19.6.2008 | 07:26
Þakklæti frá litlu frekjunni
Mig langar að þakka öllum sem hafa aðstoðað mig undanfarið við allt sem mér hefur dottið í hug að vilja gera, og þá sérstaklega honum Sigga Þór. Hans hjálp og þolinmæði hafa verið og eru mér ómetanleg.
Einn af mínum verstu göllum gæti verið sá hvernig allt á að gerast núna en ekki seinna þegar ákvörðun hefur verið tekin. Get ég orðið pirruð og beinlínis leiðinleg ef hlutirnir gerast ekki nógu hratt. En ég reyni að bæta mig á því sviði þó það gangi nú ekki alltaf vel.
Við Gunnar höfum sjaldnast farið á sama hraða. Meðan ég er svona "núna" manneskja, þá er hann meira "ekkert liggur á" maður. Þetta hefur orðið til þess að hlutirnir gerast oftast hjá okkur þá á réttum hraða því við endum yfirleitt á því að fara milliveginn.
Þessa dagana hefur litla frekjan ég haft yfirhöndina hvað varðar vinnuhraða. Ég vildi klára hlutina sem fyrst og engar refjar. Ég gat bara einhvern veginn ekki beðið eftir því að lífið kæmist aftur í fastar skorður og héldi áfram sinn vanagang eftir allt sem á undan er gengið. Mér fannst að eina leiðin til þess að ná því og ná að slaka á, væri s.s að klára þessar "make over" framkvæmdir sem við höfðum ráðist í. Ég hafði 1000 ástæður og rök fyrir því af hverju þetta ætti að klárast sem allra allra fyrst. Því miður bitnaði þetta á þeim sem voru að rétta mér hjálparhönd. Kom út eins og ég væri vanþakklátt ofdekrað barn ef þetta gekk ekki nógu vel. Fyrir það skammast ég mín. Þegar hin vildu slaka aðeins á, þá hélt ég bara áfram í stað þess að slaka örlítið á. Þetta gerði það að verkum að hinir höfðu móral yfir því að setjast niður. Það er ekki fyrr en núna þegar ég slaka á og er orðin örþreytt sem ég fatta hvernig framkoma mín var. Það er reyndar ekki allt búið enn, en ég ætla að hlusta á manninn minn og aðra í kringum mig og slaka aðeins á. Jafnframt að gefa þá öðrum svigrúm til að anda.
Kolla mín fór með mig til Reykjavíkur í gær, þar sem ég gat þá verslað gardínur, lampaskerma og fleira dót í stað þess sem eyðilagðist í skjálftanum. Þessi elska þekkir mig orðið ansi vel og vissi að ég myndi fara í það strax um kvöldið að sauma þessar gardínur og að ég myndi ekki hætta fyrr en ég væri búin. Þess vegna bauðst hún til þess að koma og hjálpa mér við þetta. Þannig yrði þetta fyrr búið.
Eftir kvöldmatinn mætti Siggi vinur minn aftur, tilbúin í að halda áfram að mála. Leifur minn og Sandra tengdadóttir mín birtust líka allt í einu. Og það er óhætt að segja að allt hafi farið á fullt. Gunnar minn og Siggi héldu áfram að mála. Kolla, Sandra, Agnes dóttir mín og ég fórum að vinna í gardínunum. Sandra og Agnes klipptu efnið til, ég saumaði, Kolla setti hjólin á og svo setti Leifur gardínurnar upp. Þetta var eins og verksmiðja hérna, enda skotgekk þetta.
Ég tók nokkrar myndir til að sýna ykkur. Þið getið séð þær í "myndaalbúmunum". En mikið leið mér samt vel að labba hérna um húsið eftir að við vorum búin að taka til! En ég lofa að klára rest hægt og rólega, á réttum hraða og frekjulaust.
Hér er svo moli dagsins: Nú, þegar hann er liðinn, hvað gerðir þú í gærdag sem er þess vert að minnast á?
Athugasemdir
Vá!!!! Enginn smá munur eftir að nýju gardínurnar komu upp. Líka flott að sjá spegilinn og hillurnar komnar á sinn stað, lítur allt rosalega vel út. Kíki pott þétt á þig næst þegar ég kem á Selfoss... hvenær sem það verður :S Bið að heilsa Gunna.
Marta (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:10
Til hamingju með Kvenréttindadag Íslands!
Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 15:01
Þetta er engin smá munur að sjá þesar myndir og frá því þegar við vorum hjá þér um dagin.
þessa dagana er marianna í köben og ég er bara einn heima að dúlla mér í århus
vona að hlutornir gangi sem best hjá þér og gunnari. og líka gaman hvað þú ert dugleg við að skrifa hérna annað en við
Bestu kveðjur frá okkur
Grétar (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 15:04
Marta mín: Já þetta er sko þvílíkur munur! Og ekkert smá gott að finna að lífið er að komast smátt og smátt í eins fastar skorður og mögulegt er. Hlakka til að sjá þig aftur krútta og ég skila kveðjunni.
Edda bloggvinkona mín: Takk fyrir það sömuleiðis
Grétar sjaldséði fuglinn minn: Gaman að fá kvitt frá þér hérna!!!! Maður verður nú að leyfa ykkur þarna í útlandinu að fylgjast með því hversu spennandi lífi maður nú lifir hérna . Knúsaðu svo hinn helminginn þinn fyrir mig. Kram og knúskveðjur á ykkur elskurnar mínar.
Tína, 19.6.2008 kl. 15:22
Sæl Tina mín, gaman að sjá að allt skotgengur svona. Ég skil það vel að hugurinn ber mann hálfa leið, skrokkurinn verður bara að fylgja á eftir.... he he. Góð mynd af Gunnari mági mínum þarna fyrir neðan. Bið að heilsa í Hagana héðan frá Alaska.
Heimir Tómasson, 20.6.2008 kl. 00:38
Flott mynd af saumaklúbbnum þínum. Þið virðist allar vera niðursokknar í vinnuna við gardínurnar þínar. Vonandi getur þú núna tekið því rólega og slappað af Það er gott að eiga svona góða að
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.6.2008 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.