Lögmál lífsins

"Svo sem þú sáir, munt þú og upp skera". Ill orð þín og gjörðir bitna á sjálfum þér, og sama er um góðverk þín. Lögmál lífsins eru réttlát. Lífið á að nota til að þroskast. Biturleika á að breyta í umburðarlyndi, hatri í kærleika og órétti í réttlæti. Lögmál lífsins eru rökrétt. Þau bregðast ekki þótt sá sem á við mótlæti að stríða spyrji ætíð: Af hverju gekk einmitt mér svona illa? En einmitt sá hinn sami þarfnaðist þess lærdóms sem mótlætið gaf honum.

Tilgangur mótlætisins í lífinu er að örva andlegan þroska. Þegar við til dæmis verðum fyrir barðinu á sjúkdómum eða dauða, er ekki auðvelt að vera þakklátur, þótt einnig þetta leiði til blessunar og andlegs þroska. Með tímanum breytist missir í ávinning.

Óréttlæti og andstreymi vekja gjarnan biturð hjá okkur. Það er ekki auðvelt að vera auðmjúkur og þakklátur og reyna einnig að sjá jákvæðar hliðar á ólánsstundum. Það er svo miklu auðveldara að skella skuldinni á aðra, á forlögin, á umhverfið, á lífskjörin og samfélagið, en að leita ástæðunnar í neikvæðri afstöðu sjálfs sín, röngum hugsunarhætti og brestunum í eigin lífsvenjum.

Auðvelt er að dæma aðra og krefjast þess að þeir bæti sig. Mun erfiðara er að viðurkenna eigin smámunasemi og reyna að breyta eigin afstöðu. Okkur ber að sýna þeim þolinmæði sem eru á annarri skoðun en við. Við verðum að viðurkenna að þeir eigi rétt á öðrum lífsvenjum, öðrum hugsanagangi og framkomu.

Hver og einn hefur sinn kross að bera. Fyrir utanaðkomandi er ekki alltaf auðvelt að sjá erfiðleika annars. Við getum hjálpað hver öðrum með því að tala saman, deila gleði og sorgum, og haldast í hendur þegar orð brestur. Hvers vegna eigum við svona erfitt með að snerta aðra, nálgast þá og gefa þeim áþreifanlega hlýju og traust, veita þeim stuðning og aðstoð í erfiðleikum þeirra? Næst þegar þú hittir einhvern skalt þú taka í hönd hans og halda henni stundarkorn. Ef gert af einlægni þá gefur þessi snerting svo mikið.

Við eigum að vera þakklát hverjum nýjum degi. Samt erum við svo oft óánægð og uppgefin. Við lifum fyrir morgundaginn, kvíðum framtíðinni og skiljum ekki að það sem við eigum er bara hér og nú. Þessi stund ber okkur að njóta út í ystu æsar. Það á ekki að hafa of miklar áhyggjur af fyrirfram af framtíðinni og ekki heldur að syrgja um of það sem liðið er." Dauðinn er ekki til.

Að muna að ég er langt frá því að vera ein um að eiga erfitt og að allt snúist ekki bara um mig, hefur hjálpað mér að takast á við minn sjúkdómsskratta og rifið mig á lappir á þeim stundum sem mig langaði helst ekki til þess.

Eins og ég hef áður sagt: Njótum lífsins meðan við getum, það er of stutt til að eyða því í sorg og sút.

Moli dagsins að þessu sinni er því: Minnumst fortíðarinnar og hlökkum til framtíðarinnar, en gerum það besta úr því sem við höfum nú. Moi Grin (Tína)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg! Hvernig ferðu að þessu?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 08:38

3 Smámynd: Inga María

Ég vil helst halda mig sem næst og mest á  lögmáli er lýtur að því hverju þú sáir...og er mjög sátt við að ég sé á einhverri þroskaleið!

Takk fyrir að deila þessu með okkur

Inga María, 15.7.2008 kl. 09:10

4 Smámynd: JEG

Sannarlega Gullkorn sem vert er að lesa reglulega. Takk fyrir að minna okkur á þau.

Knús mín elskuleg og eigðu góðan dag. Kveðja úr sveitinni.

JEG, 15.7.2008 kl. 09:26

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sannarlega góð morgunlesning

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Thú ert náttúrulega bara mesta dúllan!!! Besos

Guðrún Helga Gísladóttir, 15.7.2008 kl. 16:12

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þessi lögmál eru öll góð og gild.  Mér finnst  "Svo sem þú sáir, munt þú og upp skera".  best af þeim öllum.  Ég hef reynt að lifa samkvæmt því, svo er annað sem ég fer eftir .  Gærdagurinn er búinn, dagurinn í dag lífið, morgundagurinn er ókominn og nenni ég ekki að velta mér uppúr því sem gæti skeð á morgun.  Ég reyni að lifa lífinu lifandi alltaf, og er ég bjartsýn og finnst mér gaman að lifa.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.7.2008 kl. 01:04

8 Smámynd: Tiger

 Yndisleg færsla hjá þér mín elskulegasta - og svo mikið sönn og rétt.

Bara að sem flestir myndu nú lesa þetta og fara eftir því sem þú leggur þarna upp. Knús á þig gullmoli fyrir þessa fallegu færslu!

Tiger, 22.7.2008 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband