Taktu ábyrgðina

Hvað segið þið gott fólk............... finnst ykkur ekki alveg vera kominn tími á nýja speki hjá mér? Ef svo, haldið áfram að lesa, en ef ekki........ well þá mæli ég með því að þið haldið áfram að lesa. Aldrei að vita nema það sé smá vit í þessu Cool.

Eitt af stóru veikleikum þjóðfélagsins í dag, er viðhorf okkar til fórnalambshlutverksins. Margir telja sig vera fórnalamb utanaðkomandi aðstæðna. "Ég þurfti að láta lýsa mig gjaldþrota vegna fyrrverandi maka..", "Ef fyrirtækið sem ég vann hjá hefði ekki sagt mér upp..", Ef þessi bílstjóri hefði ekki snögghemlað fyrir framan mig..".

Þegar við erum fórnalömb atburða, eða verur utanaðkomandi ástands, þá höfum við ekkert vald. Við höfum þá gefið atburði lífsins valdið. Því lengur sem við gefum atburðina vald, því verri verða aðstæðurnar.

Spekingur að nafni James Allen, sem ég hef miklar mætur á, skrifaði í bók sem hann gaf út (Above life's turmoil) "Þú ímyndar þér aðstæður þínar vera aðskilda frá sjálfum þér, en þau eru innilega skyld þínum hugsunarheimi. Ekkert gerist án fullnægjandi orsaka."

Til að ná stjórn á ástandinu verðum við fyrst að viðurkenna okkar eigin ábyrgð á því hvers vegna við erum þar sem við erum. Þetta reyndist mér hvað erfiðast af því að "fórnalambið" í okkur öllum vill alls ekki taka þessa ábyrgð.

Þegar við tökum ábyrgðina verðum við síðan að ná stjórn á hugsunarhættinum. Og já, því verður ekki neitað að oft getur það reynst ansi erfitt. Það virðist nefnilega vera í okkar eðli að hugsa fyrst á neikvæðan hátt. En þetta er einungis vegna þess að við höfum vanið okkur á það. Og eins og er með allt sem snýr að vana, þá er hægt að skipta því út fyrir vana þess að hugsa rétt.

Emmet Fox sagði einhverju sinni "Þú ert ekki hamingjusamur af því þér líður vel. Þér líður vel af því þú ert hamingjusamur. Þú ert ekki þunglyndur vegna þess að vandamál komu upp, vandamálin komu vegna þess að þú varst þunglyndur" Þið getið breytt hugsunarhættinum og tilfinningunum, og þá breytast utanaðkomandi aðstæður í samræmi við það.

 

Og þetta held ég að sé þess virði að leiða hugann að þessa vikuna. Hafið það alveg truflaðslega gott í dag og ef eitthvað leiðinlegt kemur upp sem þarf að gera....................... gerið það þá með bros á vör.

 

Molinn í dag er því í takt við pistilinn: Við berum ekki aðeins ábyrgð á þvi sem við gerum heldur einnig á því sem við látum ógert. - Moliére

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landi

Held að það sé nokkuð til í þessum orðum þessa ágæta bókahöfunds,,,

Knús inn í daginn þinn Tína mín ;)

Landi, 23.9.2008 kl. 07:26

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Takk fyrir þennan góða pistill, sem er svooooo sannur.

Knús á þig, mín kæra.

SigrúnSveitó, 23.9.2008 kl. 07:30

3 Smámynd: Einar Indriðason

Innlitskvitt og velkomin til baka á ykkur.

Mér heyrast fleiri vera heimspekingar heldur en sumir, eins og sumir sögðu við suma... (ekki í sumar, heldur haust....)

Einar Indriðason, 23.9.2008 kl. 07:36

4 Smámynd: Tína

Landi og Sigrún: Knús á móti og gaman að "sjá" ykkur aftur

Einar: Spurning hvort við stofnum ekki bara samtök um ómenntaða spekinga???

Tína, 23.9.2008 kl. 07:42

5 identicon

kvitt og knús á þig.

Sigurlín (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 08:20

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert svo spök

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 08:46

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góð speki inn í daginn..........njóttu hans

Hólmdís Hjartardóttir, 23.9.2008 kl. 09:38

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér algjörlega sammála Tina.

Konur t.d. eru ansi sleipar (ekki allar auðvitað) í þessu hlutverki fórnarlambsins en það er ekki skrýtið vegna valdaleysis kvenna í gegnum tíðina.  Að vera ósjálfbjarga og upp á aðra komin hefur verið gert að listformi af mörgum konum.

Ég var einu sinni svona, ég þekki margar svona konur, líka í bloggheimum og út um allt þar sem fólk tjáir sig.

Fórnarlambið er valdalaust, það liggur í eðli þess að geta ekki lyft fingri sér til hjálpar og þess vegna er viðkomandi sífellt bendandi á aðra eða á ytri aðstæður sem ástæðu fyrir öllu sem dynur á því.

Skelfilegt.

En það er aldrei of seint að hysja upp um sig og taka ábyrgð.  Þegar það gerist þá gjörbreytist líðanin.  Éinhver sagði að það væru ekki atburðirnir í lífinu sem skipta máli heldur viðhorf okkar til þeirra.

Upp á þá speki skrifa ég algjörlega.

Sorrí að ég skuli blogga hérna hjá þér en mér er þetta mál ansi kært, þ.e. að sjá fólk taka ábyrgð á eigin lífi.

Já og mér þykir vænt um þig krútta mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 10:29

9 identicon

Sæl kæra Tína!

Mikið svakalega öflugan sannleika mælir þú þarna.

Ég finn það oft á sjálfri mér hvað þetta er rétt, stundum á jákvæðan hátt og reyndar stundum (því miður) á neikvæðan. En ég er alltaf að reyna að hugsa jákvætt og hafa þessa góðu speki að leiðarljósi.

En mikið er gott að vera farin að sjá bloggið þitt aftur og skrifa athugasemdir hjá þér.

Hafðu það gott, kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 11:13

10 identicon

Virkilega góður pístill hjá þér og svo mikill sannleikur í þessu! Þetta eru vangaveltur sem allir ættu að taka til umhugsunar og pæla soldið í. Sama hvað hendir okkur, berum við ein ábyrgðina á hvernig við vinnum úr því, við höfum valið!

þúsund knús og kossar til þín

Kristín (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 11:33

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Þetta er sannleikur, hugsunarhátturinn er ótrúlega magnaður.  Hvort sem maður viðurkennir það eða ekki.  Viðhorfið til lífsins og hvort maður er t.d. bjartsýnn eða svartsýnn.  Það gengur allt betur hjá þeim bjartsýna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.9.2008 kl. 11:52

12 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta að taka ábyrgð á sér og sínu er orðið svo lítið um, sér í lagi nú þegar,,kreppir" að hjá flestum. Þá vaða flestir í að kenna ÖÐRU um, sama gildir um háttalag fólks í umferðinni. Fáir,,líta í eigin barm"heldur kenna öllu öðru um, síst af öllu eigin hegðun. þú ert ÆÐI

Eiríkur Harðarson, 23.9.2008 kl. 13:48

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Stundum þarf að róta aftur á bak og nema staðar og svo áfram.Best er að geta staldrað við í núinu og horft með birtu fram á við.Þegar við megnum það erum við með styrkinn sem þarf.

Mér finnst sitthvað að vera fórnarlamb eða að búa sjálfan sig út sem fórnarlamb.

Örugglega margir sem hafa hugsað:Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta"Þegar við náum að hætta að pæla í því......þá stóru skrefi náð til styrkleikans.

Rosa góð skrif hjá þér ......og umhugsunar verð.

Knús á litla og velkomin heim

Solla Guðjóns, 23.9.2008 kl. 14:23

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Ein alltaf að flýta sér.........á "náttla" að vera.....KNÚS Á ÞIG LITLA......

Solla Guðjóns, 23.9.2008 kl. 14:26

15 Smámynd: Dísa Dóra

Frábær speki og ég er sko 100% sammála.

Er jú búddisti og þar er mikið talað einmitt um að taka ábyrgð á eigin gjörðum og lífi.  Held mér gangi orðið ágætlega í þessu í dag :)

Knús til þín yndislega kona og jú endilega förum að hittast yfir kaffibolla eða svo

Dísa Dóra, 23.9.2008 kl. 16:58

16 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er mikill sannleikur og mín speki hefur alltaf verið sú að maður er það sem maður hugsar (úr bókinni, Skyndibitar fyrir sálina, sem ég les afurábak og áfram).

Sigrún Óskars, 23.9.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband