21.6.2008 | 06:19
Móðir?
Hér sit ég og hugsa um börnin mín 5 og hugsa um það hvað í ósköpunum fær foreldri til að meiða barnið sitt, Hvað þá viljandi og á svo hrottalegan hátt. Það vona ég að þessi drengur og hin börnin sem svona er ástatt um, fái góða hjálp og jafni sig á sálinni. Nú þegar heyrist of mikið af svona fréttum um misnotkun á börnum, við getum rétt ímyndað okkur hversu margar sögur við heyrum ekki af. Notum tækifærið og knúsum okkar eigin börn aðeins meira. Aldrei hægt að gera of mikið af því held ég.
Hér er svo moli dagsins: Gerðu ætíð það sem rétt er. Það gleður einhvern og verður öllum hinum undrunarefni.
Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
sorglegra en tárum taki
Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 13:06
Þetta er hræðilega langt gengin geðveiki!
Edda Agnarsdóttir, 21.6.2008 kl. 20:57
Alveg með ólíkindum hvað fólk getur verið miklar skepnur enda hefur alltaf verið sagt að maðurinn er versta rándýrið. Vonandi fær móðirnin viðeigandi refsingu. Eins er alveg svakalegt hvað fólk er sofandi gagnvart svona í kringum sig.
En að öðru ég rak hér inn nefið af öðru bloggi og þegar ég las prófílinn þinn sá ég að við þekkjum sömu manneskjuna. Já nefnilega hana Söndru sem er kærastan hans Leifs þíns. En pabbi hannar (fóstri) er náfrændi mannsins míns. Þessi heimur er svooooo lítill.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 21.6.2008 kl. 21:41
Þessi móðir á ekki skilið að kallast móðir, hún hefur fyrirgert rétti sínum að kalla sig móður. Mér leið illa bara af því að lesa fréttina, um það hvernig hún fór með son sinn. Ég vona bara að barnið lendi hjá fólki sem lætur sér þykja vænt um barnið og reynist honum vel.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.6.2008 kl. 01:56
Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
Tengdadóttirin (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 00:04
Fólk sem gerir börnum - og dýrum - illt - er ekki með neitt hjarta. Hvernig getur fullorðin manneskja lagst svo lágt að meiða lítið barn - og hvað þá eigið barn? Skelfilegt að vita af því að það eru til svona manneskjur - en um að gera að láta sig málin varða ef maður einhvern tíman lendir í að sjá eitthvað þessu líkt. Það fer hrollur um mann yfir mannvonskunni sem stundum birtist í fólki.
En, knús til þín mín kæra og eigðu ljúfa viku framundan..
Tiger, 23.6.2008 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.