Blogghittingur #2

Seinni blogghittingurinn var í gærkvöldi og er alltaf gaman að hitta fólkið og spjalla. Þetta var nú öllu rólegra en fyrri hittingur en ekki síður skemmtilegur.

Á svæðið mættu Sammý vinkona mín og dóttir hennar Rebekka, Eiríkur (garpur), Einar, Ásdís og svo Hrönn en án hennar vil ég helst ekki vera. Það er bara þannig Tounge Því miður varð hún Edda mín að boða forföll, en ég vil þakka henni fyrir að hafa látið mig vita að hún kæmist ekki. Afskaplega hvimleitt þegar fólk segist ætla að koma en lætur síðan hvorki heyra í sér né sjá.

Ekki var stemning í hópnum fyrir Kaffi Krús, enda fór mjög vel um okkur þarna í búðinni og var mikið spjallað og hlegið þar. Enda afburða skemmtilegur hópur þarna saman kominn. Svo hef ég grun um að kakóið sem ég kom með hafi bara verið svona hrikalega gott. Ég er í það minnsta búin að telja sjálfri mér trú um það.

Það er alltaf gaman þegar hópur kemur svona saman og gerir eitthvað sem það er ekki vant. Og ég viðurkenni það alveg að eitt af því skemmtilegra sem ég geri þarna í búðinni er að taka á móti svona hópi á kvöldin. Ástæðan fyrir því er að stemningin í fólkinu er miklu skemmtilegri. Sérstaklega á það við um hóp af körlum. Því þeir stríða hvor öðrum villt og galið og er alltaf mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim. Þeir eru ekki að taka þetta neitt of hátíðlega en eru skemmtilegir og afslappir og þeim finnst sko ekkert leiðinlegt að koma svona konulausir (með fullri virðingu fyrir konunum). Ég hef í það minnsta ekki enn lent í að taka á móti leiðinlegum hópi 7-9-13.

En hérna eru örfáar myndir frá því í gærkvöldi og hinar getið þið séð í myndaalbúminu.

 

Ásdís og gínan

 

 

 

Ásdísi leist vel á þessa.

 

 

Einar 

 

 

 

Einar sáttur með sitt kakó

 

 

 

Garpur

 

 

 

 

Það fór bara vel um Eirík (Garpur)

 

 

 

Rebekka skemmtileg

 

 

 

Sammý fyrir miðju og Rebekka dóttir hennar.

 

 

 

Þakka ykkur öllum mikið vel fyrir komuna. En ég hef endalaust gaman af því að hitta ykkur og vona ég bara að ég fái að gera það sem oftast. Ef einhverjir hafa áhuga á að koma svona að kvöldi til í verslunina Blaze á Selfossi og eiga skemmtilega kvöldstund í góðra vina hópi, þá mana ég ykkur til að hafa samband annað hvort beint við verslunina eða við mig. Þið getið þá bara sent mér póst á christinedevolder@msn.com . Þetta kostar ekki neitt en er virkilega skemmtilegt þó svo að sumum kunni að finnast það frekar ótrúlegt.

 

Ekki má ég svo klikka á molanum: Við getum eytt tímanum í að bölva myrkrinu eða við getum einfaldlega kveikt á kerti.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landi

Greinilega mikil stemming hjá ykkur  

Knús til ykkar Tín mín...

Landi, 11.11.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Minni hávaði

Ekki var Ásdís að stinga undan Hrönn

Solla Guðjóns, 11.11.2008 kl. 08:55

3 Smámynd: Landi

Nú fer ég henda þessari tölvu,,þar sem hún neitar stundum að koma með stafina

Landi, 11.11.2008 kl. 08:55

4 Smámynd: JEG

Gaman að þessu essgan.  Kveðja úr sveitinni norðan heiðar. 

JEG, 11.11.2008 kl. 09:09

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svakalega gaman í gær við "bar"borðið! Gott kakó og góður félagsskapur - ég hafði einstaklega gaman af því að drekka kakó með einari

Hrönn Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 09:38

6 Smámynd: Einar Indriðason

Og ég sem drakk kakóið mitt með annarri.... Nei, ok... báðum höndum.  Við og við.

Einar Indriðason, 11.11.2008 kl. 11:22

7 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha ohhhhhhhhhhhhhh ég vildi sko að ég hefði haft heilsu í að koma.  Var sko alveg viss um að með þetta fólk á svæðinu yrði mikið fjör og mikið hlegið

Knús til þín krútta mín

Dísa Dóra, 11.11.2008 kl. 11:41

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  voru einhver læti síðast? hahaha

Hólmdís Hjartardóttir, 11.11.2008 kl. 12:13

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nei, nei ég stakk ekkert undan Hrönn, Tina á marga gæja !!  takk fyrir mig elskan þetta var gaman.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 13:52

10 Smámynd: www.zordis.com

Zad er alldeilis fjorid hjá ykkur í Bleiz ..... Ekki ad spyrja ad gledinni, eitt kerti fyrir mig takk!

www.zordis.com, 11.11.2008 kl. 18:11

11 identicon

hæhæ sæta skvísa.

gaman að lesa bloggið þitt enn einusinni . værum alveg til í að koma á svona blogg hitting en þá ætti maðir víst að vera mbl.bloggari og kanski búa á Íslandi líka .

við hjónin erum ágætlega sátt við málsháttin þinn enda erum við með að jafnaði kveikt á ca 15 kertum á kvöldin í litlu íbúðinni okkar.

allt gengur vel hjá okkur her í DK. við erum flutt og maríanna er bara komin með svaka bumbu eftir tæpa 7 mánaða meðgöngu, en ég er samt með aðeins stærri bumbu ennþá, veit ekki alveg hvort ég eoga að vera monta mig yfir því ..........

kv. frá okkur

Grétar og Maríanna (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:55

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtilegar myndir og skemmtileg frásögn, fóru þau líka í bruggverksmiðjuna eins og við hin úr hinum fyrsta bloggvinahittingi? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.11.2008 kl. 01:18

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er eins gott að ég kom ekki, ég Ásdís hefðum þurft að rífast um manninn!

Eða er það eins og mér sýmist við nánari athugun að um þríbura sé að ræða? Einn fyrir mig, annar fyrir Hrönn og sá þriðji fyrir Ásdísi. Þetta gæti ekki verið betra.

Edda Agnarsdóttir, 12.11.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband