Tína........................... douze point.

LOKSINS gleðifréttir.

Þið munið að ég sagði ykkur frá því að ég hefði farið á mótþróaskeið og hætt að taka inn lyfin mín í þeirri viðleitni að neyða kortísól framleiðsluna í gang er það ekki????

Well kæru vinir................................... ÞAÐ TÓKST!!!!! GrinW00tToungeLoL

Ég fór s.s í blóðprufu í gærmorgun og þá kom í ljós að ég væri farin að framleiða. Að vísu í litlu magni......... en HALLÓ framleiðsla er framleiðsla....... ekki satt?

Sérfræðingurinn minn hringdi í mig í dag alveg kampakát með niðurstöðuna og fannst þetta í rauninni stórmerkilegt. Hún sagði að hún myndi ekki mæla með þessari aðferð við neinn en stundum væri bara ekki annað hægt. Jú ég neita því ekki að þessar rúmu 2 vikur hafi verið ansi erfiðar, en ég vissi allan tímann að þetta yrði allt annað en auðvelt. Mergurinn málsins er sá að ÞETTA TÓKST *doingthecrazydance*

Nú á ég að fara á morgun á sjúkrahúsið í bænum þar sem framkvæmd verður svokallað stimulation test og á þá að kanna hvaðan kortisólið kemur og ganga úr skugga um að það sé ekki heilaæxlið sem er farið að framleiða. Ég vona að ég hafi að minnsta kosti skilið þetta rétt.

Mig langaði bara svo óskaplega mikið til að deila þessum æðislegu fréttum með ykkur. Sérstaklega þegar að er gáð að þið hafið staðið með mér í þessu.

HAPPY kossar á línuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Vonandi er þetta smá batamerki, byrjun á einhverju ennþá betra.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2008 kl. 14:36

2 identicon

Dásamlegt meiriháttar elsku vinkona þetta eru bestu fréttir sem ég hef heyrt lengi. Dýrka þig

Sigurlín (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: www.zordis.com

YNDISLEGAR GLEÐIFRÉTTIR ELSKU DÚLLAN MÍN ... vonandi vonandi með eitt sætt kraftaverk í barminum eru góðir hlutir að gerast!

Takk elsku vinkona, þú ert yndisleg!

www.zordis.com, 21.10.2008 kl. 15:03

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Tína Sigurvegari, ekkert minna. Þú ert til fyrirmyndar, dásamlegar fréttir.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 16:09

5 Smámynd: Guðrún Helga Gísladóttir

Þú vinnur alls staðar þar sem þú stígur niður eða þrjóskast við, þetta er ótrúlegt.  Það er náttúrulega ekki nema fólk eins og þú sem dettur í hug að storka örlögunum og gera ekki það sem læknirinn segir.  En Til hamingju elsku dúllan mín og vonum að framleiðnin komi frá réttum stað, það yrði næsti sigur.  

Hvernig dettur þér síðan í hug að segja að þú sért ljót???? Láttu mig nú aldrei heyra þetta til þín aftur!!! Þú ert falleg, sæt og yndisleg manneskja og ekkert múður.  Hann Leifur er náttúrulega bara snillingur sem hefur haft geðveikislega gott af þessari bátsferð. Vonandi dregur það samt ekki úr honum, fyrstu túrarnir eru verstir hef ég heyrt.

Knús elskan mín, Áfram sigurvegari

Guðrún Helga Gísladóttir, 21.10.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Landi

Landi, 21.10.2008 kl. 16:20

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 21.10.2008 kl. 16:57

8 identicon

Mikið eru þetta gleðilegar fréttir Ég ligg hér og brosi hringinn!! Ég varð að lesa mig upp þar sem ég er búin að missa allmarga daga úr bloggheiminum og er ég svo óendanlega glöð að þetta hafi borið árangur! Nú er bara að vona að framleiðslan sé að koma frá nýrnahettunum sjálfum og hef ég fulla trú á að svo sé!! Mér finnst þú svo óendanlega dugleg og sterk að ganga í gegnum allar þessar kvalir til að ath hvort það beri árangur

Innilegar hamingjuóskir með tvíbökuna þína, ekkert smá flottur árangur hjá henni og skil ég vel að þú skulir vera stolt af henni og monta þig 

þúsund knús og kossar til þín elsku Tína

Kristín (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 17:00

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 18:11

10 Smámynd: Gunna-Polly

Gunna dansa gleðidans :))))))))))))))

Gunna-Polly, 21.10.2008 kl. 19:34

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

...góðar fréttir kæra vinkona.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.10.2008 kl. 19:50

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú ert hetja

Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2008 kl. 20:28

13 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... ég ætla ekki að segja frábært.  En... ég skal alveg með ánægju segja... Meiri háttar! :-)

En ... farðu nú samt vel með og ykkur!

Einar Indriðason, 21.10.2008 kl. 21:08

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

christinemarie.blog.is þú ert einstök

Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 21:16

15 Smámynd: Dísa Dóra

yesssssssssss ég skal sko dansa gleðidansinn með þér

Knús til þín elsku vinkona og vonandi verður þetta bara fyrsta skrefið af mörgum góðum

Dísa Dóra, 21.10.2008 kl. 21:23

16 Smámynd: JEG

Þú er sannkölluð hetja krúttan mín.

Knús og klemm úr sveitinni.  Luvya

JEG, 21.10.2008 kl. 21:37

17 Smámynd: Inga María

frábært að lesa þetta...haltu svona áfram!

Inga María, 21.10.2008 kl. 23:49

18 Smámynd: SigrúnSveitó

Ooooooohhhh, en hvað ég samgleðst þér. Tek sannarlega undir *doingthecrazydance*.

Knúúúús...

SigrúnSveitó, 22.10.2008 kl. 10:23

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Kem og hoppa með þér í hrigi á hringtorginu við brúna......við skulum láta gleðina taka völdin

Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 20:19

20 Smámynd: Tiger

 Elsku Tína mín. .. eins og þú segir; Framleiðsla er framleiðsla - sama hvað hver segir! Æðislegt að heyra ..

Knús á þig gullið mitt!

Tiger, 24.10.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband