Fréttir af mínum og mér

Jæja ætli það sé ekki kominn tími á smá blogg.

Ég fór stóra dýfu um daginn og er hægt og rólega að komast upp aftur. Ég taldi þetta vera eingöngu vegna fréttanna sem ég fékk rétt eftir jólin en minn heitt elskaði minnti mig á að ég hefði líka verið svona síðast þegar ég fór í þessa lyfjameðferð. Það tæki líkamanum tíma að aðlagast og þetta væri bara svona. Mér var farið að mislíka sjálfa mig ansi mikið og kunni bara ALLS EKKI við þessa skapvondu Tínu.

Nokkrir vina minna sem lesa þetta blogg komu alveg sérstaklega til þess að knúsa mig og þótti mér endalaust vænt um það. Einar bloggvinur með meiru gerði sér meira að segja ferð úr bænum til þess. Það jákvæða er að vanlíðanin sem fylgir þessu gleymist fljótt. Allavega geri ég það. Ég var meira að segja búin að gleyma því að ég ætti sérstök ógleðilyf!!! Sigurlín vinkona mín kom um daginn og var ég þá ælandi eins og múkki. Mundi hún þá eftir þessum lyfjum og leitaði í hvert einasta box (sko nóg til af þeim) og las á alla fylgiseðlana þar til hún fann rétta lyfið. Svona vinir eru ómetanlegir. Svo hlær hún bara að mér ef ég er í geðvonskukasti og finnst ég bara fyndin.

Núna erum við hjónin að undirbúa útsölu í búðinni. Við erum orðin nokkuð þekkt fyrir að hafa þetta aldrei eins og er engin breyting þar á. Það var búið að vera hryllilega rólegt að gera og ákváðum við þess vegna að loka búðinni á meðan undirbúningurinn er. Ég einfaldlega hef ekki orku í að sprengja mig á þessu utan eðlilegs opnunartíma. Vonandi sýnir fólk því skilning. Í raun efast ég um annað. Margir hérna vita orðið af baráttu minni. Við munum svo opna aftur á þriðjudaginn hress og kát. Eða í það minnsta kát. Útsalan hjá okkur að þessu sinni verður með því sniði að allt er sett á heildsöluverð. Jebb þið lásuð þetta rétt. Síðast vorum við enn kræfari og tókum núllin af. SHIT þá varð sko allt vitlaust. En við ætlum ekki að gera það núna. Núna fer s.s allt á heildsöluverð. Og venju samkvæmt þá verður þetta stutt en góð útsala.

Elsku Hrönn mín kom og hjálpaði til við að verðmerkja og var það hreinasti brandari að fylgjast með henni. Hvað þá að hlusta á hana. Nokkrum sinnum heyrðist í henni "Tína.............. sko ég tek ekki þátt í þessari vitleysu!!!" En hún hætti nú samt ekki að hjálpa þessi elska.

 

Jæja elsku vinir......................... læt hér staðar numið í bili. Farið vel með ykkur

 

Molinn: Stundum erum við svo önnumkafin við að öðlast meira, að við gleymum þakklætinu yfir því sem við höfum.

Guð geymi ykkur

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús og kveðjur til þín ljúfa kona.  Ég get ímyndað mér að það hafi verið hressilegt að hafa Hrönn til aðstoðar

Sigrún Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Tína Verðin eru náttúrulega fáránlega lág! Ég roðna bara við tilhugsunina.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Ragnheiður

Knús á þig elskuleg, þér er sko alveg heimilt að vera ekki í stuði ...ég meina hver væri ekki þannig ?

Ég er bara venjulega lasin í dag og það örlar einmitt nokkuð á pirring, ætlaði sko að eyða þessum degi í allt annað

Einar og Hrönn eru einfaldlega fólk í sérflokki - algerlega.

Ragnheiður , 10.1.2009 kl. 13:18

4 identicon

Hæ, elsku Tína mín!

Sendi þér "helíum" stórt og mikið kærleiksknús

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 14:01

5 Smámynd: www.zordis.com

Elsku kjéddlingin, það hlaut að vera eitthvað almennilegt eins og lyfjameðferð sem hefði áhrif á þig. Súper dúper stelpuskotta!

Hrönn er á við heilan lyfjaskáp, losar um fullt af enzímum þegar við brosum í fylgd hennar. Knús á þig elsku molinn mínn .... við megum aldrei gleyma því að þakka fyrir það góða og biðja um gott fyrir aðra. Bænir rætast og óskinni minni kasta ég yfir til þín! Láttu þér batna hetja.

www.zordis.com, 10.1.2009 kl. 15:44

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra aðeins frá þér elsku Tína. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki kíkt á ykkur, hef svo lítið farið út en mér finnst ég vera að verða duglegri að labba svo ég fer að koma. Hafðu það sem allra best og gangi ykkur vel.  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 16:49

7 identicon

Elsku Tína mín. Þú ert bara óborganlega fyndin að eðlisfari Nú lyfin hjálpa bara aðeins upp á hehehe Dýrka þig knús þar til að ég sé þig næst

Sigurlín (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 18:02

8 Smámynd: Dísa Dóra

Knús á þig elsku krúttan mín

Maður verður nú að kíkja á útsölun þó ekki sé til annars en að sjá það sem Hrönn finnst svona fáránlegt 

Dísa Dóra, 10.1.2009 kl. 20:26

9 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... ég held... þetta verði stutt innlitskvitt í þetta skiptið .. .(ég segi það svosem alltaf, amk í huganum, en svo teygist úr því) .....

Ég ætla að senda þér pínulítið *ORKUKNÚS*  (akkúrat eins og er... þá er ég aflögufær bara um pínulítið... ég er nefnilega hóstandi og sjúgandi upp í nefið.... hmm... HEY, SJÁÐU FUGLINN ÞARNA!!!! (svona dreifi ég athyglinni!!))

En sko... manstu það sem ég nefndi við þig um daginn?  Hvað kettir gera?  Þú hefur alveg leyfi til að herma eftir köttunum hvað þetta varðar.

(Nja... ef þú endilega vilt sötra upp cheeriosið með því að lepja það upp með tungunni... þá svosem færðu leyfi frá mér til þess, en það var ekki það sem ég átti við :-)

Farðu vel með þig og þína, og það er bannað að ofgera sér.

Einar Indriðason, 10.1.2009 kl. 21:56

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, Hrönn kemur öllum til heilsu er ég viss um.

Og nú skal ég koma.  Arg.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 23:30

11 Smámynd: JEG

Þú ert auðvita bara frábær Tína mín hvort sem þú ert ælandi eða grumpý.  Ómetanlegt að eiga vini sem flýja ekki þegar eitthvað bjátar á.  Mundu það.  Ég hefð sko kíkt á þig líka ....ef ég væri ekki svona fjandi langt í burtu.  hummmm..... gæti sko alveg hugsað mér að kíja á Útsöluna en fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt á Selfoss   Svo ég verð að eiga það inni skvís.  Megaknús á þig góða og farðu vel með þig krútta. 

JEG, 11.1.2009 kl. 00:33

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert alveg meiriháttar, flestar konur ganga í gegnum svona geðvonsku mánaðarlega.  Mér líkar vel að vera stundum geðvond, sem betur fer er það mjög sjaldgæft.  En það er tími fyrir allt, geðvonsku, gleði, sorg veikindi, og hamingju.  Ég vona að útsalan gangi vel hjá ykkur og þú getir samt hvílt þig og safnað kröftum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:34

13 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk fyrir molann; hann hittir alltaf í mark.

Gangi þér vel duglega kona með útsöluna og heilsuna. Farðu bara vel með þig. Knús frá mér austur yfir heiðina

Sigrún Óskars, 11.1.2009 kl. 11:55

14 Smámynd: Landi

Spurning um að panta stóra rútu og vera með sætaferð yfir heiðina,það eru nefnilega ekki svona stórar útsölur á þessu bannsetta Rkv okursvæði....

Gjugg yfir heiði.....

Knús á þig vinkona

Landi, 11.1.2009 kl. 14:24

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæj elsklingurinn minn og takk fyrir síðast alltaf svo gott að hitta þig.Hugur minn dvelur oft hjá þér og núna ætla ég að senda þér allan þann kraft sem ég á.Ég þarf ekkert að senda þér fyndni því að af henni áttu nóg.

Risafang fyrir þig.

Solla Guðjóns, 11.1.2009 kl. 15:02

16 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta ætti nú að vera annað tilefni til að reyna að koma  - een það er allt of mikið á könnunni!

Á morgun ætla ég að fara á bíómyndina "Sólskynsbarn" með vinnunni um einhverfa drenginn og helst þyrfti ég að fara á fund um kvöldið um kjaramál kennara. 

Svo ætla ég að kaupa mér þotu og fljúga til Palestínu og bjarga börnum!

Eftir það ætla ég að reyna halda höfði meðan við hýrumst hér undir oki  og valdníðslu þeirra sem engin vill hafa við stjórnvölinn hér á landi.

Takk fyrir alla pistlana þína og ég er ekki hætt við að koma!

Edda Agnarsdóttir, 12.1.2009 kl. 18:14

17 identicon

hæ Tína.

okkur langar bara til að koma og knúsa þig vel og lengi.

og við munum gera það þegar við komum á klakan

Grétar og Maríanna

Grétar og Maríanna (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband