Ég fer í fríið

Jább þið lásuð þetta rétt. Ég er sum sé að fara í frí í viku með eiginmanninum og við förum á morgun. Þetta var ákveðið í apríl en eins og þið vitið að þá er alltaf/oft oggulítið vesen á mér, þannig að það er ekki fyrr en í dag sem ég leyfi mér að segja að ég sé að fara í fríið.

Kjell Aage Hemm heitir eigandi fatamerkisins Jameson, sem við flytjum inn. Hann var hér á Íslandi í apríl þegar ég var mjög slæm. Þá tilkynnti hann okkur það að hann ætlaði að bjóða okkur heim til sín til Noregs núna í september og skikka okkur í viku frí. Hann lét ekki standa við orðin tóm heldur pantaði miðana og við förum á morgun og komum til baka sunnudaginn 21 sept. Þannig að þið fáið frið fyrir mér í heila viku. Guð einn veit að elskulegur eiginmaður minn veitir ekki af smá fríi. Auðvitað hef ég líka gott af því, en ég geri fjandakornið ekki neitt heilu og hálfu dagana meðan hann er eins og þeytispjald um allar trissur.

Spáið aðeins í þessu........þetta verður fyrsta frí okkar hjóna saman í 8 ár. Jújú við höfum farið saman til útlanda og svona, en þá var það alltaf vegna vinnu (innkaupaferðir) eða ráðstefnur og þess háttar. En núna hangir ekkert annað á spýtunni en hvíld. Við ætluðum reyndar að taka okkar fyrsta sameiginlega frí í maí en þá kom blessaði jarðskjálftinn og hristi aðeins upp í þessa áætlun. Þannig að við fljúgum til Osló á morgun og mun Kjell koma og sækja okkur og fara með okkur heim til sín sem er í Sandefjord <--- gæti þurft að leiðrétta þetta. Síðan á miðvikudaginn fljúgum við ásamt Kjell og hans frú, til Þýskalands þar sem sonur þeirra hjóna á sumarhús í Moseldalnum <--- gæti líka þurft að leiðrétta þetta.  Vissuð þið að Mosel væri í Þýskalandi? Ég hélt þetta væri í Noregi og var ekki alveg að skilja þessa ferðaáætlun en ákvað að vera bara farþegi og láta karlinn um þetta. Fékk svo skýringu á þessu öllu þegar Gunnar sagði mömmu sinni ferðaáætlunina. En í Mosel verðum við til laugardags, en þá förum við aftur til Noregs og heim á sunnudaginn.

Ég þarf að taka svo mikið af lyfjum með mér og vona ég innilega að það verði ekki gert leit hjá mér. Yrði örugglega sökuð um inn eða útflutning Police 

Annars er ég nokkuð góð þessa dagana. Fyrir utan að geta varla sofið. Ég reyndi að ná á hana Helgu lækni til að hún gæti breytt lyfjaskammtinum svo ég geti sofið. En hún er í útlöndum og kemur ekki aftur fyrr en á þriðjudag. Ég verð því að sætta mig við þetta þar til þá. Sjónin á vinstra auga fer versnandi og næ ég því orðið aldrei í fókus. Þannig er að sjóntaugarnar liggja í kringum heiladingulinn og líklegt er að æxlið sé farið að stækka og þannig farið að þrysta á sjóntaugarnar. Þetta er að vísu ekki alslæmt, því ég virðist alltaf vera að blikka alla hægri vinstri þegar ég reyni að ná fókus og ég held svei mér þá að það sé bara nokkuð sætt Wink. Það góða er að ég er hætt að kasta upp og ógleðin er að mestu horfin. Og núna er ég að minnsta kosti með meðvitund. Kannski full mikla, en með meðvitund engu að síður. Við skulum ekki gera lítið úr því.

Reynið nú að sakna mín ekkert allt of mikið meðan ég er í burtu en usssss hvað ég á eftir að sakna ykkar samt.

Molin að þessu sinni á því að duga út vikuna: Heimurinn er eins og býflugnabú. Við komum öll inn um sömu dyr en búum í mismunandi hólfum. - Afrískur málsháttur.

Knús á ykkur öll og við skjáumst fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Æ en æðislegt hjá ykkur að skella ykkur út.  Vona svo sannarlega að ferðin verði ykkur bæði góð hvíldar og skemmtiferð.

Hafðu það gott mín kæra og jú ég mun sakna þín

Dísa Dóra, 13.9.2008 kl. 07:43

2 Smámynd: Tína

Ester Takk fyrir og takk fyrir bloggvináttu. Hlakka mikið til að kynnast þér betur kona góð.

Dísa Dóra: Það vona ég líka og ég mun sko líka sakna þín  Fáum okkur svo kaffi fljótlega. Ég er alltaf laus.

Tína, 13.9.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Góða ferð og njóttu lífsins með þínum ferðafélögum. Ég vona svo sannarlega að þú njótir þessarar ferðar í botn.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 13.9.2008 kl. 08:40

4 Smámynd: Einar Indriðason

Góða ferð, Góða skemmtun.  Hmm... hvað segir maður fleira þegar fólk er að fara í frí?  Hmm... Skoðist landið vel?  Löndin?  Ekki láta nappa þig fyrir stór-innflutning.  Hmm....  Slaka á í ferðinni?  Hmm... hvað fleira?

Alla veganna... ég vona að þið hafið góða ferð, bæði tvö.... Það er stundum fínt að fara í smá frí... Vika er kannski alveg í það minnsta... En betra en ekkert frí.

:-)

Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 09:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegt

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 09:45

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Vona að þú getir notið þín í þessu fríi og farir vel með þig allan tímann. Hlakka til að fá þig til baka vinkona.

Ferðaknús

Sigrún Óskars, 13.9.2008 kl. 09:57

7 identicon

Æ, mikið samgleðst ég ykkur! Njótið þess bara alveg í ræmur að vera saman í fríi (langar svo mikið að gera þetta með Pétri mínum), það er örugglega yndislegt í Moseldalnum (það er rétt skrifað hjá þér Sandefjord og Moseldalur, mín kæra.

Það verður gaman að lesa svo hjá þér bloggið, þegar þið komið til baka.

Góða ferð og líði þér sem allra best

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 10:02

8 Smámynd: SigrúnSveitó

En yndislegt hjá ykkur. Ég vona bara að þið njótið frísins og að þinn heittelskaði nái að slaka...veit af reynslu með minn að hann getur átt erfitt með að ná hraðanum niður eftir mikla vinnutörn...

Hlakka til þegar þú kemur heim aftur, eigðu yndislega viku elsku Tina.

Knús&kærleikur.

SigrúnSveitó, 13.9.2008 kl. 10:15

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Njóttu kirsuberjanna í Móseldalnum.  Frí getur gert kraftaverk

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 10:36

10 Smámynd: JEG

Ó mín elskulega.  Gaman að heyra að þið séuð að fara í smá frí.  Alltaf notalegt að breyta um umhverfi.  Farðu vel með þig og njóttu í botn.  Iss færðu ekki bara vottorð um lyfjaburð ? hehehehe....

Sakna þín nú þegar essgan .....össs   heil vika OMG en maður reynir að lifa það af.......

Knús meðtekið og klemm og kreist sent um hæl til þín.  

JEG, 13.9.2008 kl. 11:26

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Gæti ekki verið betra - Moseldalurinn ku vera eitt það fallegasta sem fólk heimsækir. Njóttu ferðarinnar í botn og vonandi verða ekki of miklar aukaverkanir með ferðinni. Knús.

Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 11:35

12 Smámynd: Tína

Góða ferð og hafðu það ógó gott úti hlakka til að losna við þig:D hehe (ekki illa meint)...elska þig ofur heitt .....ég ætla siðan að halda partý og hendi kristján inní skáp:D verður allt í rust þegar þu kemur heim og bara svona gaman fattaru...:D...

 nei nei okey en ég lofa að vera góður strákur og njótt þess nu að vera í fríi með vindhananum:P

Tína, 13.9.2008 kl. 13:44

13 identicon

Ohhh log out hefuru heyrt um það:O þetta var semsagt ég sem skrifaði hér að ofan:)

Leifur (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 13:45

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða ferð Krúsin mín og reyndu nú að ferðast létt og skildu áhyggjurnar eftir heima! Annars get ég lánað þér lista til að pakka eftir........

Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 15:44

15 Smámynd: Einar Indriðason

Ég veit hvað gæti verið á slíkum lista... því ég er búinn að sjá vissa hluti á þessum lista, og það frá Hrönn...

Semsagt... Þú þarft:

-  Einn Svissara.  (Ég er að tala um vasahníf, en Hrönn ekki.......)

og þú þarft:

- Einn hamar.  (Til hvers, veit ég ekki, en Hrönn vill meina að hamarinn sé nauðsynlegur.)

Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 17:22

16 Smámynd: Inga María

og knúsa sjálfan þig og kallinn.  Njótið og pant vera samt í sama hólfi og þú!

Inga María, 13.9.2008 kl. 18:42

17 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu þín kona!  Hljómar spennandi og notaleg ferð allt í senn .... Þið verðið flott á þessu heimshornaflakki. 

Molinn er flottur!

www.zordis.com, 13.9.2008 kl. 21:45

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég hef verið í Moseldalnum....þar er mjög falllegt.

Hafðu það sem allra allra best með manninum þínum í ferðinni.

Ég er búin að lesa töluvert af bloggunum þínum aftur í tíman og samgleðst ykkur svo innilega að vera að fara þessa ferð.

Solla Guðjóns, 13.9.2008 kl. 23:18

19 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Góða ferð ljúfust og hafðu það sem allra best......

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.9.2008 kl. 23:54

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góða ferð, góða skemmtun og góða hvíld, þess óska ég ykkur hjónunum.  Vonandi komið þið endurnærð úr þessu fríi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.9.2008 kl. 01:11

21 Smámynd: Helga Aðalsteinsdóttir

Góða ferð og hafðu það sem best. Kveðja Helga

Helga Aðalsteinsdóttir, 14.9.2008 kl. 15:30

22 Smámynd: Ragnheiður

Leifur óþægðarangi  bara skemmtilegastur.

Góða ferð mín kæra vinkona, njóttu þess vel að vera í Mosel dalnum, þar hef ég heyrt að sé ógnarfallegt.

Mundu svo að taka Kristján út úr skápnum þegar þú sleppur úr vörslu tollarana við þennan innflutning

Ragnheiður , 14.9.2008 kl. 17:02

23 Smámynd: Heimir Tómasson

Frábært vina mín. Njótið samverunnar, það er aldrei of mikið af henni. Ég veit.

Heimir Tómasson, 14.9.2008 kl. 21:32

24 Smámynd: Gunna-Polly

góða ferð elskan :) þú bara blikkar tollarana

Gunna-Polly, 14.9.2008 kl. 22:43

25 identicon

Elsku Tína, ég vona svo hjartanlega að þið skötuhjúin hafið það gott í fríinu og njótið þess í botn að vera í hvíld og slökun saman

Kristín (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:23

26 Smámynd: Landi

Ja hérna nú,og manni er sko ekki boðið með FUSS & SVEI

Jæja það er gott að þið skötuhjúin náið að fara í frí saman,held barasta að þetta verði heljarinnar fjör hjá ykkur og vonandi náið þið að slaka vel á.

Góða skemmtun

Landi, 16.9.2008 kl. 13:44

27 identicon

ElskU Tína mín góða ferð og farðu vel með Gunna þínn.....Gerðu ekkert af þér sem er nú mjög sennilegt að þú gerir ef ég þekki þig rétt .....

Daddý (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:33

28 identicon

Sjáumst í dag

Sigurlín (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband