Jarðskjálfti í Svíþjóð og veikur drengur.

Ég er enn í vinnunni enda opið til 22 hjá okkur. En þar sem það er frekar rólegt sem stendur, þá ákvað ég að skella inn örstutta færslu.

Kolla sem hefur verið dyggur og traustur starfsmaður hjá okkur en þó umfram allt góð vinkona, er hætt störfum skv. læknisráði. Það þýðir að vísu að nú þurfum við Gunnar að standa allar vaktir fram á aðfangadag, en við ráðum við það. Á móti kemur að ég er búin að biðja fólk að hringja EKKI í okkur á aðfangadagskvöld, því þá verðum við sofandi!!!! Við hjónin verðum 2 ein þá og þurfum því ekki að stressa okkur yfir einhverri steik eða neitt svoleiðis. Enda ekki dropi af orku sem verður eftir þá.

Dísa Dóra vinkona mín, var svo falleg í sér að þegar hún heyrði þetta þá stóð ekki lengi á heimboði í steik til þeirra hjóna á aðfangadagskvöld. En eins og ég sagði við hana, að eftir að við verðum komin heim og farin að slaka örlítið á, þá verður ekkert minna en jarðskjálfti 7 á richter sem mun geta hrist okkur út úr húsi.

Ég þurfti svo að fara með hann Kristján minn á sjúkrahúsið í dag og líklega er hann með botnlangabólgu. Við vorum samt send heim aftur en hann á að koma strax ef hann versnar eitthvað. Annars ekki fyrr en kl 8 í fyrramálið. Ég vona að bara sé um slæma magakveisu að ræða, en annars verður bara að taka á því eins og öðru.

Svo rétt í lokin þá mátti ég til með að segja ykkur frá því að við eigum viðskipti við Svíþjóð, og einn sölumaðurinn þarna úti sendir okkur póst, þar sem hann segir frá skjálftanum upp á 4,7. Sá fyrsti í yfir 100 ár og að skaðinn hafi verið mikill. Því til sönnunar sendi hann okkur mynd. Við Gunnar vorum alveg miður okkur og vissum ekki hverju við ættum að búast að við. Við höfum sjaldan hlegið eins mikið og þegar við sáum myndina. Hér sjáið þið hana.

DAMAGE2 

Megum samt ekki gera grín að þessu. Kannski upplifðu þau þetta á hræðilegan hátt.

 

Jæja elskurnar mínar. Ég reyni svo að fara rúnt um bloggin ykkar um leið og tækifæri gefst. Got to go.

 

Molinn: Finni maður ekki frið í sálu sinni er vonlaust að leita hans annars staðar. - La Rochefoucauld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Jæja loksins næ ég að vera fyrst til að koma með athugasemd á bloggið þitt, er búin að láta mig dreyma um það lengi ahhaha. Æi greyið Kristján minn, vona að þetta sé bara slæm magakveisa eins og þú segir og hann bíði með botnlangan fram yfir verstu jólaörtröðina.  En mér fannst fínt eftir á að vera laus við botnlangan. Fyrst að starfsmaðurinn þinn er farin viltu þá gera það fyrir mig að fara vel með þig, ég þekki þig og þú ert ekkert rosalega sérhlífinn.  En bið samt fyrir því að salan verði góð án þess að þú ofgerir þér. 

Knús á alla fjölskylduna, söknum ykkar, jólakossar.

Guðrún Helga Gísladóttir, 17.12.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: www.zordis.com

Farðu varlega mín kæra í jólaösinni. Þú ert það mikilvægasta í þessu lífi!!

Mikið er Dísa Dóra ljúf og blíð en ég skil þig vel að vilja bara kúra i kallinn og njóta friðar heimlis ykkar.

www.zordis.com, 17.12.2008 kl. 21:50

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dúlla!

Vona að Kristján jafni sig! Og um leið og ég vona að það verði fullt að gera í búðinni hjá þér vona ég svo sannarlega líka að þú passir að ofgera þér ekki! 

Hrönn Sigurðardóttir, 17.12.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Dísa Dóra

Boðið stendur sko og ef þið verðið vakandi er bara að hoppa inn og diskar verða settir á borðið   Maturinn verður allavega meira en nægur fyrir 10 manns eins og mér einni er lagið haha.

Leitt að Kristján er með botnlangabólgu en vonandi lagast það fljótt og vel og hann verður orðinn góður fyrir jól.

Segi það enn og aftur að þú þarft að passa þig að ofgera þér ekki elsku vinkona - þekki þína ósérhlífni.

Knús til þín og þinna

Dísa Dóra, 17.12.2008 kl. 22:20

5 identicon

Tek undir með þessum yndislegu konum hér fyrir ofan!

Passaðu upp á sjálfa þig - þú ert dýrmæt!!! 

Kær kveðja og knús

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Ragnheiður

Farðu varlega með þig mín kæra..Dísa Dóra er alger snillingur, þvílík vinkona...

Ragnheiður , 17.12.2008 kl. 22:39

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 23:52

8 Smámynd: JEG

Viltu gjöra svo vel að fara vel með þig mín kæra.  Og mikið áttu ljúfa vinkonu en ég skil þig vel að vilja bara vera heima og slaka á en........það eru jól.  Knús og klemm úr sveitinni mín kæra og enn og aftur passaðu þig annars kemur Grýla bara og tekur í rassgatið á þér

JEG, 18.12.2008 kl. 00:35

9 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... Ég er með hugmynd.  Fáðu Dísu Dóru til að setja steikina í matvinnsluvél.  Þá getið þið sprautað jólasteikinni bara beint í æð!

Einar Indriðason, 18.12.2008 kl. 01:06

10 Smámynd: Einar Indriðason

Já, og ... SVAKALEG áhrif sem skjálftinn hafði!!!!!!  Er búið að rannsaka skemmdir á garðstólnum?  Er hann ... tjónaður?  Fá þau nýjan garðstól?  Verður hann í sama lit?  Munu þau segja barnabörnunum söguna af því "þegar skjálftinn mikli reið yfir", og ... "við eigum enn garðstólinn sem datt... hann var settur á safn"

Einar Indriðason, 18.12.2008 kl. 01:08

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er hryllilegt tjónið hjá svíanum   Ég hló nú líka þegar ég sá myndina.  Þú ert heppin að eiga svona góða vinkonu sem býður ykkur í jólamatinn til sín.  Vonandi var þetta bara magapest í stráknum ykkar, mín yngsta fékk magapest um daginn og ég þaut með hana til læknis vegna gruns um botnlangabólgu.  Sem betur fer var það bara pest í minni.  Moli dagsins er algjör gullmoli, takk fyrir hann   Reyndu nú að fara vel með þig Tína mín. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.12.2008 kl. 01:16

12 Smámynd: Tína

Takk öll fyrir kommentin. Og já ég skal fara eins vel með mig og hægt er. En svo hvíli ég mig milli jóla og nýárs. Hvað Kristjáni varðar þá svaf hann eins og steinn í alla nótt. Þess vegna held ég að þetta hafi verið magakveisa en ekki botnlangabólga. Tíminn mun víst leiða það í ljós.

Knús á ykkur

Tína, 18.12.2008 kl. 07:26

13 Smámynd: Landi

Það er ekki af ykkur hjónakornum skafið,vera með opið til 10 á hverju kvöldi fyrir jól..ja þetta er kallað að vera með góða þjónustu

Megi Guð og lukka vera með  honum Kristjáni,og að hann fái nú að vera laus við við eitthvað vesen inná spítala fyrir jólin..

Ég ætla nú ekki að hafa mörg orð um þennan stól og þennan jarðskjálfta,en ég vona bara að sálarlífið hafi ekki orðið fyrir skemmdum hjá þeim er þau sáu stólinn

Knús á þig vinkona... 

Ég lofa að "hringja" á aðfangadagskvöld svona um 10 leitið ...OK

Bara að grínast

Landi, 18.12.2008 kl. 09:06

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahah Einar góður!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2008 kl. 09:42

15 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha já ég skal bara mauka matinn og koma með hann í sprautuformi

Gleymdi að kommenta á skjálftann.  Skil reyndar að Svíanum sé brugðið þar sem að skjálftar eru barasta nær óþekkt fyrirbæri þarna og þessi skjálfti því MJÖG stór á þeirra mælikvarða.  Sennilega mundi hjarta mitt hoppa vel í slíkum skjálfta þar sem það er ekki enn búið að jafna sig eftir stóru skjálftana okkar

Dísa Dóra, 18.12.2008 kl. 10:17

16 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eru garðstólarnir í Svíþjóð tryggðir?

Farðu vel með þig ljúfust.

Hólmdís Hjartardóttir, 18.12.2008 kl. 11:05

17 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 18.12.2008 kl. 12:08

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Klessuknúsá þig.Vonandi lagast peyjinn..

Ég veit það þíðir ekkert að segja farðu vel með þig.....svo ég kem bara bráðum að knúsa þig.

Solla Guðjóns, 18.12.2008 kl. 23:09

19 Smámynd: Sigrún Óskars

ó mæ god - þvílíkt tjón í Svíþjóð - gat ekki annað en hlegið líka af myndinni      

Gangi þér vel í jólaösinni - þú ert algjör gullmoli  sendi þér knús austur yfir heiði

Sigrún Óskars, 20.12.2008 kl. 20:08

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær þjónusta sem þið veitið viðskiptavinum ykkar! Mér heyrðist líka á viðtali við einhvern úr þinni heimabyggð að salan hafi aukist frá í fyrra - allir að versla í heimabyggð!

Gangi þér vel með þig og soninn.

Edda Agnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 12:13

21 Smámynd: Gunna-Polly

Gleðileg jól elsku krúsidúllurar mínar :)

Gunna-Polly, 23.12.2008 kl. 14:41

22 identicon

Gleðileg jól til handa ykkur hjónum og farið vel hvort með annað

Anna Bogga (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 15:33

23 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gleðileg jól og bestu nýárs- óskir til þín og þinna. Vonandi verður nýja árið gæfuríkt og heilsan þín eins og best verður á kosið ....og ég set puttana í kross,það er góðs viti.

Enn og aftur....Gleðileg jól og flott og gæfuríkt komandi ár. Sóldís Fjóla

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.12.2008 kl. 11:37

24 Smámynd: Tiger

Gleðilega hátíð elsku Tína mín! Sendi þér og öllum þínum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári! Bið guð og alla góða vætti um að gæta þín og fylgjast með þér á nýju ári sem er að nálgast hratt. Vonandi nærð þú að hvíla þig vel um jólin eftir alla jólaösina - og láttu nú dekra við þig skottið mitt .. knús og kram á þig og alla þína Tína mín!

Tiger, 24.12.2008 kl. 20:32

25 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðileg jól, elsku Tina :) Knús...

SigrúnSveitó, 25.12.2008 kl. 00:02

26 Smámynd: Sigrún Óskars

Vona að þú hafir haft það gott yfir hátíðina og náð að hvíla þig

 En Tína, til hamingju með afmælið elskuleg - er það ekki í dag annars? Stórt jólaknús yfir heiðina til þín og fjölskyldu þinnar  

Sigrún Óskars, 27.12.2008 kl. 10:48

27 identicon

Tíl hamingju með afmælið vinkona knús og kram á þig

Sigurlín (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband