Að sá og uppskera

Góðar hugsanir og aðgerðir geta aldrei leitt af sér slæma útkomu; Slæmar hugsanir og aðgerðir geta aldrei leitt af sér góðar útkomur. Í rauninni er ég að segja að ekkert getur orðið úr korni annað en korn.

Dæmi: Í nokkur ár var morgunrútínan mín þannig að ég byrjaði á að lesa dagblöðin, flesta daga eyddi ég rúmum hálftíma eða meira í að fara í gegnum þau áður en ég mætti í vinnu. Ég vissi ekki að hugur okkar er hvað móttækilegastur strax þegar maður fer á fætur og rétt áður en maður leggst til svefns á kvöldin. Fersk eftir lestur ( og hugsanir ) af dagsins innbrotum, misþyrmingum, sprengingum og morðum og öðrum “ fréttum “ Hefði það ekki átt að koma mér á óvart að “sáningin “ í huganum myndi “uppskera” ákveðið “attitude” gagnvart ökumönnunum í aðalumferðatímanum sem voru með “samsæri” um að keyra hægt og teppa umferðinni svo ég kæmi of seint í vinnu. Þannig að loks þegar ég mætti í vinnu þá var ég búin að leggja línurnar fyrir daginn, og þær voru ekki jákvæðar.

Ég hætti þessari morgunrútínu og fór að gefa mér tíma til að lesa eitthvað fræðandi og jákvætt (eins og t.d blogg bloggvina minna), með það í huga að sá einhverju jákvæðu sem myndi uppskera “jákvæða útkomu”. Ekki gerði ég mér grein fyrir því þá að postulinn Páll segir einhversstaðar í Biblíunni, “ festið hugann á það sem er gott, rétt og jákvætt. Hugsið um hluti sem eru hrein, kærleiksrík og dveljið á það góða og jákvæða í náunganum. Hugsið um allt sem þið getið þakkað Guði fyrir og verið glöð yfir.”   

Við uppskerum alltaf því sem við sáum og það á sérstaklega við um það sem við hugsum. Eins og Emmet Fox skrifar, Leyndarmál lífsins eru að stjórna huganum, vegna þess að ef þú gerir það, þá mun hitt fylgja. Að sætta sig við sjúkdóm, vandræði, og mistök sem eitthvað óumflýjanlegt, er heimska, vegna þess að það er með þessa sátt sem þú gerir sem heldur þessari slæmsku inn í þinni tilveru. Maðurinn er ekki takmarkaður af umhverfi sinu. Hann skapar umhverfi sitt með trú sinni og tilfinningum. Að ætla annað er eins og að hugsa að rófan vaggi hundinum.

Molinn: Haltu sjálfum þér hreinum og björtum því þú ert glugginn sem þú sérð veröldina í gegnum. - George Bernard Shaw

Dagarnir eru enn mjög erfiðir því veikindin eru að segja til sín með fullum þunga (það vona ég að heila æxlið sé ekki farið að gera einhvern óskunda). Sigurlín elskuleg vinkona mín reynir af veikum mætti að fá mig til að fara til læknis en ég þrjóskast við, því ég á hvort eð er að hitta sérfræðinginn minn eftir tæpar 2 vikur. Ástæðan fyrir því að ég vil ekki fara til læknis er að sérfræðingurinn minn hún Helga Ágústa er enn í fríi og er þessi sjúkdómur það sjaldgæfur að margir læknar standa á gati þegar ég kem vegna einhverra kvilla og hafa undantekningalaust þurft að hringja í Helgu. Og ég hreinlega orka ekki að standa í einhverri vitleysu núna. En ég er ekki það slæm að ég sé í einhverjum henglum hérna. Enda segir mamma að ég sé bara með flensu LoL Gott ef væri.

Takk öll fyrir orkubúntin sem ég hef fengið frá ykkur öllum. Það stendur greinilega ekki á hjálp frá ykkur og er ég ykkur endalaust þakklát fyrir það. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Ótrúlega góð færsla, vona að þér gangi allt í haginn. Innlitskvitt

Valgerður Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 06:46

2 Smámynd: Gunna-Polly

Ég bara elska þig í tætlur

Gunna-Polly, 23.8.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Brynja skordal

Svo satt og rétt sem kemur framm í þessari Færslu hjá þér Elsku Tína mín  þú ert svo einlæg og yndisleg í þínum færslum vonandi kemur allt vel út úr næstu læknisheimsókn hjá þér sendi þér alla þá orku og góða strauma Faðmlag og knús inn í daginn Elskuleg

Brynja skordal, 23.8.2008 kl. 09:56

4 Smámynd: Dísa Dóra

Það er svo sannarlega rétt hjá þér að maður stjórnar hugsunum sínum og þar með lífinu.  Búddistar kalla þetta karma - allt sem við gerum, segjum og hugsum skapar okkar nútíð og framtíð.  Svo er það okkar val hvernig gjörðir, tal og hugsanir okkar eru.

Knús til þín og góðir straumar

Dísa Dóra, 23.8.2008 kl. 10:55

5 Smámynd: Ragnheiður

ég skil alveg að þú viljir fresta læknisheimsókn fyrst þetta er svona...

Knús á þig sæta og vonandi er bara allt með kyrrum kjörum, við viljum hafa þetta þannig.

En ég er sammála þér -við þurfum að athuga okkar eigin hug áður en við skömmumst eða pirrumst í aðra.

Ragnheiður , 23.8.2008 kl. 11:14

6 Smámynd: JEG

Góður pistill mín kæra.

Viltu nú bara gera mér einn greiða ....?   Og það er að fara vel með þig og ef þig grunar að það sé nú eitthvað slæmt í uppsiglingu þá farðu til læknis.  Ég er viss um að læknirinn þinn verði ekki neitt pirraður því ég er viss um að þú ert ekki hringjandi í hann á hverjum degi.  Það eru takmörk fyriri því hvað maður getur harkað af sér.

Knús og klemm mín kæra og endilega farðu vel með þig og hlustaðu á líkama þinn og vini já og fjölskyldu.  Ekki láta þrjóskuna ráða við förum langt á henni en hún gengur ekki endalaust.  Orkukippa til þín.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 23.8.2008 kl. 12:20

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú hugrakka kona. Takk fyrir þennan pistil

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 12:28

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Góður pistill og einmitt vert að leiða hugann að því hvernig við undirbúum daginn okkar...meðvitað eða ómeðvitað..... Við vinnufélagarnir köllum þetta að nota "Búddíska hugsun"......

Farðu vel með þig kæra Tina...

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.8.2008 kl. 12:37

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk, elskan mín, fyrir þennan pistil. Tek undir hann heilshugar. Gangi þér vel og ég sendi þér kærleika yfir fjöllin

SigrúnSveitó, 23.8.2008 kl. 12:40

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær ábending , með það hvað maður á að lesa á morgnana. Ég er eins og þú, löngu hætt að lesa dagblöðin, kíki stundum i þau seinnipartinn og þá fríblöðin því ég kaupi ekki blöð.  Vona að þér líði sæmilega í dag mín kæra, farðu vel með þig, hringdu bara þegar þú vilt að við náum í pokana hjá ykkur.  Eigðu ljúfan dag og ég sendi þér meiri orku, það er að byrja að byggjast upp í mér kraftur á ný. Kærleiksknús  Bouncing Hearts 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 13:31

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert yndisleg kona Tína.

Hugsa til þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 15:52

12 Smámynd: Landi

Sæl Tína mín,þú ert mögnuð perla,pistlanir hjá þér vekja mig oft til betri hugsanir og aðra sýn á hlutina-Takk fyrir það.

Ég var leit við hjá Daddý systir í rétt áður en hún flaug austur að vinna,en það er alveg brjálað að gera hjá henni þessa daganna,hún biður innilega að heilsa þér.Hún kemur svo suður aftur á morgun til að klára að pakka en húsið fyrir austan er að mér skildist tilbúið.

Bestu kveðjur til þín Tína mín og alveg risa risa stórt knús

Landi, 23.8.2008 kl. 19:36

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert yndið mitt yngsta og bezta

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 20:51

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Maður uppsker alltaf eins og maður sáir.  Ég trúi á karma og ef maður gerir illa hluti eða hugsar illa til annarra, lendir maður sjálfur í slæmum málum.  Góðar, fallegar hugsanir, og umfram allt bjartsýni, er það sem gefur manni mest.  Geðvonska og leiðindi geta aldrei skilað manneskju einhverju góðu.  Þú ert nú algjör englabossi.  Knús og kram inn í nóttina þína og góðar óskir um betri líðan.  Áfram Ísland, áfram Ísland

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.8.2008 kl. 01:08

15 Smámynd: www.zordis.com

Það er gott að leggjast á koddan með kærleikinn að leiðarljosi!

vona að þér líði vel og vaknir með baráttuhuginn í fyrramálið.  Lifið er vissulega ljúft!

www.zordis.com, 24.8.2008 kl. 01:44

16 Smámynd: Benna

Sendi þér góða strauma Tina og takk innilega fyrir þessa einlægu færslu ...knús á þig skvís..

Benna, 24.8.2008 kl. 09:06

17 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þú stendur þíg frábærlega vel......sendi þér baráttukveðjur.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.8.2008 kl. 09:25

18 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Elsku Tína, þú ert baráttuforkur og gefst aldrei upp!!! Takk fyrir þessar frábæru færslu eins og venjulega hittir þetta beint í mark. Gullmoli, sjáumst fljótlega.  Knús á Kristján og Gunnar þinn. og það stærsta fyrir þig!!! Lofaðu mér samt að fara vel með þig þangað til ég kemst til þín....

Guðrún Helga Gísladóttir, 24.8.2008 kl. 14:53

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tína  flott færsla og sönn.  Sendi þér orkuskot  og svo til lukku með silfrið

Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 16:50

20 Smámynd: Sigrún Óskars

Góð færsla Tína. Sendi þér orku og kærleik

Sigrún Óskars, 24.8.2008 kl. 22:02

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er alveg bit. Snilldarfærsla og kærkomin. Takk fyrir mig

Heiða Þórðar, 25.8.2008 kl. 22:52

22 identicon

bara svo ég haldi áfram mjög svo þarfa umræðu ( og kvitti í leiðinni ) þá fór ég að hugsa um að þessi hugleiðing hjá þér á MJÖG svo vel við umræður morgunsins ...förum aðeins dýpra í málið shall we? OKAY... þú kaupir garn og færð lánaða prjóna einhverstaðar og prjónar þessa fallegu peysu sem ég yrði svo ómótstæðilega sæt í og þá ertu að "sá" og "uppskerð " mikla hamingju af að sjá hvað ég verð fín.

Nú og ef að þetta var ekki nógu sannfærandi ... hvað þá með þetta? ef þú pr´jónar hana ekki ætlar mamma að gera það þá ertu að "sá " og " uppskerð" ævarandi langt nöldur af minni hálfu og ég mun gefa þér hana í afmælisgjöf !!!!! þannig að íhugaðu málið vel mín kæra þetta er orðið háalvarlegt mál

Elska þig samt í tætlur ( mun samt neyða þig í peysuna ef Mamma prjónar hana )

tvíbakan þín (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband