Börnin mín.

Gunnar minn er í svona karlaklúbbi sem samanstendur af eintómum húmoristum og strákarnir eru hver öðrum fyndnari. Á laugardagskvöldinu var þessi hópur með svokallað formannspartý sem er árlegur viðburður og er þá mökum boðið með. Ég fór ekki með að þessu sinni af kunnum ástæðum, þannig að við Kristján vorum bara 2 heima. Við áttum afskaplega rólega og notalega kvöldstund og ég verð að viðurkenna að það er allt of langt síðan við höfum verið svona 2.

Þegar kominn var háttatími (allavega hjá mér) þá fór ég inn á bað til að bursta tennurnar. Ég leit á sjálfa mig í spegli og hrökk þá upp úr mér "úfffff hvað ég er orðin ljót". Kristján sem þá einmitt labbaði framhjá, heyrði þetta, kom inn og tók utan um mig um leið og hann sagði "Nei mamma mín, þú ert sko ekkert ljót.................. þú ert bara orðin gömul" LoLGrinInLove. Sko.......... ef börnum manns tekst ekki að koma manni upp á hærra plan þá veit ég ekki hver gæti það. En ég gat svo sannarlega ekki annað en skellihlegið.

En þá eru hérna smá fréttir af sjómanninum. Naglinn minn hann Leifur varð alveg hrottalega sjóveikur og það nánast strax. Fyrstu nóttina eyddi hann á klósettinu og þá næstu var hann bara í matsalnum. Kojan hans var nefnilega fram í stefni og tók minn maður það ekki í mál að leggja sig þar, þvi öldugangurinn ku víst að vera mestur þar. Hann er nú reyndar allur að koma til. Þeir urðu samt að leita vars í Vestmannaeyjum snemma í gærmorgun og þegar Leifur hringdi aftur í mig í gærkvöldi, þá stefndu þeir að því að fara aftur út um miðnætti.

Leifur veikur

Þessa mynd tók Leifur af sjálfum sér þegar sólarhringur er liðinn af sjómennskunni. Ég vil minna ykkur á að þessi drengur er undir öðrum kringumstæðum afspyrnu fallegur. Hann sendi mér þessa mynd í gær og ég sprakk úr hlátri þegar ég sá hana. Sem betur fer hefur hann mikinn húmor fyrir sjálfum sér og tók bara þátt í vitleysunni þegar ég spurði hvað hann væri tilbúin að borga svo ég birti þessa mynd EKKI á blogginu. Eins og þið sjáið þá er drengurinn með eindæmum nískur Devil. Hehehe nei nei svarið sem ég fékk hljómaði reyndar svona eftir að hann var búin að hlæja slatta "Veistu mamma........ þú skalt bara birta hana og látum hana verða öðrum víti til varnaðar svo þeir fari ekki líka út í þessa vitleysu" ÖÖÖÖÖ ok!!!! Here we go.

Að öllum líkindum kemur hann heim í dag þessi elska en í síðasta lagi á morgun. En mikið svakalega fannst honum fyndið að komast að því þegar hann steig á fast land, að hann væri með sjóriðu á háu stigi. Að vísu fannst honum þetta ekki alveg jafn fyndið þegar dagur var að kvöldi kominn og hann enn eins og ........ já, þið vitið hvað ég meina.

Agnes dóttir mín er í kór Fsu og ætlar kórinn að vera með tónleika í Selfosskirkju í kvöld. Ég er alveg ákveðin í að mæta og er það ekki nema dauðinn sjálfur sem gæti stoppað mig. Tónleikarnir byrja kl 20:30 og er aðgangur ókeypis. Látið endilega sjá ykkur ef þið hafið ekkert annað betra að gera, þið sem það getið. Þessi kór er alveg magnaður og tárast ég alltaf þegar ég heyri hann syngja.

 

Hafið það gott í dag dúllurassarnir mínir. Ég er alveg klár á því að þessi dagur eigi eftir að vera hreint frábær bæði hjá mér og ykkur.

 

Molinn: Börn efast stundum um skynsemi föðurins en aldrei um hjarta móðurinnar. - Adolphe Monod


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Falleg færsla, fallegur gullmoli, skrifað af fallegri konu. Og svo ég svari þér...ég veit ekki alveg hvenær við hittumst en ég ÆTLA að koma á Selfoss fljótlega!

Knús...

SigrúnSveitó, 21.10.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Tína

Ragna: Ég efast ekki um að stundin verði góð í kvöld enda syngur dóttir mín eins og engill og það gera hinir krakkarnir í kórnum líka. Knús á móti dúllan mín.

Sigrún: Shit hvað ég hlakka til að hitta þig kona!!

Tína, 21.10.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh Kristján er gimsteinn!

Leifur mátti alveg við því að ljókka Þetta má ég bara segja vegna þess að ég er frænka hans

Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 09:11

4 Smámynd: Landi

Hehehehe þessi sjóveiki hverfur á nokkrum árum,fer hann annars ekki aftur  

Kveðja... Kallinn sem veit ekki hvað sjóveiki er

Hafið það og góða skemmtun á tónleikunum....

Landi, 21.10.2008 kl. 09:56

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Drengurinn er frábær og hann er sætur á myndinni, þrátt fyrir allt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 09:58

6 Smámynd: Tína

Hrönn: Það mátt þú svo sannarlega, alveg eins og ég leyfði mér þetta sökum þess að ég er mamma hans

Landi: Hann fer alveg örugglega aftur eftir að hann les þessi hughreystandi orð þín

Tína, 21.10.2008 kl. 10:00

7 Smámynd: Ragnheiður

Æj úpps. Hann er eiginlega grænn

Kallanginn !

Knús inn í daginn

Ragnheiður , 21.10.2008 kl. 10:43

8 Smámynd: Tína

Helga: Jújú hann hefur óneitanlega sinn sjarma þarna

Ragga:  Ekkert lítið!!!!!

Tína, 21.10.2008 kl. 11:20

9 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ekki ofsögum sagt að drengurinn sé grænn...... en það fer vonandi af honum sem allra allra fyrst því annars væri hægt að taka hann í misgripum fyrir innbitinn framsóknarmann......ég  veit ekki hvernig þeirri samlíkingu er tekið á þínu heimili en á mínu heimili er..... já... eða þannig...

Knús til þín.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:41

10 Smámynd: Dísa Dóra

Knús á þig "gamla" mín

Dísa Dóra, 21.10.2008 kl. 12:23

11 Smámynd: Tiger

 Einhvern veginn hef ég þann grun að Leifur hafi nú erft þann hæfileika móður sinnar - að vera fallegur sama hvað gengur á! Hann er bara flottur kappi - en hann hefði hugsanlega miklu betra af því að vera á togara eða stærra skipi því þá myndi hann líklega finna minna fyrir öldunni.

Ég er búinn að vera að lesa þig undanfarið þó ég hafi ekki náð að kvitta alltaf fyrir mig af ýmsustu ástæðum - og ég verð alltaf svo glaður og heitur í hjarta eftir lesturinn. Þú ert dásamlega jákvæður bolti, gefur mikið frá þér og styrkur þinn er ótrúlegur fallega stúlkuskott!

Ég vona að allt gangi nú vel þann 27. og líka auðvitað 29 okt ..

Það var sko alveg rétt hjá þér að leita til þíns gamla góða kvensjúkdómalæknis - því þetta er þín heilsa og þinn líkami - og ef þú færð ekki fullkomin svör og fullkomna aðstoð á einum stað þá áttu hiklaust og í fullum rétti að leita til fleiri lækna. Gott hjá þér skottið mitt..

Það var einmitt fjarlægður hnútur/æxli úr brjóstinu á mér fyrir nokkru - sem reyndist góðkynja. Leggst á bæn og bið fyrir því að slík verði útkoma hjá þér líka ljúfust!

Tvíbakan þín er svakalega flott - mahhrr hefði nú bara sett hana í fyrsta sæti sko! En fyrstu fimm sætin í svona keppnum eru held ég bara glimrandi góð! Til hamingju með hana ..

En, ég hef þig ætíð í huga þegar ég sting haus í saltan sjó - anda niður í ölduna og sendi mín hjartans mál áfram með brimrótinu - og bið fyrir þér stelpuskottið mitt! Hafðu það nú ljúft og gott og þakka þér góð orð alltaf inni hjá þér! Hellingur af knúsum og kreist á þig dásamlegi gullmoli!

P.s. Helgarmolinn þinn var yndislegur;

Sá sem fremur kýs að brosa en reiðast ber ætíð sigur úr bitum.

Tiger, 21.10.2008 kl. 12:52

12 Smámynd: Landi

Hérna hrúgan þín..svona smá..

 

Landi, 21.10.2008 kl. 13:02

13 Smámynd: www.zordis.com

Hrönn segir ad fraendur megi ljókka og zar sem flestir íslendingar eru skyldir þá getum við sigri hrósað útlitinu!

Ég missti af þessari færslu með simba sjófara þeim allrasætasta ( ég væri til dæmis ljótust eftir sólarhringinn) ......

Sendi þér knús í nóttina elsku kona ... er alein vakandi, klukkan orðin eitt að nóttu og augun ættu að vera lokuð!

www.zordis.com, 21.10.2008 kl. 23:04

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Græni strákurinn er bara flottur......við sjáum þá stundum svona hér í Þ-höfn örlítið ókyrra í spori.......

Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 20:17

15 identicon

settu brennivín í mjólkurglasið vinan þvi að ég er kominn HEIM;D.....iss þessar öldur voru ekki neitt...sirka 4-5 metrar að hæð hér og þar ....ekkert sem ég ræð ekki við....þurfti bara að finna út hvernig....lagði því höfuðið í bleyti...(klósettið) og kastaði af mér alskyns hugmyndum...komst síðan á það plan að borða bara....það virkaði......Eftir 3-4 daga....vær hættur að haga mér eins og múkki eftir 2 og hálfan dag......framkvæmdi hitt svo bara sjálfur með putta í kok þegar ógleðin var sem mest.....en já þetta var sko skóli dauðans og mæli ég ekki með þessu við neinn nema að alvaran sem mikil hjá honum að fara útá úthafið....

Valli...COME ON nokkur ár.....þu kant að kvetja mann áfram haha....nei þarf ekkert að vera að ég finni svona fyrir þessu í næsta túr...;).....takk fyrir kommentin skvísur...og tiger....og hafið það gott....ætla að fara að sofa...í meira en 6 tíma úff:P....

og mamma ég rukka þig svo fyrir myndina....15000 og málið er dautt...díll.....best í heimi aðvera kominn heim...saknaði þin og til hamingju með árangurinn í nýja blogginu...vissi að þu gætir þetta;)

Leibbi Öldubani!!! (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 01:05

16 Smámynd: Landi

Hehe jæja Leibbi Öldubani og stórsjóari,var þetta ekki bara kalt-blautt og svona 20 m/s fjör :)

Hef ekki neinar áhyggjur af þessari flensu sem var að hrjá þig þarna um tíma,þetta kallast bara að veðrast og að losa sig við umhverfismengunina í landi.Það er nefnilega svo að þegar fólk minnkar eða hættir ýmsum anskota fær það fráhvarfeinkenni,td fær fólk hausverk ef það hættir að drekka kaffi og sumir verða svona  hehe.

Mundu bara að vera alltaf með vasahníf á þér eða hníf í belti þegar þú ert að leggja,,en vonandi þarftu aldrei að nota hann..

Kv Tobbi

Landi, 23.10.2008 kl. 10:34

17 Smámynd: Landi

Jæja þar fór það,,,búinn að skrifa heila ritgerð til stórsjóarans smelli síðan á Senda og bara púfff,,,,allt gufaði upp.

Nenni ekki að skrifa það aftur.

En Leibbi þessi flensa sem þú fékkst er sennilega bara fráhvarfseinkenni af umhverfismengun úr landi

Landi, 23.10.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband