Draumur

Getur einhver ráðið fyrir mig drauminn sem mig dreymdi í nótt? Mig dreymdi að ég væri að ganga inn í húsið mitt og húslykillinn sem ég hélt á í hendinni, brotnaði um leið og ég gekk inn. Lengri var þessi draumur nú ekki.

Sálartetrið er ekki upp á sitt besta hjá mér þessa dagana. Ég er bara ekki að sætta mig við fréttirnar sem ég fékk á þriðjudaginn. Mér líður eins og ég sitji á púðurtunnu, því að ég er ekki að ná að stjórna skapinu heldur. Hvæsandi hægri, vinstri og er bara yfirhöfuð erfið.

Sumir kunna að segja að það sé í góðu lagi. En ég er bara ekki sammála því. Ég má ekki láta sjálfsvorkunina ná þvílíkum tökum á mér. Miklu frekar ætti ég að gleðjast yfir því að afturförin hafi komið í ljós og að það verði gert eitthvað í því. Það er bara ekki líkt mér að vorkenna sjálfri mér svona. Auðvitað hef ég gegnum tíðina fyllst vonleysi og því um líkt. En bara ekki svona lengi.

Krakkarnir vita að sjálfsögðu hvað er í gangi. En þau skilja þetta samt ekki. Þau skilja ekki af hverju mamma er svona skapstygg. Af hverju mamma er allt í einu flæðandi í tárum. Mamma er nefnilega ekki vön að bregðast svona við. Í þeirra augum eru þetta jú vondar fréttir en það er bara að taka á því. Það er bara ekki flóknara en það. Enda læðast þau eins og litlar mýs í kringum mig að mér finnst. En það getur allt eins verið að ég sé að ímynda mér það. Ég veit ekki.

Ég er ekki hrædd við dauðann, er ekki meira kvalin en áður eða neitt svoleiðis. Ég er bara gríðarlega vonsvikin og týnd. Einnig vildi ég óska þess að ég ætti kristalkúlu þar sem ég gæti séð framhaldið og gert áætlanir samkvæmt því. Mér finnst svo vont og erfitt að geta ekki gert nein plön. Hvorki með heimilið eða fyrirtækið.

Nú verð ég bara að finna leið til að rífa hausinn út úr rassgatinu og halda áfram að vera ég og berjast.

Shit hvað ég eitthvað sjálfhverf núna!!.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég elska þig líka þegar þú ert sjálfhverf

Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 16:34

2 Smámynd: Tína

Og mér finnst þú æði og elska þig niður í tær góða mín

Tína, 3.1.2009 kl. 16:36

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Elsku Tína mín....svo að þig dreymdi draum. Sko...venjulega táknar hús mann sjálfan.....og það að lykillinn var brotinn táknar bara hvernig þér líður núna....en þú ert svo vel af Guði gerð að þú heldur áfram að berjast og þú ert ótrúlega sterk. Það að kikna við en brotna ekki .... er lýsing á þinni hegðun.

Vertu góð við sjálfa þig....þú átt það skilið.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.1.2009 kl. 16:47

4 Smámynd: JEG

http://draumur.is/

Lykill

Að týna lykli veit á vongbreigði og brostnar vonir. Að finna lykil er gæfumerki, sérstaklega ef hann er stór, getur verið fyrir barneign. Oft eru draumar um lykla heillavænlegir, boða velgengni í starfi og auðsæld.

Brot

"Margir segja: ""Brot er fyrir bót,"" og telja slíkan draum gæfumerki. Aðrir segja að hluturinn sem brotnaði mjög verðmætur muni dreymandans bíða erfiðleikatímabil. Að dreyma brotin gleraugu er fyrir því að það sem þú hélst að myndi mistakast verður þér til gæfu og gengis. Ef allt er í rúst innanstokks í draumi, brotin glös, húsgögn o.fl., skaltu gæta þín á félagsskapnum sem þú umgengst og láttu ekki hafa þig út í neitt sem gæti orðið neikvætt fyrir þig."

Hús

Ýmsar merkingar er hægt að leggja í þetta draumtákn. Ef þú ert að byggja eða reisa hús er það fyrir mikilli velgengni í persónulegum málum. Hús í niðurníðslu táknar ósamkomulag. Fallegt, segir sína sögu um óöryggi dreymandans og löngun hans til staðfestu. Ýmsir draumskýrendur hallast að því að hús tákni manneskjuna sjálfa. Hvernig er herbergjaskipan, er húsið bjart, hvað um húsgögnin? Ef þú uppgötvar leynd skot eða herbergi er það merki um að þú ert að breytast, hvort það er þróun til góðs eða ills sést út úr öðrum táknum draumsins.

Þetta er það sem ég fann um þennan draum en ég er jú enginn draumaráðari þó amma sé það.  Ég vil lesa það besta út úr þessum draumi og þá er þetta allt fyrir góðum bata.  Skiljanlega er þetta erfitt og þú ert í fullum rétti með að vera óörugg og sjálfhverf.  Börnin skilja meira en mann grunar og mundu ....þau elska þig og meira til.  Heljarstórt knús frá mér til þín.  Og mundu þú ert einstök kona.  Luvja

JEG, 3.1.2009 kl. 16:50

5 Smámynd: Tína

Sóldís: Takk fyrir að hafa svona mikla trú á mér.

Jóna: Takk fyrir þetta elsku hjartans vinkona. Elska þig sko líka krútta

Tína, 3.1.2009 kl. 17:00

6 identicon

Sæl Tína.

Ég er ein þeirra sem kíki á síðun þína og kvitta ekki.  En ég er ekki viss um að þú munir eftir mér. Ég er mamma hennar Maríönnu, og þú ert mér ógleymanleg þegar þú stjórnaðir brúðkaupsveislu Maríönnu og Grétars með systur þinni svo eftirminnilega 13.ágúst 2005.

Ég dáist af hugrekki þínu og krafti, þú ert einstök kona Tina,  þú átt eftir að komast yfir þessi veikindi trúi ég. Ekki láta hugfallast, en það er ekkert athugavert við það  að bogna við og við.

Við hjónin sendum þér og fjölskyldunni allri  allar okkar bestu hugsanir og orkustrauma sem við eigum til, með ósk um góðan bata.

Farðu vel með þig kæra Tína,

Kveðja Ellý.

Ellý (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 17:37

7 Smámynd: www.zordis.com

Lifðu daginn eins og enginn sé morgundagurinn ... Ekki gera nein plön heldur njóttu ferðarinnar, farðu í þá átt sem vindurinn liggur í bak og brostu :-) Hamingjan er aldrei meira virði en þegar á reynir.

Draumurinn þinn táknar þig sjálfa. Og skýringarnar hér að ofan eru góðar, vertu þú heil eða hálf skiptir ekki máli, bara ef þú ert sönn sjálfri þér.

Knús og endalausir kossar!

www.zordis.com, 3.1.2009 kl. 17:38

8 Smámynd: Tína

Ellý: Ó jú ég sko man eftir þér og manninum þínum. Takk fyrir að kvitta hérna og fyrir orkustraumana. Mér þykir endalaust vænt um það og bið ég innilega að heilsa á þínum bæ

Zordís: Takk fyrir þessi heillaráð og hafa þau dugað mér hingað til. En það er frekar erfitt að reka fyrirtæki á þennan máta. Reyni það samt og reyni af fremsta megni að vera heil áfram. Knús á þig vinkona

Tína, 3.1.2009 kl. 17:41

9 Smámynd: Dísa Dóra

Knús til þín elsku vinkona

Mér finnst draumráðningarnar hér að ofan mjög góðar og held að þessi draumur sé bara jákvæður.

Vel skiljanlegt að skapið sé hverfult af og til þegar maður er að berjast við svona stórar áskoranir eins og þú ert að gera.  Ekki hafa samviskubit yfir því - fólkið í kring um þig skilur örugglega slíkar sveiflur og elskar þig alveg jafn mikið ef ekki meira þrátt fyrir þær.  

Dísa Dóra, 3.1.2009 kl. 18:24

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 hlýjar hugsanir og fyrirbænir er eina sem ég get gefið vona að það hafi eitthvað að segja.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 19:33

11 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Elsku vinkona, fyrirgefðu mér fyrir á þessum erfiðu tímum ekki hafa sent þér eina einustu línu. Gleðilegt nýtt ár elskan mín, við skulum vona að árið byrji betur en síðasta ár endaði. Ég hef mikla trú á þér eins og alltaf, þú munt fara í gegnum þetta tímabil eins og önnur en það er bara mannlegt að láta þetta hafa áhrif á sig allavegana að einhverju leyti og mest til að byrja með.  Þegar þú ferð að venjast þessum leiðindarfréttum sem kannski munu verða til þess að læknarnir geri eitthvað meira, þá fer allt uppá við aftur.  Þín yndislega fjölskylda fleytir þér líka í gegnum þetta því meiri stuðning held ég að ekki sé hægt að fá.  Þú ert heppinn að því leitinu til að þínir nánustu eru þér við hlið.

Knús og kossar frá Spáni.

Guðrún Helga Gísladóttir, 3.1.2009 kl. 19:50

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Elskuleg  ég sendi þér kærleiksknús - eins stórt og ég á  og hef þig í bænum mínum á hverju kvöldi.

Mér finnst eins og ég þekki þig aðeins - þú ert svo heil og æðrulaus í gegnum bloggið þitt. Þú ert líka bara mannleg elsku Tína og það er eðlilegt finnst mér að gráta og verða "skapvond" við þessar kringumstæður. En þú hefur styrk og kraft - og reyndu eins og þú getur að vera góð við þig og fara vel með þig. Þú ert einstök.

Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 20:11

13 identicon

Elsku Tína mín, mig langar að byrja á því að þakka þér kærlega fyrir að hringja í mig á gamlársdag og gefa þér smá tíma í spjall. Fannst yndislegt að fá loks að heyra í þér !

Ekki hafa áhyggjur af líðan þinni eða að þú sért að festast í vanlíðan, ég veit að manneskja með þinn styrk sér ljósið á ný og fær kraftin til að halda áfram að berjast. Það að fá fréttir sem þínar þegar læknir var búin að gefa þér von um að þér væri batnað eru gríðarlega erfiðar til að takast á við! Allur þessi tilfinningarússibani er eðlilegur , og trúðu mér að hann mun ganga yfir og hraðar en þú heldur, En á meðan þú ert í þessum rússibana er eðlilegt að þú sjáir ekki þig eins og þú ert vön að vera, og þér finnst það pirrandi. En trúðu mér elsku vinkona að hann kemur! Ég þekki líðan þína gríðarlega vel, er að ganga í gegnum það sama þessa stundina! Þegar maður veit ekki nkl hvað bíður manns, hversu slæmt ástandið er og hvert næsta skref verður er eðlilegt að vera pirraður, lítill í sér og vita ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Óvissan er manns versti óvinur, og meðan hún er til staðar skiptir gríðarlega miklu máli að taka bara einn dag í einu og gera sitt besta til að komast í gegnum hann eins vel og þú getur og gleymdu því ekki að á morgun kemur nýr dagur með nýjum vonum og væntingum ! Reyndu að nýta þessa daga í að dekra við sjálfa þig og gera hluti sem þér líður vel með og fær þig til að dreyfa huganum.

Ég dáist að þér, þú ert fyrirmynd mín og ég hugsa daglega til þín og leita og fæ styrk með að lesa bloggið þitt!

Það er ekki alltaf hægt að vera brosandi og taka endalaust við með jafnaðargeði!

þúsund knús og kossar til þín og vonandi heyri ég og hitti þig fljótlega ! þú veist hvar mig er að finna, og ég er til staðar fyrir spjall dag sem nótt ! Ekki hika við að bjalla á mig

og í lokin til þín:

Victory is for those,who have the spirit to stand alone. Always carry on, although you may fear. Always stand on what you believe !

Kristín (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 20:48

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er ekkert að því að vera stundum smá sjálfhverf, ef það er ekki varanlegt ástand   Vonandi gengur þér allt í haginn og heilsan fari að batna fljótlega.   Bjartsýni er alltaf betri leið en svartsýni, ég veit að þú veist þetta en það má samt segja það   Knús á þig og knúsaðu Gunnar og börnin líka frá mér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:29

15 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 11:17

16 Smámynd: Landi

Gleðilegt ár Tína mín og takk fyrir það gamla,sendi knús og allann pakkann til þín og þína.

Landi, 4.1.2009 kl. 12:54

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Það skýn í gegnum færskuna þína að þú ert hvergi að gefast.Þetta er hræðilega erfiður pímapunktur fyrir þig og þína eðlilega.

Ég segi lykillinn ert þú.Húsið er framtíðin og þitt skjól.

Ég nenni ekki að vera með neina slepuju en ELSKA ÞIG Í TÆTKUR OG DÁIST AÐ ÞÉR

Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 17:58

18 Smámynd: Solla Guðjóns

TÍNA !!! SKO ÉG ELSKA ÞIG Í TÆTLUR EN EKKI tækur

Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 18:00

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

farðu vel með þig.

Hólmdís Hjartardóttir, 4.1.2009 kl. 18:10

20 Smámynd: Helga Aðalsteinsdóttir

Kæra Tína ég þekki þessar sveiflur mjög vel... óvissan er oftast versti óvinurinn..  en við megum líka vera litlar í okkur, það er engin skylda að vera alltaf sterk.  Eg hef  trú að því að þú standir af þér þennan storm, sterk tré bogna undan storminum en brotna ekki og þegar lygnir rétta þau úr sér á ný.   Sendi þér orkustrauma. Kveðja Helga

Helga Aðalsteinsdóttir, 4.1.2009 kl. 19:52

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í stuðningsliðinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.1.2009 kl. 23:04

22 Smámynd: Gunna-Polly

Elsku besta Tína mín þú ert að ganga í gegnum eðlilegt ferli í sjúkdómsferli og átta að leyfa tárunum að fljóta

þú ert hetja og átt eftir að vinna á þessum fjanda .......GIRL POWER!!!!!!!!!!!!!

elska þig í tætlur og Gunna líka 

************************************************

Gunna-Polly, 6.1.2009 kl. 10:08

23 Smámynd: Inga María

hugsa til þín..eitt skref...ein hugsun!

Inga María, 6.1.2009 kl. 21:13

24 Smámynd: www.zordis.com

Ljós til þín!

www.zordis.com, 8.1.2009 kl. 08:07

25 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 8.1.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband