Hann er að ná mér!!

Leifur elsta barnið mitt og Sandra yndislega kærastan hans voru að setja upp hringana Grin. SandraFrumburðurinn er orðinn fullorðinn. Það er svo skrítið að horfa á börnin mín fullorðnast á meðan ég breytist sjálf ekki neitt Wink. Ég var að skoða gamlar myndir af mér frá því börnin mín voru lítil og ég get svarið fyrir það að ég er bara nákvæmlega eins Whistling . Mín niðurstaða var s.s sú að þau eru að ná mér meðan ég stend í stað.

Hlutirnir gerast svo hratt. Kristján (yngsta barnið) var að enda við að láta mig vita af því að hann væri byrjaður að fá skegg, þegar Leifur segir mér tíðindin um trúlofunina!

Þau sendu mér þessa mynd í gær og ég verð að viðurkenna að það var hálf furðuleg tilfinning sem greip mig þegar ég horfði á hana og hringana sem þau eru með.

En ég er endalaust stolt af Leif. Hans unglingsár reyndust honum erfið og sannkölluð rússibanareið. En hann tók hausinn út úr rassgatinu og stóð uppréttur á endanum. Hann er sönnun þess að það er alltaf von. Það er ekki síst henni Söndru minni að þakka. Ég held reyndar að hún átti sig ekki alveg á hvernig og hversu góð áhrif hún hefur haft og hefur enn á Leif. Hennar vegna vildi hann verða betri maður, fullorðnast og byrjaði loksins að njóta lífsins. Jú þau eru ung og allt getur enn gerst. En ég hef fulla trú á Leif og Söndru. Þau eru búin að komast að því að samband er annað og meira en rómantík og eintóm hamingja. Að það snúist um gagnkvæma virðingu, samningsumleitanir og málamiðlanir ef vel á að fara. Þau eiga margt eftir ólært, en saman eru þeim allir vegir færir. Svo mikið veit ég.

Til Leifs og Söndru: Innilega til hamingju með þennan áfanga elskurnar mínar. Þið auðgið líf mitt og gerið það svo sannarlega þess virði að lifa því. Það er svo ljúft að fylgjast með ykkur og þið fyllið mig löngun og vilja til að halda áfram að berjast og gefast ekki upp, bara svo ég geti haldið áfram að fylgjast með ykkur. Þið megið treysta því að ég gefst ekki upp W00t. Ég hlakka til að knúsa ykkur aftur.

Molin að þessu sinni er því tileinkaður þeim: Að vera elskaður sjálfs sín vegna er hámark hamingjunnar. Victor Hugo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Innilega til hamingju með turtildúfurnar. Flott mynd af þeim.

Já þetta er alltaf spurning um réttan tíma - stað og stund. En ég veit líka að ástin spyr ekki spurninga eins og um aldur - stað og stund. Jamm búin að sjá það 2x sko.  Það er alltaf gaman þegar 2 einstaklingar hittast og bæta hvorn annann upp endalaust. Virðast sniðnir hvor fyrir annann.  Það eru ekki allir svo heppnir í lífinu.

KNÚS á þig mín kæra og eigðu góða helgi.

JEG, 5.7.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með turtildúfurnar

Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 13:38

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hamingjuóskir til þeirra og þín,

Eiríkur Harðarson, 5.7.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Gunna-Polly

Til hamingju með turtildúfurnar , frábærar fréttir 

já þessi börn ná okkur sko en við eldumst ekki neitt ferlega skrýtið

Gunna-Polly, 5.7.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með börnin!

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 17:07

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góða helgi og til lukku með þau nýtrúlofuðu

Hólmdís Hjartardóttir, 5.7.2008 kl. 19:30

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með krakkana, þau eru flott á myndinni. Það er alltaf yndislegt þegar börnin manns finna góðar leiðir í lífi sínu.   en þú veist vel að við erum alltaf jafn unglegar og sætar 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 20:16

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef stundum sagt að börnin mín séu að taka fram úr mér í aldri, mér finnst ég alltaf vera svo ung.    Elsta dóttir mín verður 29 í haust og ég sver að ég er ekki degi eldri en 29 og hálfs.   Til hamingju með kærustuparið, ég óska þeim velfarnaðar í lífinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:48

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hei og svo var þetta með of þykku sultuna, ég held að besta ráðið sé að þynna hana bara smá með vatni, svona þegar þú berð hana á borð kannski í skál.  Allavega má ekki fikta við sultukrukkurnar

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2008 kl. 01:46

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með þetta fallega unga fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:12

11 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Til hamingju með Leif Inga elsku dúllan mín, ég á sko myndir af honum þegar hann var polli hehe.  Þetta unga fólk rýkur upp og áður en við vitum af er komin hópur af barnabörnum, æðislegt að hann hafi hitt hana Söndru sem er svona yndislegt. Nú styttist í að ég komi til Íslands hlakka svo til að hitta ykkur.  Knús og kossar

Guðrún Helga Gísladóttir, 7.7.2008 kl. 22:05

12 Smámynd: Tiger

  Til hamingju með þetta glæsilega unga fólk sem þú átt þarna Tína! Alltaf gaman af því þegar unga fólkið okkar finnur hamingjuna saman og tekur skrefið lengra í að binda hamingjuna betur með trúlofun og vonandi giftingu þegar þar að kemur.

Knús á ykkur öll og megi framtíð unga fólksins verða björt og gleðirík!

Tiger, 10.7.2008 kl. 20:23

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er nú orðin smá forvitin, það er komin vika síðan þú bloggaðir síðast.  Ertu í sumarfríi, eða bara þjáð af bloggleti? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.7.2008 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband