Fólk í dómarasæti

Ég var nú alveg ákveðin í því að tjá mig ekkert um þetta hundamál. En ég hef verið að lesa athugasemdir sem sumir bloggarar hafa skilið eftir varðandi þetta hundamál allt og gat bara ekki orða bundist lengur.

Mikið afskaplega finn ég til með þessu fólki sem telur sig geta sett sig í sæti dómarans. Enda dettur mér ekki til hugar að fara að pirrast eða vera reið út í þau, því þau hljóta að eiga mikið bágt sjálf og við einhverskonar leiða að stríða. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að hringja í lögregluna til að skammast í þá fyrir að afhenda hvolpinn aftur til eiganda síns! Að mínu mati eru það þessir sjálfskipuðu dómarar sem gera heiminn örlítið verri en hann er, þ.e.a.s fólkið sem hengir bakara fyrir smið. Minnumst Lúkasarmálsins og hvernig það fór.

Væri ekki tímanum betur varið í að fagna því að hvolpurinn fannst á lífi? Notum orkuna sem við öll búum yfir í jákvæða hluti og hugsanir. Bæði mun okkur líða miklu betur sjálf og heimurinn getur þá ekki annað en batnað fyrir vikið.

Það er ekkert að því að tjá sig um málefni og fréttir svo fremi sem ALLAR staðreyndir séu á hreinu. Ekki er það mitt mál hvort eigandinn sé sekur eða saklaus, því ég veit akkúrat ekkert um það. Sá sem þetta gerði verður bara að eiga við sína eigin samvisku.

Eitt veit ég, og það er að ég á hérna 12 vikna gamlan hvolp................ og mikið rosalega getur hún verið snögg að hlaupa og láta sig hverfa ef litið er af henni í augnablik!!!

Elskum friðinn, hann fer svo miklu betur með sálartetrið í okkur.

Moli dagsins hljómar því svo að þessu sinni: Dæmdu aldrei í reiði. Reiðin líður hjá en dómurinn stendur eftir.


mbl.is Eigandinn saklaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er mjúkt, dómarasætið.

Netverji (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 08:45

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður pistill hjá þér

Hólmdís Hjartardóttir, 25.6.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Lúkas all over again.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott hjá þér Tína mín, miklu betra að gleðjast heldur en að argast yfir því liðna.  Takk fyrir allar góðar kveðjur.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 12:27

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Góður pistill hjá þér Tina mín. Skilaðu kveðju til Gunnars frá mér.

Heimir Tómasson, 25.6.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband