*  Ótrúlegt hvað þú getur talað fallega til manns - sem er nú ekki ónýtt!

Gunnar hinn eini sanni (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband