Stress

Á einu námskeiði rétti kennarinn fram vatnsglasi og spurði nemendurna hversu þungt það væri. Svörin sem bárust voru allt frá bilinu 20 til 500gr. Þá sagði kennarinn "Nákvæm þyngd skiptir nákvæmlega engu máli. Það sem skiptir máli er hversu lengi þú heldur á glasinu. Það er ekkert þungt ef þú heldur á því í smástund. Ef þú heldur á því í klukkutíma þá eru líkur til þess að þig fari að verkja í handlegginn. Ef þú heldur á því í heilan dag þá þarf örugglega að kalla á sjúkrabíl. Í hverju tilfelli fyrir sig er þyngdin sú sama, en því lengur sem þú heldur á því, því þyngra verður það".

Sama á við um okkar vandamál. Því lengur sem vandamál ná að þjaka okkur, því þyngri verður byrðin. Ef við erum alltaf að bera þau þá er staðreyndin sú að fyrr en síðar kiknum við undan álaginu og getum þá ekki haldið áfram. Alveg eins og með vatnsglasið. Við verðum að leggja það frá okkur í smástund og hvílast áður en við tökum það upp aftur. Endurnærð getum við haldið áfram með okkar mál.

Þess vegna er það að áður en farið er heim að kvöldi dags, leggið þá vandamálin og áhyggjurnar frá ykkur. Ekki fara með það heim. Þið getið tekið þau upp aftur á morgun. Hvaða vandamál eða áhyggjur sem kann að þjaka ykkur núna, leggið þau frá ykkur í örlitla stund ef þið getið. Og takið þau ekki upp aftur fyrr en þið eruð endurnærð.

Hérna eru nokkur góð ráð til að takast við vandamál, stress, áhyggjur og svartsýni.

Hafið orð ykkar ávallt sæt, ef svo skyldi fara að þið þyrftuð að éta þau ofan í ykkur.

Lesið alltaf eitthvað sem fær ykkur til að líta vel út ef þið deyið á miðri leið.

Keyrið varlega........ það eru ekki eingöngu bílarnir sem geta verið afturkallaðir til framleiðenda.

Ef þið getið ekki verið almennileg..... sjáið þá sóma ykkar í því að vera óljós.

Ef þið lánið einhverjum 1000 kr og sjáið viðkomandi svo aldrei aftur. Þá er það sennilega þess virði.

Það er alveg möguleiki á því að ykkar eina hlutverk á jörðinni sé að vera almennilegt við annað fólk.

Hverjum er ekki sama þó þið kunnið ekki að dansa. Standið bara upp og dansið.

Úr því að er árisulli ormurinn sem er étinn af fugli............. sofið þá út.

Það er seinni músin sem fær ostinn.

Afmælisdagar eru góðir........ því fleiri sem þið eigið, því lengur hafið þið lifað.

Þið gætuð vel verið eina manneskjan í heiminum, en getið líka verið allur heimurinn í augum einnar manneskju.

Sum mistök eru bara of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni.

Við getum lært mikið af vaxlita kassa. Sumir litir eru beittir, sumir fallegir og aðrir ekki. Sumir litir hafa skrítinn nöfn og allt eru þetta mismunandi litir sem verða að vera í sama kassanum.

Úr því við erum nú einu sinni á þessari jörð.................... því þá ekki að njóta þess? Misjafnlega hefur okkur verið úthlutað en við ættum að læra af því frekar en að fara í fýlu yfir því. Samgleðjumst innilega þeim sem eru hamingjusöm og tökum þátt í þeirra gleði. Huggum þau sem minna mega sín og verum til staðar fyrir þau. En umfram allt skulum við þakka Guði fyrir að vera til og þökkum jafnvel fyrir þær byrðar sem stundum eru lagðar á okkur. Það er sagt að ekki sé lagt meira á mann en maður getur borið. Ef mikið er lagt á okkur, þá hlýtur almættið að hafa mikið trú á okkur ekki satt.

Læt þetta duga í bili elskurnar. En ég stillti vekjaraklukkuna mína með það í huga að hafa smá tíma fyrir örblogg. Nú verð ég víst að drífa mig að hafa mig til fyrir vinnuna. Munið að ég hugsa reglulega til ykkar.

 

Molinn er síðan að sjálfsögðu tengdur færslunni, en hann er: Þær hafa reynst okkur kostnaðarsamar raunirnar sem aldrei hafa orðið. - Thomas Jefferson

P.s Konukvöldið var algjört flopp. En það komu aðeins 2. Gengur bara betur næst.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert gimsteinn

Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Dísa Dóra

Knús á þig dúllan mín. 

Leiðinlegt að ekki komu fleiri á konukvöldið 

Dísa Dóra, 6.12.2008 kl. 11:19

3 Smámynd: Einar Indriðason

Ying og Yang.  Gott / vont.  Já / nei.  Skuggi / ljós.  Logn / Stormur.  Fullt glas / tómt glas.  Mjólk / vatn.  Slagveðursrigning / sólskin.

Önnur leiðin skilur meira eftir sig, og er þægilegri.  (Þó ekki þannig að það sé gefið opið skotleyfi á að valta yfir.)

Hin leiðin getur verið torfarin, og skilur eftir sig annan "keim". 

Hvora leiðina skal fara?  Hugsanlega.... einhverja milli leið þar á milli?  Einhverja blöndu?  Já, gott ef ekki. 

Og hafandi komið með þessa svakalegu speki, þá kemur niðurstaðan:  Þetta er innlitskvitt!

:-)

Einar Indriðason, 6.12.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Einar Indriðason

Og... svo ég bæti við:  Reynið alla daga að fara ekki að sofa fyrr en þið hafið náð að slökkva á reiðinni (amk yfir nóttina).  Skiljið vondar hugsanir eftir, fyrir utan, helst langt í burtu.  Ekki koma með þær inn, ef þið getið.

Og þetta þurfið þið að æfa á hverjum einasta degi.  Því að.  Stundum tekst þetta hjá ykkur.  Og stundum tekst þetta ekki nægilega vel, alla leið.

Einar Indriðason, 6.12.2008 kl. 11:43

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hreint mögnuð færsla Tína mín.  Það er alltaf gott að lesa hjá þér.  Leitt með kvöldið, en ég veit þú dvelur ekki yfir því, koma tímar koma ráð.  Kærleikskveðja til ykkar og hafið það sem allra best.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 12:38

6 Smámynd: www.zordis.com

Falleg færsla, þegar upp er staðið þá er lífið einfalt, fallegt og gott. Í alheimi ljósið eina ert þú sem skín frá hjarta mínu. Njótum samverunnar, sitt í hvoru lagi sem samstæð eining alheims.

Knús til þín!

www.zordis.com, 6.12.2008 kl. 13:09

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Góð færsla hjá þér.....eins og reyndar alltaf....

Fúlt þetta með konukvöldið...... en til mín kom kona í gær ....  hún var nýkomin úr kaupstaðaferð þar sem hún fataði unglinginn sinn upp... hún var alveg í skýjunum yfir þjónustunni sem hún fékk hjá þér ljósið mitt.....brosti hreinlega hringinn ..... og drengurinn....laang flottastur.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 6.12.2008 kl. 13:18

8 Smámynd: JEG

Ææææjj spælandi með konukvöldið.

En þetta er snilldarfærsla.  Og mig langar að nappa þessum gollkornum því þau eru æði.  Mundu svo bara mín kæra að hvíla þig eins og þú getur.  Gullmoli eins og þú verða að endast.  Knús og kossar úr Hrútósveitó. 

JEG, 6.12.2008 kl. 13:58

9 identicon

Hæ elskuleg!

Ég tók nú bara færsluna þína, eins og hún lagði sig, prentaði hana út í vinnunni hjá mér og lét hana liggja frammi, svo allir gætu séð hana. Þessi færsla er bara yndisleg!

Hafðu það gott og farðu vel með þig!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:00

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góða helgi duglega kona

Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2008 kl. 18:22

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Alltaf er jafn gaman að lesa færslurnar þínar, þú ert svo spök kona   Hvað voru allar konurnar að hugsa að mæta ekki á konukvöldið   Það var náttúrulega þeirra missir og mannanna þeirra líka.  Þrátt fyrir krepputalið í mér er ég alltaf bjartsýn og geðgóð   Knús í þitt hús. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:35

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Fallleg færsla og skemmtileg.Skrif eins og þér einni er lagið

Solla Guðjóns, 8.12.2008 kl. 13:03

13 Smámynd: Tiger

 Alveg yndisleg færsla hjá þér Tína mín - eins og ætíð! Stressráðin eru stórkostleg og ætla ég að leyfa mér að stela þeim frá þér og senda þau á nokkra góða vini í aðventunni. Takk fyrir það ...

Sendi þér hlýtt knús og heilmikið kram elskulegust og vona að þú hafir það eins gott og hægt er. Vona að heilsan sé þokkalega góð og að ykkur gangi sem best í jólaversluninni .. knús og kram!

Tiger, 8.12.2008 kl. 17:38

14 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndisleg færsla, svo sönn. STÓRT knúúúús, til þín frá mér

SigrúnSveitó, 8.12.2008 kl. 19:17

15 Smámynd: Sigrún Óskars

já yndisleg færsla hjá þér - þú ert sjálf svo yndisleg. Sendi knús til þín austur og farðu bara vel með þig  

Sigrún Óskars, 9.12.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband