Hitt og þetta, héðan og þaðan.

Leifur Ingi fékk loksins kallið í gær Grin. Það var hringt í hann rétt fyrir kl 6 í gærkvöldi frá bátnum Arnarberg sem gerir út frá Þorlákshöfn og hann spurður hvort hann vildi fara í einn túr. Hverskonar spurning er þetta eiginlega??? Taskan hans er búin að vera tilbúin í meira en mánuð og var það spenntur maður sem Gunnar keyrði til Þorlákshafnar. Misjafnt er hversu langir túrarnir eru en eru allt upp í 6 daga langir.

Emma vinkona hans Leifs kom hingað í heimsókn með 3 mánaða dóttur sína í gær. Og svo ég grípi nú til orða Jennýjar Önnu þá fékk ég vægt krúttkast við að fá litlu drottninguna í fangið. Eins og þið sjáið þá er þetta alveg gullfalleg stelpa og var Leifi tíðrætt um hversu gott henni fyndist að nudda sig upp við skeggbroddana hans. Hann fékk svo að skipta á henni og taldi það sko ekkert eftir sér þó sú litla hefði verið dugleg við að gera nr 2. Ég var ekkert að skipta mér af þessu þó svo að þetta hafi verið hálfklunnalegt hjá stráknum, enda í fyrsta skipti. Ég fylgdist bara með álengdar og hafði gaman af. Enda var mamman þarna ef hann þyrfti einhverja hjálp. En hreint fékk litla stelpan á bossann og það er jú það sem til var ætlast. Hérna er svo mynd af þeim sem var tekin á símanum hans Leifs.

 Leifur og litla

Gærdagurinn var svo einn af þeim erfiðari sem fólkið mitt í kringum mig hefur upplifað hvað mig varðar held ég. Blóðþrýstingurinn fór niður fyrir öll velsæmismörk (105/45). Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég heyri elskuna mína hana Sigurlín blóta. En það gerði hún þegar hún leit við í kaffi og sá mig. Hún sagði mér svo að ég hefði hrætt úr henni líftóruna. Ég skildi ekki alveg þessi læti sem upphófust í kringum mig, því það eina sem ég vildi var að sofa. Mér leið nefnilega ekkert illa. Jújú mér leið hálf furðulega og var frekar máttlaus en mér leið að öðru leyti ekkert voðalega illa. Sigurlín og Gunnar tóku við öllum ráðum og tróð hún upp í mig kortisól og gekk síðan úr skugga um að ég hefði kyngt. Einnig mældi hún reglulega þrýstinginn og lét Gunnar vita. Svo þegar hún varð að fara, þá vakti hún Leif sem tók grafalvarlegur við af henni. Hann mældi reglulega og lét Gunnar vita sem síðan sagði honum hvað hann þyrfti að gera. Mér tókst svo að taka mig saman í andlitinu meðan Emma var hérna, en ég skal fúslega viðurkenna að ég var gjörsamlega búin á því þegar hún fór. Ég er enn mjög lág en samt betri en í gær. Sjáum svo bara til hvað dagurinn ber með sér. Við erum 2x búin að skilja eftir skilaboð (mánudag og í gær) til sérfræðings minns um að hringja en hún hefur ekki enn gert það. Kannski hringir hún í dag. 

En ég vona að ég fari nú að lagast því yndislega tvíbakan mín hún Anna Bella er að keppa á norðurlandamóti í fitness á sunnudaginn og verður það haldið í Háskólabíó. Guð einn veit að ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til að komast.

Að lokum vil ég þakka Unni Sólrúnu (dropinn.blog.is) fyrir að semja svona falleg ljóð eins og þetta sem ég fékk sent og deildi með ykkur. Í póstinum stóð að höfundur væri ókunnur en nú er ég búin að fá það leiðrétt og skrifa nafnið hennar undir ljóðið í færslunni. Hún bað um að það yrði gert og finnst mér það meira en sjálfsagt. Enda eiga svona skáld alla athygli skilda. Þakka þér fyrir Unnur.

Góða helgi og innilegt knús á ykkur elsku vinir sem og þeir sem kíkja hérna við en kvitta ekki *hnusss*.

 

Helgarmolinn hljómar svona: Sá sem fremur kýs að brosa en reiðast ber ætíð sigur úr bitum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá stráknum að sækja sjóinn, heppinn að komast svona fljótt á dall.

 Viltu gera það fyrir okkur að fara voða vel með þig.

Ég ætla að kíkja í blöðrurnar í Blaze, alltaf svo gaman þegar þú færð svona skemmtilegar hugmyndir.

Blöðrur með afslætti inní.

Tær snilld.

Sammy (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 08:08

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Krútkrútt......fer Leifi Inga bara vel.

Farðu vel með þig elsku vinkona.

Solla Guðjóns, 17.10.2008 kl. 08:23

3 Smámynd: Einar Indriðason

Jákvætt innlitskvitt og *knús* á þig.  Farðu vel með þig, og ekki fara yfir um af þrjósku!

Einar Indriðason, 17.10.2008 kl. 08:26

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jeremías hvað þau eru sæt saman!

Unnur Sólrún yrkir ólýsanlega skemmtilega falleg ljóð! Ég keypti bókina hennar: Kærleikskitl - óbærileg lífshamingja! Les eitt ljóð á dag og það kemur skapinu í lag.

Farðu vel með þig stelpukornið mitt

Hrönn Sigurðardóttir, 17.10.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: JEG

Jiminn eini ég er nú sosum ekkert hissa þó þú hafir fengið krúttkast.  Það bara tilheyrir svona krílum.  Flotta saman.

Jerimías kona .......ætlaru að gera útaf við mann af áhyggjum af þér.  Þú verður að fara að passa þig og fara betur með þig.  Ég er nú reyndar þekkt fyrir lágan blóðþrysting en þetta er nú full lágt.  Meira að segja þá skiptir ekki máli þó ég sé ólétt það breytir ekki mínum þrysting...... ja nema einu sinni þá fékk ég jafnþrysting en það var bara saklaust grín svona rétt til að sína að ég væri ekki alltaf of eðlileg.

En eigðu ljúfa helgi mín kæra og hlíddu nú og vertu þæg krúttan mín.  KNús og klemm úr sveitinni. 

JEG, 17.10.2008 kl. 10:12

6 Smámynd: Dísa Dóra

Gott að strákurinn fékk pláss og vonandi verður svo áframhald á þessu hjá honum.

Segi eins og fleiri að þú verður að passa þig krúttan mín.  Vonandi fer þrýstingurinn að lagast og þú verður nú að vera dugleg að taka lyfin svo þú haldist réttu megin við línuna.

Knús á  þig mín kæra

Dísa Dóra, 17.10.2008 kl. 11:02

7 identicon

Elsku Tína mín!

Viltu gera það fyrir okkur vini þína, þó sérstaklega sjálfa þig, að taka lyfin þín og hlýða lækninum. Ég get vel skilið það, að þú hafir viljað grípa til þinna ráða í sambandi við Kortisólið og nýrnahetturnar, en það er heillavænlegast að láta læknana stjórna þessu, þeir eiga víst að vera sérfróðir um þetta.

Okkur þykir bara alveg rosalega vænt um þig og viljum þér bara það besta! 

Meiriháttar að Leifur skyldi fá skipspláss

Humungus knús á þig, kæra vinkona

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:11

8 Smámynd: Brynja skordal

Mikið er þetta falleg mynd af Leifi þínum og krúttmolanum og gott að hann fékk pláss á skipinu En Elsku tína mín farðu vel með þig og vonandi hringir Doksi í þig hafðu ljúfa helgi Elskuleg knússs

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Inga María

hnuss

Inga María, 17.10.2008 kl. 12:56

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott að hann komst loksins á sjóinn drengurinn.

Knús á þig Tína mín og við krossum fingur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 13:20

11 Smámynd: Landi

Hehe ég vissi að það væri ekki langur tími þar til kauði kæmist í pláss,það er nefnilega svo að þeir sem eru þrjóskir að sækja um komast að

Tína farðu nú vel með þig og vertu nú dugleg að taka lyfin þín

Þú ert nú einu sinni bara frábær en þrjósk með eindæmum,ég er nokkuð viss að þú náir í þennan sérfræðing,nú ef ekki þá köllum við bara út leitarflokk og finnum sérfræðinginn

Bið að heilsa og stórt knús til þín og hele famelien

Landi, 17.10.2008 kl. 15:05

12 Smámynd: www.zordis.com

Virkilega sæt mynd af syni þínum og litlu krúttunni, fer honum ljómandi vel svei mér! 

Ekki halda áfram að leika skottulækningar og taktu lyfin þín ... hnuss eru góð og ég sendi þér hussandi frussandi ástarkoss af fingri mér ....

Molinn er að venju góður, að geta brætt reiðina með brosi er ómældur styrkur sem gefur af sér. Knús til þín elsku Tína.

www.zordis.com, 17.10.2008 kl. 17:25

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er gott að Leifur fékk pláss á sjónum.    Vonandi líkar honum það vel.  Ekki er ég að þjást af of lágum blóðþrýstingi, ég er frekar í hina áttina.  Morgunmælingin mín var 180/98 sem er náttúrulega allt of hátt, fyrir konu á mínum aldri.    Farðu vel með þig mín kæra bloggvinkona, og mundu að slappa af og hvíla þig.  Svo er moli dagsins frábær, ég er alltaf brosmild og hláturmild.  Það léttir lífið mikið.  Ég óska þér og þínum yndislegrar helgar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.10.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband