Niðurstöður og smá auglýsing

Jæjaaaaaaaaa elsku hjartans dúllurassarnir mínir og hinar hrúgurnar. Þá er ég búin að flagga túttunum framan í lækni og glenna mig við annan. Niðurstöðurnar á báðum stöðunum var glæsileg og í rauninni óskiljanlegt hvers vegna ég var send áfram. Kannski til að minna mig rétt sem snöggvast á að ég er enn meðal lifenda????? Kannski til að minna mig á að þrátt fyrir allt þá gæti staðan verið verri en hún er. Þess vegna er ég í það minnsta ánægð yfir að vera einungis með heila-æxli en ekkert annað. Þannig að það er allt gott að frétta af mér.

Eins og ég tek fram í fyrirsögninni þá langar mig að auglýsa hérna smávegis. Því ekki hef ég hugmynd um hver það er sem kíkir hérna inn fyrir utan þá sem eru svo æðislegir að kvitta. Ekki misskilja mig............. mér finnst þið hin alveg hreint frábær líka. Ég veit bara ekki hver þið eruð.

Þið vitið orðið flest að við við hjónin eigum landsins flottustu herraverslunina þótt víðar væri leitað. Jájá ég veit, ég er líka hógvær og hjartalítillát. En burt séð frá því þá er þetta engu að síður staðreynd og erum við núna byrjuð að undirbúa jólin. Erum við þess vegna að fara af stað með kynningarátak á gjafabréfum verslunarinnar til einstaklinga og fyrirtækja auk þeirrar þjónustu sem boðið er upp í á kringum útfærslur, frágang, pökkun og fl. Einnig bjóðum við fyrirtækjum að keyra þetta úr fyrir þá. Það eru nánast engin takmörk fyrir því sem við erum tilbúin að gera fyrir okkar viðskiptavini. Ef þið viljið sjá bréfið sem við erum að senda út þessa dagana þá getið þið gert það með því að ýta hér

Fyrirtækið okkar heitir G.C. Einarsson ehf. Vissuð þið t.d að við værum með meira en herraverslun? Alveg datt mér það í hug að svo væri ekki. Enda ekki að undra þar sem við höfum ekki látið bera neitt sérlega mikið á því. En við erum s.s líka með umboð fyrir Jameson jakkafatamerkið og erum með fullan lager af fötum. Einnig erum við með sölu á vinnufatnaði. Þessi vinnufatnaður er að vísu hugsaður fyrir fyrirtæki eins og Kjörís, matvinnslufyrirtæki ýmiskonar, lækna, snyrtifræðinga og svoleiðis. Þess vegna bið ég ykkur um að forvitnast hjá okkur ef þetta er eitthvað sem ykkur vantar. Aldrei að vita nema við getum komið ykkur á óvart með því sem við höfum upp á að bjóða. Hér eru svo upplýsingar um símanúmer og fleira.

Svo var ég að velta fyrir mér hvernig ykkur litist á að hafa búðina opna eitthvert kvöldið fyrir ykkur sem þetta lesið. Þá myndum við bjóða upp á léttar veitingar og einhver skemmtileg tilboð. Tala nú ekki um hversu gaman gæti orðið að hittast. Hvernig litist ykkur á það? Endilega látið mig vita hérna í athugasemdakerfinu svo ég sjái hvort áhugi sé á þessu. Sum ykkar kynnuð að hugsa að þetta sé svo langt að fara og svoleiðis bull. En þið vitið alveg eins og ég að þetta er í rauninni enga stund farið. Svo geta sumir sameinast í bíl. Engar afsakanir lengur gott fólk. Við gætum þess vegna byrjað á því að fá okkur eitthvað gott að borða á hótelinu og myndi ég þá fá geggjað gott verð í svoleiðis fyrir okkur. Þetta gæti orðið hálfgerð árshátíð bloggara LoL Ég segi nú bara svona en það gæti verið margt vitlausara. Látið endilega fylgja með hvort þið hefðuð meiri áhuga á. Með mat, eða án.

Vinsamlegast takið fram hvort þið hafið áhuga á þessu og þá hvort þið viljið borða á hótelinu eða ekki. Þið sem eruð EKKI vön að kvitta eru hjartanlega velkomin líka. Þó ekki væri nema til að sýna ykkur og sjá aðra. En það væri óneitanlega betra ef þið mynduð samt láta vita hvort þið hafið áhuga á að gera ykkur glaðan dag. Það væri þess vegna hægt að gera eitthvað meira úr þessu.

Jæja, ætla að láta þetta gott heita og lofa ykkur uppbyggilegra bloggi næst.

 

Molarnir eru að þessu sinni tveir. Bæði vegna þess að ég tala um tvennt hérna og svo líka vegna þess að ég var haldin valkvíða Tounge

Líf okkar getur ekki verið fullkomið án vina. - Dante.

Bíddu ekki eftir hentugu augnabliki, búðu það til sjálfur. - ókunnur höfundur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er til.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.10.2008 kl. 09:55

2 Smámynd: Tína

Geggjað............................. með mat eða bara beint í búðina?

Tína, 30.10.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: JEG

Ó ég væri til ef ég væri ekki svona fáránlega langt í burtu.

En gullmolinn er svo sannur að hálfa væri nóg.

knús á þig essgan mín, þú er auðvitað flottust. 

JEG, 30.10.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Tína

Heyrðu mig nú Jóna mín........... þér veitir ekki af að minnsta kosti sólarhringsfríi. Þú gistir bara hjá mér góða

Tína, 30.10.2008 kl. 10:48

5 Smámynd: Einar Indriðason

Tína... linkurinn hjá þér á "herrafataverslunina", sem á að enda á blaze.is... virkar ekki hjá mér...  mér er hent í stjórnborðið þitt!

Annars er ég alveg til í að kíkja við.  Bæði í búðina, og eins í kakó.  Kominn tími til, held ég.  En þá er að finna tímasetningar.  Laugardagarnir virka sennilega best á mig.

Hmm... og svo er frábært (eins og venjulega) að heyra jákvæðar fréttir frá þér :-)

Einar Indriðason, 30.10.2008 kl. 10:51

6 Smámynd: Landi

Þú ert bara snillllllllldddddddd..Veistu það

Landi, 30.10.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Tína

Einar: Reyndu aftur við linkinn, held ég sé búin að laga þetta. En viltu með mat eða án matar?

Landi: Ég veit það  En þýðir þetta að þú sért með???

Tína, 30.10.2008 kl. 11:27

8 Smámynd: Landi

Get ekki svarað því alveg strax  þarf að skoða hvernig næstu dagar eru aðeins betur en læt vita um eða eftir helgi..

Annars er þetta enga stund farið..er þetta ekki bara ca 10 mínútur eða korter svo til eða frá með  á hælunum

Landi, 30.10.2008 kl. 11:49

9 Smámynd: Landi

Gleymdi smá,,,það er nefnilega árshátíð núna um helgina,rjúpa næstu helgi á eftir ef farið verður.....

Landi, 30.10.2008 kl. 11:52

10 Smámynd: Tína

Landi: Engin dagsetning komin á en ekkert sem segir að ekki sé hægt að gera þetta tvisvar eða oftar ef þörf krefur. Þannig að þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur dúllan mín.................. þú sleppur ekki

Tína, 30.10.2008 kl. 12:04

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Árshátíð bloggara segirðu? Með kakó og mat......

Gott að þú komst vel út úr öllum testum og glennugangi

Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2008 kl. 12:31

12 Smámynd: Landi

 dam..hvar er Selfoss annars  fer ég ekki alveg örugglega göngin

Landi, 30.10.2008 kl. 12:42

13 Smámynd: Dísa Dóra

tja væri nú alveg til í svona hitting en sennilega svolítið erfitt fyrir mig að komast á næstunni - yrði sennilegast að ég kíkti nú samt í verslunina smá stund svona bara til að forvitnast um þessa skrítnu bloggara

Yndislegt að þú hafir komið svona vel út úr testunum - alveg nóg að vera með einn svona aukahlut í sér.

Knús á þig krúttan mín

Dísa Dóra, 30.10.2008 kl. 12:43

14 Smámynd: Sigrún Óskars

gott að testin voru í lagi hjá þér  knús uppá það

Tína,ég fer ekki milli landshluta á veturna í bíl, nema í neyð sökum bílhræðslu ( er náttúrulega ekki í lagi) sorrý!

Sigrún Óskars, 30.10.2008 kl. 13:24

15 Smámynd: Einar Indriðason

Mat eða ekki?  Ég ku víst vera matvandur, svo svarið er:  "Fer eftir matnum" :-)

Einar Indriðason, 30.10.2008 kl. 14:42

16 Smámynd: Hjördís Inga Arnarsdóttir

Frábær hugmynd hjá þér við redduðum okkur í flottu búðinni þínni þegar við vorum að fara í brúðkaup út í sveit og kallinn sem hafði pakkað sjálfur gleymdi að pakka fínni fötum keyptum svaka flotta skyrtu bindi og buxur þannig að kallinn var fínn í kirkju svo var bara farið í flísið og lopann í tjaldpartýið Vantar einmitt fín föt á peyjana mína stóru en við eigum líka fínar búðir hér í Eyjum ætli maður reyni ekki að finna eitthvað hér heima.  Annars alltaf gaman að kíkja í búðir á Selfossi!   En ég kíki hér inn af Rögnusíðu gaman að lesa það sem þú skrifar þú ert svo jákvæð og yndisleg!

Kveðja frá Eyjunni fögru!

Hjördís Inga Arnarsdóttir, 30.10.2008 kl. 16:21

17 Smámynd: Tína

Landi: Já þú ferð fyrst göngin og svo tekurðu Norrænu. Þú getur ekki annað en endað hingað hrúgan þín.

Hrönn: Þú kemur með muffins er það ekki?

Dísa: Þetta er sko once in a lifetime opportunity darling

Sigrún: Ekki málið............... höldum bara sumarhátíð fyrir þig þegar þar að kemur.

Einar: Kakó og grilluð samloka............. hvernig hljómar það?

Hjördís: Um að gera að leita fyrst í heimabyggð og svo kemur þú bara til okkar krútta  Þú veist hvar við erum. En þetta með að leita fyrst í heimabyggð er EKKI meint fyrir höfuðborgarbúa............... þeir eiga bara að koma beint til okkar!!!

Tína, 30.10.2008 kl. 16:46

18 Smámynd: Landi

Já sú leið þá veit ég hvar þetta er ....súpukjötið er komið í pottinn..þannig að ég hef nægt nesti til ferðarinnar ..

Spurning hvort Einar borði svoleiðis,ef ég á afgang á leiðarenda þá er ekki málið að hann getur fengið bita 

 Knús til þín skvísa og restina á the family.

Landi, 30.10.2008 kl. 17:30

19 Smámynd: www.zordis.com

Svona búðarpartý eru snilldar dæmi!  Veit um eina verslun sem er með svona opnun með reglulegu millibili á virku kvöldi og allir eru hrifnir!

Ég flýg þá bara í gegn um england og geri gat í miðjuna á landinu og verð í mikilli úlpuneyð!

Knús á ykkur og gangi þér vel, til lukku með góðar útkomur eftir glenn og kremj.

www.zordis.com, 30.10.2008 kl. 19:03

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Frábært að vera með svona glæsileg brjóst og þú æ þarna þústt.....

Til hamingju ástin með flotta útkomu.

Ég væri nú alveg til í að kíkja í búðina með eða án matar......án matar  þá get ég kannski keypt eitthvað á kallinn...

Solla Guðjóns, 30.10.2008 kl. 19:32

21 Smámynd: Sammý

Þú hóar bara í mig, ég er í næsta húsi.

Sammý , 30.10.2008 kl. 20:07

22 Smámynd: Einar Indriðason

Kakó, samlokur, súpukjöt.  Virkar allt vel fyrir mig :-)

Einar Indriðason, 30.10.2008 kl. 21:33

23 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábært að niðurstöðurnar voru góðar bæði í flagginu og glennunni, ég á engann karl nema soninn hann er bara 14 ára og vill ekki ganga í neinu öðru en svörtum Adidas buxum og svartri skyrtu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.10.2008 kl. 00:56

24 Smámynd: Tína

Þórdís: Ég skal redda trampólíni fyrir þig

Solla: Engin matur fyrir þig þá

Sammý: Hóhóhóóóóóó

Einar: Varstu svo að segja að þú værir e-ð erfiður???

Jóna: Að versla er aukaatriði darling..................... það er hittingurinn sem málið snýst um. En ég skal ekki draga úr því að ef þið viljið versla............... þá ætla ég ekki að stoppa ykkur.

Tína, 31.10.2008 kl. 09:10

25 Smámynd: Einar Indriðason

Já.  T.d. Ef þú hefðir sagt "hafragrautur", þá hefðirðu séð laglega undir iljarnar á mér.

Einar Indriðason, 31.10.2008 kl. 11:24

26 Smámynd: Ragnheiður

Ja hérna..hverjar eru líkurnar á þessu ? ég bý í næsta húsi við Sigrúnu og er álíka bílhrædd og hún. Ég er samt atvinnubílstjóri...

Kem seinna elskuleg.

Gott að ekkert slæmt sást við glennugang, það er víst nógu leiðinlegt að glenna sig framan í doktorana...

Ragnheiður , 31.10.2008 kl. 15:59

27 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gott að allar niðurstöður eru góðar.....ég er bíllaus svo ég fer ekkert langt annars væri gaman að hitta fólk

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 20:11

28 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég kem bara þegar nér verður sagt að koma og tek vonandi einhvern með mér! Mér finnst kakó æði á þessum árstíma.

Edda Agnarsdóttir, 31.10.2008 kl. 20:11

29 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er hérna daglega og ef von er á bloggvinum þá mæti ég auðvitað.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:39

30 Smámynd: SigrúnSveitó

Hlakka til þegar þú droppar við, mín kæra.

Knús...

SigrúnSveitó, 3.11.2008 kl. 00:07

31 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er alltaf til í það að skreppa austur fyrir fjall ef veðurspá er góð, ég er á bíl og gæti tekið með mér fólk.  Ég er sammála þér hittingur er alltaf góður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.11.2008 kl. 01:42

32 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

PS: ég kemst bara á föstudögum eða laugardögum þar sem ég vinn 5 kvöld í viku.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.11.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband