Óheppni eða karma? Pæling

Í þessari færslu vil ég byrja á því að þakka öllum nær og fjær fyrir veitta aðstoð og sýndan hlýhug, sérstaklega okkur til handa sem búsett erum á skjálftasvæðinu. Óteljandi eru þeir sem lögðu allt sitt í að létta öðrum lífið og töldu margir ekki eftir sér að gera það myrkrana á milli og létu sig sjálf sitja á hakanum á meðan, þrátt fyrir að hafa jafnvel orðið sjálf fyrir tjóni.   

Þið sem eruð farin að lesa bloggið hjá mér, eru líklega búin að fatta það að ég tek oft á málum með því að slá þeim upp í grín. En stundum gerast of margir hlutir á stuttum tíma og manni fallast hreinlega hendur og hvorki veit hvað segja eða gera skal. Og þess vegna fer maður að velta spurningunni fyrir sér hvort um hreina óheppni sé að ræða eða karma.

Ég hef átt við mjög slæm veikindi að stríða það sem af er ári og fór í stóran uppskurð 2 vikum fyrir stóra skjálftann. Ég ætla nú ekki að fara að tíunda hér um þessi veikindi að öðru leyti en að ég á því miður enn langt í land í átt að bata. EN hálfnað er verk þá hafið er. Ég hugga mig við það Wink.

Skjálftinn stóri reið svo yfir eins og landsmenn vita og misstum við hrikalega mikið, en sem betur fer var ekkert af þessu ómetanlegt. Margir fóru því miður verr út úr þessu en við. En það sem ég furða mig á eru óliðlegheitinsem maður hefur mætt. Fyrst var það antiksalinn, en þessi elska gjörsamlega tapaði sér fyrirvaralaust þegar ég var að falast eftir verðmati á antiksetti, vegna þess að vegna okkar hérna fyrir austan þá hefði hún núna engan tíma til að sinna sínum viðskiptavinum og var virkilega foj yfir því. Og komst ég hvorki lönd né strönd á þeim bæ.

Svo var það elsku matsmaðurinn sem kom til mín í gær!! Fólk hefur talað mikið um það hversu almennilegir þessir matsmenn séu og skilningsríkir og þar fram eftir götunum. Það gerði það að verkum að ég andaði léttar og beið róleg eftir því að röðin kæmi að okkur og á meðan ákvað ég að gera það sem í mínu valdi stæði til að létta þeim lífið. Ég lagði á mig margra klukkutíma vinnu við að skrá niður og finna út verð á hlutunum sem við eigum að fá bætt. Að sjálfsögðu er til þess ætlast og lágmark að fólk geri það og skrái í það minnsta niður hlutina, þó ekki væri nema það. Nema að ég vil meina að ég hafi lagt á mig meira en ég hefði þurft. Málið var að ég taldi að þar sem þessar elskur væru að standa í þvílíku brjálæði þessa vikurnar þá væri lágmark að gera þetta almennilega. En í því sambandi sýndi hún Hulda vinkona mín og nágranni mér gott fordæmi. Ég setti þetta allt saman skilmerkilega í excel skjal, hringdi um allar trissur til að fá verð, flokkaði þetta allt saman niður á herbergin og svona mætti lengi telja. Svo fékk hann disk með öllum tjónamyndunum á sem meðlæti. Það fyrsta sem hann spurði eftir að inn var komið var "er ekki hægt að gera bara við þetta?"og benti á antik borðstofuskenkinn (en þið getið séð myndir af því hvernig hann fór undir "tenglar"). öööööö sýnist þér það? spurði ég, en hann varð að viðurkenna að það væri að sjálfsögðu út í hött. Ekki þurfti hann að stoppa neitt lengi hjá mér þar sem ég hafði gengið þannig frá hlutunum að þess þurfti ekki.

En ekki er öll sagan sögð. Málið var að á sumum hlutum vissi ég ekki verðið, samanber borðstofusettið eða stóru bókahilluna/hillusamstæðuna. Einnig hélt ég að tryggingafélög væru bara með standart tjónaverð fyrir þvottavélar og þessháttar heimilistæki. Jæja ekki kvartaði hann nú mikið yfir því og sagðist ætla bara að kanna málið og finna út úr þessu, og var í rauninni hinn almennilegasti. Svo komst ég að því í morgun hjá henni Lindu minni sem vinnur hjá mínu tryggingafélagi hér á Selfossi, að svoleiðis virkaði þetta ekki, þar sem verðmunur á svona tækjum og búnaði gæti munað jafnvel um tugi þúsunda og væri þess vegna leitast eftir því að finna verð á öðru sambærilegu og fyrir var. Þetta meikaði algjörlega sens í mínum huga. Fór ég þess vegna heim og ákvað nú að bretta upp ermar og klára þetta sem eftir var af listanum, hringjandi aftur um allt til að fá verð. Þar fóru nokkrir klukkutímar sem ég taldi engan veginn eftir mér. Síðan hringi ég voða ánægð í matsmanninn til að láta hann vita að ég hefði klárað þetta (var eins og stoltur smákrakki) og spurði hvort hann vildi ekki að ég sendi honum uppfærða listann. Áður mér brá, en þarna vissi ég ekki hvort ég hefði bara misst af einhverju eða hvað. Maðurinn var svo fúll og að mínu mati með attitude. Nei hann vildi sko ekki fá þennan lista "byrjaðu bara að telja þetta upp".Jújú allt í fína hugsaði ég og byrja að telja upp, en svo segi ég við hann að þetta séu nú þó nokkrir hlutir og hvort hann sé nú alveg öruggur á því að ég eigi ekki bara að senda þetta á hann. Þá dæsti hann og samþykkti loks að ég gerði það, því hann myndi hvort eð er senda þetta beint frá sér. En ég var því miður (hans vegna og mín) ekki alveg búin með spurningarnar, því svo spurði ég hann hvernig og hvað yrði gert varðandi hillusamstæðuna sem væri mikið skemmt. Þá sagði hann "það er bara ekki okkar stefna að borga fyrir svona hluti, heldur látum við bara gera við þetta!". Þarna var mér allri lokið Crying Hann var greinilega orðinn ansi pirraður greyið. Ég skil vel og átta mig á því að þessir matsaðilar séu bæði þreyttir, gott ef ekki útkeyrðir og pirraðir. En almáttugur............ það er ég líka! Kannski hljómaði þetta allt saman verr en raun var. Kannski er ég að gera of mikið úr þessu og er að láta einhverja viðkvæmni hlaupa með mig í gönur. En þarna gat ég bara ekki meira. Enda sagði ég þeim hjá tryggingafélaginu að mín vegna væri það í lagi að gera við þetta, en þeir mættu Í þá koma og tæma út úr samstæðunni, fara með hana  til Reykjavíkur, setja í viðgerð, koma með hana til baka og raða í hana aftur, því ég ætlaði EKKI að gera það. Nú væri ég búin að fá nóg.

Jæja gott fólk.......... nú er ég rækilega búin að pústa frá mér. Ef einhver hefur nennt að lesa allt þetta raus þá skil ég ekkert í ykkur en þakka fyrir mig, því það var alveg svakalega gott að koma þessu frá mér, I must say.

Elsku hjartans Tigercopper minn: Ég setti 180 þús á settið og verð svo bara að vona að þeir hjá tryggingafélaginu leiðrétti það ef það reynist vera of lágt. En eins og fyrr segir í þessari færslu, að þá er ég bara búin að fá nóg og vil bara klára þetta. Þakka þér enn of aftur fyrir ómetanlega hjálp vinur minn. 

En ég lofa ykkur því að gera þetta ekki að vana, þ.e.a.s að væla og kvarta svona.

Knús á línuna krúslurnar mínar og farið vel með ykkur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj stundum þarf bara að pústa.... ústa

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Gunna-Polly

ég las þetta allt og skil vel að þú sért pirruð á þessum kerfisköllum , knús á þig

ps.sendu mér gsm nr þitt í email pollyanna@islandia.is

Gunna-Polly, 10.6.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er búin að lesa alla færsluna hjá þér og skil pirring þinn, hjá hvaða félagi tryggir þú???sá sem kom til okkar var yndislegur, maður gæti ekki hugsað sér betri þjónustu.  Vona að allt gangi vel .

Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bloggið er frábær staður til þess að fá smá útrás, um leið og maður ýtir á senda fara áhyggjurnar   allavega svona hérumbil.  Það hefur létt mér lífið undanfarna mánuði að blogga, til dæmis þegar ég loksins sagði frá misnotkun sem ég varð fyrir sem barn, ég fékk frábæran stuðning frá mínum bloggvinum.   http://huxa.blog.is/blog/huxa/entry/514985/#comments  Þú getur lesið þetta þarna, ef þú nennir.  Allir voru svo frábærir.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2008 kl. 01:40

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

ooh broskarlarnir mínir komu ekki sá fyrri er  og sá seinni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband