Engar áhyggjur

Ég gleymi alltaf að líta á gestabókina hér á þessari síðu, en elskuleg Daddý vinkona mín til margra ára benti mér á að kíkja annað slagið þangað því að þar kvittar hún fyrir sig.

Eins og ég er nú hlýðin með eindæmum þá gerði ég það sem fyrir mig var lagt, og sá þá að fólk er að hafa áhyggjur af mér. Eins sá ég fyrst núna að angakarlinn minn hann Valdi er líka að hafa áhyggjur af mér. Það vildi ég óska að ég gæti tekið þessar áhyggjur burt frá börnunum mínum. Þau eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af mér. Það er mitt að sjá um þau. Og það tekur mig ótrúlega sárt að geta ekki gert það almennilega. Mér finnst ég svo lítil og vanmáttug (fann ekki rétta orðið) þegar Kristján er t.d að biðja mig um að gera hitt og þetta með sér, en of oft líður mér of illa til að geta það. Það sker mig í hjartað þegar ég sé vonbrigðin í augunum á honum. Líka þegar ég sé áhyggjurnar í augunum á krökkunum. En ég SKAL komast yfir þetta og stefni að því á hverjum einasta degi.

Hafið þess vegna ekki of miklar áhyggjur af mér elskurnar mínar. Ég er enn ofar moldu, dreg enn andann og er langt frá því að vera eitthvað dauðvona. OG ég er miklu betri en ég var þó ég eigi slæmar stundir á milli. Þannig að það er bara jákvætt.

Elsku Valdi minn birtist svo hérna algjörlega á óvörum í gærkvöldi. Mikið svakalega var nú gott og notalegt að faðma strákinn minn. Allt of langt síðan ég hef séð hann og heyrt í honum. Hann er með svo fallegt og gott hjarta strákurinn.

Auka moli dagsins: Þegar öllu er á botninn hvolft, þá fer allt einhvernvegin, þótt margur efist um það á tímabili. - Halldór Laxness. Sjálfstætt fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Áhyggjur, nei það er verra. Allan þann stuðning sem ég á, það er allt annað mál og hann færðu.

Ég er svona líka með gestabókina hjá mér, nýbúin að lesa hana og fann fullt af kveðjum sem farið höfðu framhjá mér í myrkrinu mikla í fyrra.

Við verðum að passa þetta betur.

Stuðningskveðja  

Ragnheiður , 14.8.2008 kl. 09:20

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segi eins og Ragga! Þú átt allan minn stuðning! Mér finnst þú hreint ekki líta illa út! Mér finnst þú falleg, sæt og yndisleg - spurning um að stofna fan club?

Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: JEG

Yndislegust.  Enginn veit sína æfi fyrr en öll er og verður maður að njóta þess sem í boði er hverju sinni.  Skiljanlega er erfitt að gata ekki eitt og annað sem allir aðrir geta og gera (þekki það) en batinn kemur ekki í póstinum. Við verðum víst að vinna fyrir honum og það er oft ekki auðvelt verk. Þá átta allan minn stuðning og vildi að ég væri nær þér til að geta rétt þér hjálparhönd þó ekki væri nema til að sjá þig brosa hringinn.

Knús og klemm mín kæra. 

JEG, 14.8.2008 kl. 10:38

4 Smámynd: JEG

Úbbs þetta átti að vera geta en ekki gata hihi..

JEG, 14.8.2008 kl. 10:39

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þúsund knús og kossar elsku Tína. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 11:14

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tína mín ég þekki þig bara hér í gegn um skjáinn og mér finnst ú svo hugrökk og ég er þakkalát fyrir það að þú ert boggvinur og með okkur mörgum hér sem þekkjumst orðið lítillega á mbl.

Mér finnst alltaf svo hlýlegt að koma til þín hér á síðuna,

Knús og kram.

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Inga María

Það er sko líf í þér Tína mín.

Ekkert til sem heitir dauðvona....við erum lifandi eða dauð!  Áhyggjur ... við tökum þær ekki svo glatt af öðrum!

Knús úr borginni

Inga María, 14.8.2008 kl. 12:31

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

að mér dytti í hug að þú værir lasin þarna um daginn þegar við hittumst.....uss uss nei..... svona líka svaka hress.... segjandi brandara til hægri og vinstri......Flott kona og skemmtileg........ svona þér að segja þá vissi ég ekki að Selfyssingar væru svona skemmtilegir.... hélt að Hrönnslan væri ættleidd......Knús á þig...

Fanney Björg Karlsdóttir, 14.8.2008 kl. 13:56

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Knús til þín, fallega kona.

SigrúnSveitó, 14.8.2008 kl. 17:05

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 21:16

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Gaman að þú skildir geta komið með okkur á kvennahittinginn, Fanney ætti nú bara að vita hvað er mikið til af ágætis innfluttum Selfyssingum.   Farðu vel með þig elskan mín. Hlakka til að sjá þig fljótlega. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 22:19

12 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Þú dauðvona.....áður drepst ég.  Þú lítur bara mjög vel út og það er sko alls ekki hægt að sjá á þér að það sé nokkuð að hjá þér.  Eins og sagt var hér fyrr að svo eru bara brandarar hægri vinstri, þakklæti og fallegt bros.  Takk fyrir að vera til dúllan mín, þú ert sko ekki laus við mig kem sko aftur í heimsókn.  Knús í klessu

Guðrún Helga Gísladóttir, 14.8.2008 kl. 23:16

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er líka svona að gleyma að skoða gestabókina mína, þegar þú bentir mér á kveðjuna frá þér skoðaði ég gestabókina mína í fyrsta skiptið og fann gamla beiðni um að taka þátt í einhverri könnun   Ég er ekki hissa að fólk hafi áhyggjur, ég væri meira hissa ef það hefði þær ekki.  Maður vill fólkinu sem manni þykir vænt um allt það besta og veikindi setja jú strik í reikninginn.  Svo áttu að muna að fara vel með þig og leyfa þínum nánustu að stjana við þig. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:57

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Oho ég kíkti á gestabókina mína aftur og fann kveðju frá Helgu Gísla, hún var barnið sem ég passaði í sveitinni minni fyrir 34 árum   Knús og kram inn í nóttina þína

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.8.2008 kl. 01:57

15 identicon

Stórt knúss og takk fyrir að vera til Tína mín.

Sigurlín (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 22:37

16 Smámynd: www.zordis.com

Ég segi eins og Fanney bláberjapæjunjótandi að ekki grunaði mig eitt augnablik að eitthvað amaði að þér sæta litla kona!

Hjartans kveðjur til þín með von og bæn um að þróttur og heilsa batni

www.zordis.com, 16.8.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband