Aðeins að monta mig

Í gær fór fram norðurlandamótið í fitness í Háskólabíó. Ég var varla með rænu í gær og fór því ekki að horfa á tvíburasystur mína hana Önnu Bellu sem var að keppa. En þar sem ég er oft ansi heppin þá rankaði ég við mér rétt tímanlega til að sjá henni bregða fyrir í sjónvarpsfréttunum. Mikið ofboðslega er hún falleg stelpan!! Ég átta mig alveg á að hverjum þykir sinn fugl fagur........ en common..... þið verður eiginlega að viðurkenna að hún er gorgíous. Mynduð þið trúa því að þessi elska var einu sinni feit? Ég segi það satt. En svo uppgötvaði hún líkamsræktina og gjörbreytti um lífsstíl. Hún fór ekki í einhverja brjálaði mergrunarkúra eða neitt svoleiðis. Hún bara sneri blaðsíðunni algjörlega við.

En eins og titillinn á færslunni ber með sér að þá er þetta svona mont blogg, vegna þess að þessi elska lenti í 4 sæti. Ég er alveg hrikalega stolt af henni. Sérstaklega þegar að er gáð að Anna Bella er búin að vera með berkjubólgu og svoleiðis vesen meira og minna síðasta mánuðinn og var undirbúningurinn því allt annað en auðveldur.

Anna Bella

 

Þessi mynd var tekin af henni í gærkvöldi. Þannig að þið sjáið hvað ég á við. Ef þið sem þetta lesið vantar einhvern tímann alvöru einkaþjálfara, þá mæli ég eindregið með henni. Hún þjálfar í World Class og er með eindæmum ósérhlífin. Ef þið viljið sjá árangur........... þá er hún leið að lausninni.

Til hamingju með árangurinn elsku hjartans tvíbakan mín.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 08:18

2 Smámynd: www.zordis.com

Glæsilegur árangur hjá "tvíbökunni" þinni ... Til hamingju með dúlluna!

www.zordis.com, 20.10.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

...frábært ...til hamingju með hana systur þína....

Fanney Björg Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:14

4 Smámynd: Dísa Dóra

Glæsilegur árangur hjá tvíbökunni þinni - þú mátt svo sannarlega vera montin með hana

Knús til þín mín kæra og farðu vel með þig

Dísa Dóra, 20.10.2008 kl. 11:06

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Glæsilegt.Til hamingju með hana

Solla Guðjóns, 20.10.2008 kl. 14:08

6 Smámynd: JEG

Æææjjj snúllan mín súrt að þú hafir ekki haft heilsu í að sjá systu þína live.  En já hún er flott svísan ............og þú ert nú sennilega ekkert síðri ........er það ?

Æææjjjj veistu ég er nú svo léleg í þessu heilsuræktardæmi að ég held að ég nenni nú ekki að keyra 170 km til að mæta í tíma hehehehe...... svo kannski síðar.

En sannarlega máttu vera stolt af systu þinni já og ekki síður þér sjálfri mín elskuleg því það tekur á að vera stöðugt að berjast við heilsuna og nurla saman orku.

KNús og klemm essgan mín og farðu vel með þig krúttan mín.

JEG, 20.10.2008 kl. 17:37

7 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Vá maður það er sko allt annað að sjá hana systur þína, hún var nú kannski ekki feit en þybbinn fyrir mörgum, mörgum árum.  En hún er sko flottust núna, vá maður, hefði náttúrulega átt að vinna.  Getur hún ekki sent smá heilsu og sterka strauma til þín dúllan þín.....þó að hún er örugglega alltaf að reyna það.  Vonandi eru allir þínir hressir og þú ferð vel með þig, mannstu.  Knús í bæinn

Guðrún Helga Gísladóttir, 20.10.2008 kl. 19:25

8 Smámynd: Landi

Hún er sko bara flott SKVÍSA eins og systirin og óska ég Önnu Bellu til hamingju með árangurinn.

Hún tekur bara fyrsta sætið eins og hún er búin að taka í nokkur ár á næsta ári

Heyrðu já þetta er að lagast þarna upp í toppstykkinu ;) ...það er haldið þetta séu bara bólgur sem þrýsta á vöðvafestur í hálsi..ekkert alvarlegt..bara svona gömul íþróttarmeiðsl eftir koju flug á sjó 

Hafðu það svo sem allra best,,bið að heilsa austur yfir heiði.

RISA KNÚS til þín.....

Landi, 20.10.2008 kl. 19:59

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með tvíbökuna þína, kannski maður ætti að fá sér einkaþjálfara til þess að koma manni í form   Ég þjáist af leti á háu stigi, eða bara þreytu.  Annars góð.  Ég vona að blóðprufan verið jákvæð fyrir þig.    Átti ekki að taka blóðprufu úr þér til þess að athuga framleiðslu á kortisóli í dag eða gær?

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband