Ef þið gætuð breytt einhverju í ykkar lífi í dag - hvaða breyting yrði það?

Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Þetta er örugglega ekki í fyrsta skiptið sem þið hugsið ykkar eigið svar við þessari spurningu - en hvað heldur þá aftur af ykkur?

Hafið þið hugsað út í það að það er aðeins EITT sem þið raunverulega þurfið að gera til þess að allt falli í réttar skorður og þið sjáið breytingarnar eiga sér stað? Þetta hljómar kannski of einfalt, en þetta EINA sem þið þurfið að breyta er ..... hugsunarhátturinn.

Kannist þið ekki við að fólk beri líðan sína bókstaflega utan á sér og lítur ýmist "vel" út eða "illa"? Líkaminn er nefnilega þjónn hugans. Við neikvæðar hugsanir, sekkur líkaminn fljótlega niður í veikindi og slappleika, og fólk lítur illa út. En við jákvæðar og glaðar hugsanir klæðist líkaminn nánast ungdóm og fegurð. Fólk hreinlega geislar.

Hræðsluhugsanir hafa verið þekktar fyrir að drepa fólk jafn örugglega og byssukúla. Þó ekki jafn hratt. Fólk sem lifir í hræðslu við sjúkdóma er fólkið sem mun veikjast. Fólk kallar ósjálfrátt á aðstæður sínar með hugsunarhættinum.

"Hvað með fjármála ástandið eins og það er í dag og allt sem er í gangi alls staðar......... ekki kalla ég það yfir mig!" kunnið þið jafnvel að hugsa. Svarið við þessari spurningu er því miður að vissu leyti "jú þið gerið það" . Þið eruð nefnilega bílstjórar eigin hugans og lífs. Þið breytið kannski ekki ástandinu á fjármálamörkuðum og þess háttar, en þið getið ákveðið hvaða áhrif ástandið fái að hafa á ykkar líf og tilveru. Þið ákveðið sjálf hvað fer í taugarnar á ykkur og hvað ekki. Þið ákveðið sjálf hvort þið ætlið að láta eitthvað ákveðið eyðileggja fyrir ykkur. Eins er það þegar einhver fer alveg í ykkar fínustu og fær ykkur til að líða illa, alveg sama hvað. Það eruð þá þið sem hafið ákveðið að veita viðkomandi valdi yfir því að ákveða hvernig ykkur líður. Til þess að breyta þessu verðið þið að hugsa meðvitað. Setjast niður í smástund áður en allt fer í handaskol og segja við ykkur sjálf "Ég ætti ekki annað eftir en að láta hann/hana ráða því hvernig mér líður".

Sjáið t.d í kreppunni mikluí Bandaríkjunum 1934. Þegar Bill Hewlett og David Packard störtuðu í henni miðri, það sem í dag er með stærstu hugbúnaðarfyrirtækjum heims - HP. Þeir hlustuðu ekki á neikvæðisraddir og fjölmiðla og það ættuð þið heldur ekki að gera. Það eina sem við þurfum að hræðast er hræðslan sjálf.

Takið meðvitaða ákvörðun um að utanaðkomandi áhrif og tímabundið ástand fái ekki að eyðileggja ykkar tilveru. Setjið ykkur markmið og náið þeim. Um leið og þið eruð búin að skrifa markmiðið niður þá er ekkert því til fyrirstöðu að þið náið þeim. Þið þurfið ekkert að setja ykkur gommu af markmiðum til að lífið breytist til batnaðar. Hversu mikið myndi lífsgæði ykkar bætast ef þið næðuð þó ekki væri nema eitt lífsmarkmið á næstu 10 árum.

Verum lífsglöð en umfram allt jákvæð. Allt verður svo miklu auðveldara viðureignar þannig. Þó ekki væri nema vegna þess að það dregur hugann burt frá því sem leiðinlegt er. Gefið ykkur tíma til að  sjá hvað allt er fallegt úti í haustlitunum. Látið svona smáatriði ekki framhjá ykkur fara. Ég ætla að minnsta kosti að brosa mikið í dag........ en þið?

Er þetta ekki bara hin ágætasta hugleiðing fyrir vikuna??

 

Molinn í dag sem jafnframt er vert að tileinka sér: Einu takmörkin í lífi þínu eru þau sem þú setur þér sjálfur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tína þú ert bestust

Hólmdís Hjartardóttir, 30.9.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir þennan algjörlega sanna og rétta pistill elsku Tina.  Það er svo sannarlega rétta að það erum algjörlega við sjálf sem stjórnum líðan okkar og hugsunum.  Ég hef oft hugsað um orðatiltæki sem ég las fyrir nokkrum árum og hljóðar eitthvað á þessa leið:  Til hvers að hafa áhyggjur?  Áhyggjur breyta ekki ástandinu nema helst til hins verra.  Áhyggjur gera því ekkert nema að rúlla utan á sig meiri áhyggjum.  Til hvers þá að hafa áhyggjur?

Hef reynt að hafa þetta ávalt í huga og hugsa í dag sem svo að ég hreinlega eyði ekki tíma mínum í áhyggjur.  Eyði frekar tíma mínum í að setja mér markmið og finna lausnir.  Þannig nýti ég tímann í að leysa málin frekar en að hafa áhyggjur af þeim

Annars er nú lítið sem ég vil breyta í lífi mínu í dag - elska lífið gjörsamlega í ræmur eins og það er.  Tja nema svona að ég stefni að því að vinna í lottó

Dísa Dóra, 30.9.2008 kl. 08:34

3 Smámynd: Landi

Ef það sé ekki bókaútgefandi búinn að hafa samband við þig væri það mér hulin ráðgáta,Tína þú ert bara æðisleg

Ég mæli með að Mbl gefi bók út eftir þig skvís

Landi, 30.9.2008 kl. 08:34

4 Smámynd: Tína

Ragna og Hólmdís: Þið eruð yndislegar báðar tvær og með eindæmum fallegar líka

Tína, 30.9.2008 kl. 08:38

5 Smámynd: Tína

Nohhhhh fólk er  bara farið að vakna

Ditta: Ég er sammála þér með að heilsan er með því dýrmætasta sem maður á. EN....... (gat verið að það kæmi eitthvað svoleiðis) stundum er ekkert við veikindunum að gera og þá er eins gott að nýta sér vel það allra dýrmætasta í lífi hvers manns....... en það er lífsneistinn. Meðan þú hefur púls þá getur þú glaðst.

Dísa Dóra: Takk ástúðlega fyrir mig í gærmorgun. En það sést langar leiðir að þú elskar lífið í ræmur. Það hreinlega geislar af þér.

Landi: Takk fyrir hrósið vinur. En bók....... nei takk. Þessar hugleiðingar mínar eru til einkanota bara fyrir ykkur og mig

Tína, 30.9.2008 kl. 08:45

6 identicon

hæhæ sæta.

ef ég myndi breyta einhverju þá er það að fara hreyfa mig reglulega (er byrjaður) til að vinna gegn astmanum sem hefur verið að hrjá mig í mörg ár.

við skulum reyna að vera duglegri að kvitta hjá þér. gerum það ekki alltaf .

það eru líka komin inn bumbumynd af frúnni

hilsen Grétar

Grétar (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:12

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Hæ Tina mín, takk fyrir þennan pistil. Eins og talaður út úr mínu .

Þú ert yndi. Knús...

SigrúnSveitó, 30.9.2008 kl. 10:29

8 Smámynd: Ragnheiður

Alveg frábært hjá þér. Ég held að ég myndi nú ekki breyta neinu hjá mér að ráði, ég vinn endalaust í að leiðrétta mig og það er gefandi vinna þegar ég finn árangurinn.

Lífið er gott.

Ég myndi auðvitað vilja fá hann Himma minn aftur en það gæti vel verið sprottið af eigingirni, ekki víst að það væru endilega hans hagsmunir að þurfa að standa í þessu erfiða lífi sínu.

Ragnheiður , 30.9.2008 kl. 11:11

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 11:42

10 Smámynd: JEG

Þú yndislegi gullmoli.  Knús og klemm í klessu mín kæra.

JEG, 30.9.2008 kl. 12:48

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm alveg í stíl

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 13:34

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

AKkúrat málið ekki spurning. Þessvegan er alltaf verið að hrósa mér hvað ég líti vel út þó svo líkamninn sé í hakki, ég er alltaf bjartsýn á betri tíð og hugsa mér sjálfa mig alltaf fríska, það skilar sér svo sannarlega.  Ég hef engar áhyggjur af þessum vandamálum með krónu gengi og annað, læt það ekki eftir mér, lifi bara í núinu og elska hvern dag.  Hafðu það gott mín kæra, þú ert gott fordæmi.  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 14:00

13 Smámynd: www.zordis.com

Sannleikskorn sem kveiknar í hjarta smitar út frá sér, verum glöð og verum jákvæð! Lifið verður svo miklu betra akkúrat þegar við teygjum okkur eftir gleðinni þrátt fyrir að það sé erfitt hjá okkur og breytir engu hvort það sé andlegt eða líkamlegt!

Það er þrautin að horfa í birtuna þegar bjátar á en svo miklu auðveldara að ná sér á strik með birtuna að leiðarljosi!

Knús á þig dúlla og vona að allt gangi vel!!!!!

Molinn er að vanda, vandaður hahahhaha .... Mikið rétt að einu mörkin í lífinu setjum við sjálfum okkur...

www.zordis.com, 30.9.2008 kl. 15:40

14 Smámynd: Inga María

þú hefur augsýnilega fengið sama höfuðhöggið  og ég...lífið er gott ef við leyfum þessu góða, dýrmæta að vera í fyrsta sæti.  Að hafa tíma til að njóta er eitthvað sem ég óska öllum og það að eiga stóran, stærsta skammt af voninni!

Inga María, 30.9.2008 kl. 18:35

15 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Oh hvað ég er ánægð að sjá þessa færslu þína, þetta er einmitt málið í bókinni sem ég var að lesa um daginn sem er Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn.  Ég var vægast sagt hrifinn af henni og hún snérist nákvæmlega um þetta við stjórnum okkar líðan að öllu leyti!!!! Ef við venjum okkur á að segja við okkur sjálf fallega hluti á hverjum degi þá verður það að vana og við trúum á okkur og sjáum okkur í bjartara ljósi með hverjum deginum.  Og ég held að þetta sé bara akkúrat málið.  Líka að hafa sig á stað í einhverri hreyfingu eða sem er okkur erfitt að hafa okkur á stað í þá er galdurinn að hafa sig af stað x marga daga til að það verði að vana og þá verður það ekki lengur erfitt það verður að skemmtun og venju.  Er komin með hjólið algjörlega í vana minn, eins og mér fannst þetta hrikalega leiðinlegt og erfitt til að byrja með.  Nú vil ég bæta mig og gera betur á hverjum degi. 

jæja nóg í bili, hefur alltaf rétt fyrir þér dúllan mín!!! Knús og kossar til allra á þínu heimili.

Guðrún Helga Gísladóttir, 30.9.2008 kl. 22:05

16 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef ég gæti breytt hugafari mínu, væri það ábyggilega í sambandi við karlmenn.  Ég er búin að vera ein í 4 ár og líkar mér það mjög vel.  En ég vildi óska þess að ég gæti treyst karlmanni öðrum en pabba mínum.  Ég þarf að fara að vinna í mínum málum.    Takk fyrir þennan pistil.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2008 kl. 02:34

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku stelpan mín þú færð mig til að hugsa svo mikið og hugsa til svo margra sem hefðu gott af því að lesa þennan pistil.

Það er ekki alltaf gott að ráða við hugann.En það má aldrei láta hugann rífa og tæta allt niður.Oft getum við ekki ein og sér ráðið við hugann og þá hvet ég alla að leita sér aðstoðar við það.

Ég ætti ekki annað eftir en að láta hann/hana (bæti inn í utanað komandi ástand ) ráða því hvernig mér líður". Þetta ættu allir að tileinka sér og rækta með sér..

Takk fyrir sannleiksríkan pistil.

lovjú

Solla Guðjóns, 1.10.2008 kl. 13:06

18 identicon

Takk fyrir þetta, elsku vinkona, þú ert glóandi gimsteinn!!!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:37

19 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 4.10.2008 kl. 18:17

20 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert alltaf jafn yndisleg Tína - takk fyrir þessa frábæru hugleiðingu. Reddar manni alveg. knús til þín

Sigrún Óskars, 5.10.2008 kl. 22:23

21 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

..yndisleg....

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:43

22 Smámynd: Brynja skordal

yndislegust

Brynja skordal, 8.10.2008 kl. 03:12

23 Smámynd: Heimir Tómasson

Frábær eins og alltaf Tina mín. Kveðja að westan.

Heimir Tómasson, 9.10.2008 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband