26.6.2008 | 06:56
Fyrirmynd mín hann pabbi og börnin mín
Hann elsku pabbi minn á afmæli í dag. Þessi elska er með þvílíkt jafnaðargeð og er svo rólegur að það hálfa væri allt of mikill hægagangur fyrir mig. Það er stundum talað um að blóðið hreyfist ekki í fólki........... well hjá honum er staðreyndin sú að hann er svo rólegur að blóðið bakkar! Hann reyndar fyllir flokki Tuðilíusa ásamt elskunni minni hann Gunnar. En ég segi þetta kannski bara vegna þess að ég er svo hrikalega ofvirk og mikill tuðari sjálf, að ég yrði líklega bara að deyja úr einsemd ef ég myndi ekki sópa saman fólki í þessum flokki með mér. But who am I to tell . Pabbi minn er búsettur í Stykkishólmi og sé ég hann því allt of sjaldan sem er miður, því hann er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki og fróðleiksmoli í gegn, og með hjarta úr hreinu gulli. Til hamingju með daginn elsku pabbi minn
Ég má síðan til með að deila með ykkur smásögu af strákunum mínum Óla og Valda sem mér finnst frekar fyndin. En við fórum í gærkvöldi í bústað til Gunnars míns hins og Huldu vinkonu og á heimleiðinni hljóp einhver fjandans púki í Valda sem ákvað að reyna af fremsta megna að pirra bróður sinn með því að tala endalaust. Því fór af stað sagan endalausa og hef ég aldrei fyrr á ævinni heyrt aðra eins vitleysu (enda skiptu staðreyndir þar engu máli). Meðal annars þá stökk hann upp, upp, upp (orðið endurtekið minnst 20 x) í geiminn og hrapaði þaðan niður í Suðurskautið og svona fram eftir götunum. Óli sat þarna pollrólegur og horfði bara út um gluggann og sagði ekki orð. Greinilega ákveðinn í að láta Valda ekki takast áætlunarverk sitt. Það endaði með því að okkur hjónunum þótti orðið nóg um (eftir 20 mín langa "sögu") og stoppuðum söguna. En þá heyrist eftirfarandi:
Valdi: Þetta var reyndar leiðinleg saga, en góð fyrir litla krakka þar sem þau myndu bara sofna úr leiðindum.
Óli: Ó nei góði minn, ég get nefnilega sagt þér það að þau væru lööööngu búin að drepa þig!!
En þessar elskur eru svo sannarlega með hjarta úr gulli líka. Þannig var nefnilega um daginn að ég var að setja í þvottavél, sem er ekki í frásögu færandi, nema hvað þegar ég er að fara að stinga buxum af Valda í vélina þá finn ég farsímann hans í vasanum. Ég kallaði á hann og sagði honum að hann yrði nú að fara í gegnum vasana áður en hann setti fötin sín í körfuna. Síðan sagði ég börnunum að ef ég fyndi pening í vösunum hjá þeim við þvottaiðju mína að þá myndi ég hirða þá og setja í sparibaukinn sem ég er með inn í þvottahúsi, og fyrir þann pening myndi ég á endanum kaupa eitthvað fallegt handa mér. Þá heyrist í Valda eftir að hafa fengið að sjá baukinn minn "þá er víst best að fara að skilja einhverjar krónur eftir í vösunum" og var Kristján honum innilega sammála með það. Er hægt að biðja um meira þegar maður á svona börn?
Eigið þið ljúfan dag elskurnar mínar.
Ekki get ég svo klikkað á mola dagsins! En hann er að þessu sinni svohljóðandi: Ást verður til að fegra athafnir fjölskyldunnar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:00 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með pabba þinn og lífið!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 08:21
Til hamingju með pabba þinn og alla hina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 08:24
Hólmdís Hjartardóttir, 26.6.2008 kl. 11:24
til lukku með pabba þinn
Gunna-Polly, 26.6.2008 kl. 13:43
Innilegar haminjguóskir með hann föður þinn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.6.2008 kl. 17:48
Tína mín - til hamingju með hann föður þinn!
Er pabbi þinn Hólmari eða aðfluttur?
Edda Agnarsdóttir, 26.6.2008 kl. 20:09
Innilega til hamingju með pabba þinn Tína mín og kær kveðja á alla gullmolana þína. Þú ert heppinn með hópinn þinn.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 20:28
til hamingju með pabba þinn
Jóna Salvör Kristinsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:11
Hjartans hamingjuóskir á Pabba þinn mín kæra. Hann er flottur kallinn - og virðist hann sannarlega vera fróður, enda svolítið prófessorslegur að sjá. Oft finnst mér einmitt þeir sem eru hve rólegastir - vera mestu fróðmolagjafarnir, og hann er örugglega einn af þeim.
Endalaust flottir ungu kapparnir þínir, svo spaugilegir að það hálfa myndi duga. Þeir eru fallega þenkjandi - sem sýnir fallegt og ástúðlegt uppeldi þitt á þeim. Þannig að hvað gæti maður beðið um meira - en yndislega móður sem elur upp af sér slíka gullmola sem þá? Knús á þig mikla stúlkukind og eigðu ljúfa nótt sem og yndislega helgi framundan!
Tiger, 27.6.2008 kl. 02:15
Takk öll fyrir yndislegar kveðjur.
Edda mín: Hann er aðfluttur þessi elska. Við fluttum í Hólminn 1983 eða 1984, man ekki nákvæmlega hvort árið það var.
Tína, 27.6.2008 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.