Dönsum eins og engin sé að horfa

Við sannfærum okkur sjálf að lífið verði betra eftir að við giftum okkur, eignumst börn, síðan annað barn (til að hafa ofan af fyrir fyrra barnið). Síðan pirrum við okkur yfir því að krakkarnir verði nógu gömul og erum sannfærð að við verðum betur stödd þegar að því kemur. Næst erum við örg yfir því að við þurfum að eiga unglinga, við munum svo sannarlega verða hamingjusöm þegar því skeiði er lokið. Við teljum sjálfum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar maki okkar tekur til í sínum málum, þegar við fáum betri bíl, þegar við fáum tækifæri til að fara í gott frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna!! Ef ekki núna..... hvenær þá? Lífið verður alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viðurkenna þetta fyrir okkur sjálf strax og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður á hverjum einasta degi.

Eitt sinn var sagt við mig "Í langan tíma fannst mér alltaf að líf mitt væri í þann mund að hefjast.... hið raunverulega líf, en alltaf var einhver hindrun í veginum. Eitthvað sem ég þurfti að eignast fyrst, einhver óútkljáð mál, mig vantaði meiri tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru einhverjar ógreiddar skuldir. Þá loks gæti ég byrjað að lifa lífinu. Að lokum rann upp fyrir mig ljós. Þessar "hindranir" eru líf mitt." Þetta sjónarhorn hjálpar okkur að sjá að það er engin leið að hamingjunni....... hamingjan ER leiðin.

Varðveittu því og lærðu að meta hvert augnablik sem þú átt. Lærðu að meta það meira vegna þess að þú deildir því með einhverjum sérstökum, nógu sérstökum til að eyða tíma þínum með. Og mundu að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Hættu bara að bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt fyrst, bíða eftir að þú missir nokkur kíló, eftir að þú náir á þig nokkrum kílóum. Hættu að bíða eftir að þú eignist börn og síðan barnabörn og eftir að börnin flytji að heiman, eftir að þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna, að þú giftist, að þú skiljir, eftir laugardagskvöldinu, sunnudagsmorgninum. Hættu að bíða eftir nýja bílnum, eftir að þú sért búin að borga af nýja bílnum eða húsinu, eftir vetrinum, vorinu, sumrinu, haustinu. Hættu að bíða með að ákveða........... besti tíminn til að vera hamingjusamur er núna.InLove

Hamingjan er ferðalag........... ekki ákvörðunarstaður.

Í dag er tími til að...

.... Vinna eins og þú þurfir ekki á peningnum að halda.

.... elska eins og engin hafi nokkurn tímann sært þig.

.... dansa eins og engin sé að horfa.

Molinn að þessu sinni er því: Ég get hvergi fundið hamingjuna ef ég finn hana ekki hjá sjálfum mér.Edvard Grieg.

Úfffffffffff hvar ég er eitthvað alvarlega þenkjandi þessa dagana.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Jebb mjög svo góð speki og sönn

Dísa Dóra, 20.8.2008 kl. 08:03

2 Smámynd: www.zordis.com

Mjög gleðileg færsla og það er vonandi að við getum staldrað við og notið hamingjunnar í því formi sem hún bankar uppá hjá okkur!

Njótum þess að vera til núna!

"ég missti af leiknum þar sem ég var að vinna með tækifærisgj. til rúml.0300"  Knús inn í daginn þinn

www.zordis.com, 20.8.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Afar heimspekilega sinnuð! Einhver sagði life is a shit - and then it happens......

...en mér líst vel á að dansa eins og enginn sé að horfa

Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2008 kl. 08:44

4 Smámynd: Brynja skordal

Flott og góð speki En glæislegur sigurleikur hjá strákunum

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær sannleikur.  Gærdagurinn er farinn, morgundagurinn er framtíðin, dagurinn í dag er það eina sem við höfum til að spila úr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 09:01

6 Smámynd: Tína

Brynja: Þetta var sko truflaður leikur hjá strákunum í morgun!!! Var að hugsa um að fara út í skúr í hálfleik til að gá að hljóðkút á mig, en svo fljótlega í síðari hálfleik áttaði ég mig á því að mér veitti ekki af slatta af rítalíni!!!

Hrönn: Sagt er að það boði gróða að dreyma skít........ á það ekki bara líka við í vöku????

Zordís: Vona að þér hafi gengið vel með gjafirnar.

Dísa og Jenný:

Tína, 20.8.2008 kl. 09:08

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær speki, ef allir lifðu eftir þessu væri heimurinn betri staður að lifa í.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.8.2008 kl. 09:10

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Tina, ég bý á Akranesi :)

SigrúnSveitó, 20.8.2008 kl. 09:25

9 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Elsku Tína mín, satt er það að maður eigi nákvæmlega að gera hlutina eftir sínu höfði þó að allir séu ekki sammála þínum aðferðum þá verður þú að trúa því að þú sért að gera hið rétta í lífinu og eftir bestu getu og kunnáttu.  Ég reyni að lifa þessu lífi á þennan máta en þessar hindranir geta verið ansi torsóttar og erfiðar.  Ég er búin að komast að því að það er best að treysta á sjálfan sig í þessu lífi þá er minni hætta á að þú verðir stungin í bakið..... stundum sorglegt þetta líf. Jæja nóg um það lífið heldur bjart áfram með sól á himni!!!  Gekk á Esjuna í gær með litlu grísina mína, það var yndisleg hreyfing.  Svo sá ég bestu mynd Ever MAMMA MIA fyrir þá sem ekki hafa séð hana.....það er þess virði að sjá hana hún er svo mikill gleðigjafi.

Til hamingju strákar með sigurinn á Pólverjum þið standið ykkur frábærlega.  

Knús og farðu vel með þig sæta.

Guðrún Helga Gísladóttir, 20.8.2008 kl. 10:06

10 Smámynd: M

Frábær pistill

M, 20.8.2008 kl. 13:23

11 Smámynd: JEG

Svakalega er þetta flottur pistill hjá þér mín kæra.  Fær mann sko til að anda djúpt og hugsa sinn gang.

Knús úr sveitinni þar sem loksins er geggjuð blíða.

JEG, 20.8.2008 kl. 13:38

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Dásamleg færsla hjá þér - takk fyrir þetta.

Sigrún Óskars, 20.8.2008 kl. 20:07

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Núið er málið!

Það segir Marta smarta bloggvinkona mín.

Knús á þig Tína.

Edda Agnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 00:01

14 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Flott færsla.... það er nefninlega svon merkilegt að lífið er að gerast á meðan við bíðum eftir því......við eigum því að njóta þess.... áður en það er of seint.....

Knús til þín....

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.8.2008 kl. 10:39

15 identicon

Elsku Tína. Kærar þakkir fyrir kveðjuna hinum megin, ég skal knúsa Davíð Inga frá þér. Ég hef lengi verið á leiðinni að skrifa þér skilaboð og vil að þú vitir að við hugsum til þín hér fyrir norðan. Það var gaman að sjá þig í sumar og vonandi hittumst við aftur sem fyrst. Og svo vil ég náttúrlega segja að þessi færsla þín er hrein snilld!

Kær kveðja frá Akureyri,

Ingibjörg, Már og börn

Ingibjörg svilkona (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:02

16 identicon

bara svo ég haldi áfram mjög svo þarfa umræðu ( og kvitti í leiðinni ) þá fór ég að hugsa um að þessi hugleiðing hjá þér á MJÖG svo vel við umræður morgunsins ...förum aðeins dýpra í málið shall we? OKAY... þú kaupir garn og færð lánaða prjóna einhverstaðar og prjónar þessa fallegu peysu sem ég yrði svo ómótstæðilega sæt í og þá ertu að "sá" og "uppskerð " mikla hamingju af að sjá hvað ég verð fín.

Nú og ef að þetta var ekki nógu sannfærandi ... hvað þá með þetta? ef þú pr´jónar hana ekki ætlar mamma að gera það þá ertu að "sá " og " uppskerð" ævarandi langt nöldur af minni hálfu og ég mun gefa þér hana í afmælisgjöf !!!!! þannig að íhugaðu málið vel mín kæra þetta er orðið háalvarlegt mál

Elska þig samt í tætlur ( mun samt neyða þig í peysuna ef Mamma prjónar hana )

tvíbakan (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband