Viðhorf.


Kona ein vaknaði að morgni,

leit í spegilinn,

og sá að hún var aðeins með þrjú hár á höfðinu.

'Jæja" hugsaði hún, ætli ég hafi ekki hárið greitt aftur í dag.'

Sem hún og gerði og átti fínan dag. 

blom 1 

Næsta dag vaknaði hún,

leit í spegilinn  

og sá að hún var aðeins með tvö hár á höfðinu.

'H-M-M,' hugsaði hún,

'Ætli ég skipti ekki bara í miðju í dag.'

Sem hún og gerði og átti frábæran dag. 

blom 2 

Næsta dag vaknaði hún,

leit í spegilinn og sá  

að það var aðeins eitt hár á höfðinu.

'Jæja,' sagði hún,  ætli ég verði ekki með

hárið í tagli í dag.'

Sem hún og gerði og átti skemmtilegan dag. 

blom 3 

Næsta dag vaknar hún,

lítur í spegilinn og sér  

að það var ekki stingandi strá á höfðinu.

'YAY!' hrópaði hún.

'Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af hárgreiðslu í dag!' 

blom 4 

Allt snýst þetta um viðhorf. 



blom 5 


Lífið snýst ekki um að bíða eftir að storminn lægi... 



það snýst um að dansa í rigningunni.
Og þetta á við allt sem snýr að okkur. Hvort sem er álit okkar á okkur sjálfum, ástandinu eða hverju sem er.

Njótið dagsins elskurnar.............. lífið er svo fallegt þrátt fyrir allt.




 
 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Svoooooo satt - lífið snýst um viðhorf okkar fyrst of frems.

Það er alveg sama hverjar aðstæður þínar eru það eru viðhorf þín sem gera þig hamingjusama/n en ekki aðstæðurnar

Knús til þín

Dísa Dóra, 12.11.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Tær snilld. Sá þetta á forsíðunni á blogginu og þetta er aldeilis búið að hressa upp á daginn hjá mér. Takk.

Þórdís Guðmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég fékk þetta sent í pósti í morgun! Mér var sagt að þessi kona minnti á mig......

Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ekki endilega vegna þess að ég sé svo bjartsýn - heldur vegna hársins

Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Tína

Hrönn: Enda með eindæmum skemmtilegt viðhorf alltaf hreint. Hlusta ekki á seinna kommentið frá þér

Tína, 12.11.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Sigrún Óskars

alltaf ertu jafn yndisleg Tína - gott til umhugsunar. Molinn frá í gær er líka frábær - takk. Sendi þér stórt knús

Sigrún Óskars, 12.11.2008 kl. 16:23

8 identicon

Þú ert alveg mega geggjað frábær, elsku Tína mín!

Takk fyrir spjallið í morgun, mér er búið að líða ofboðslega vel eftir það!!!

Risaknús á þig, ljúfust

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Tína

Sigrún: Ég á nú ekki heiðurinn að þessu en fallegt er það.

Ásdís: Til hvers eru annars vinir ef ekki til að láta manni líða betur? Dýrka þig kona.

Tína, 12.11.2008 kl. 16:58

10 Smámynd: www.zordis.com

Nákvaemlega, zrátt fyrir allt; lífid er bara yndislegt med öllum litum haustsins, med ferskleika vetursins, von vorsins og hlyju sumars. Lífid er bara yndislegt, fallegt og gott zrátt fyrir!!!

www.zordis.com, 12.11.2008 kl. 19:57

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fékk þetta líka í morgun alveg yndislegt. Takk fyrir

Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 20:36

12 Smámynd: JEG

Með betri dæmisögum sem maður heyrir.  Knús og klemm essgan. 

JEG, 12.11.2008 kl. 22:50

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 23:37

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er yfirleitt alltaf bjartsýn, en síðustu vikur hef ég verið að búa mig undir kreppuna og er í kreppugírnum.  En það breytist bráðum.  Þegar óvissutímabilið er búið, get ég aftur farið að vara bjartsýn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:58

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Dansa í rigningu og hoppa í polla..það er lítið mál að þurka sér.

Knús á þig rófan mín

Solla Guðjóns, 13.11.2008 kl. 09:10

16 Smámynd: Heimir Tómasson

Alltaf góð. Knús að westan. Kem með góða afsökun á skrópinu þegar ég er búinn að semja hana....

Heimir Tómasson, 13.11.2008 kl. 13:30

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Edda Agnarsdóttir, 13.11.2008 kl. 17:54

18 Smámynd: Einar Indriðason

Eiginlega mesta furða að hún skuli ekki bara hafa rifið 4 hárin úr á 1. degi.  Þá hefði hún ekki þurft að breyta svona oft um hárgreiðslu.....

(Nei, bara spekúlera....)

Einar Indriðason, 13.11.2008 kl. 21:42

19 identicon

Sammála þér Tina mín..... ji hvað þetta er satt

Anna Bogga (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 08:47

20 Smámynd: Ragnheiður

Jahá...þetta er snilld. Gott að lesa svona annað en kr.....talið. Þetta er nákvæmlega svona. Maður getur haft svo mikið áhrif á sitt líf og líðan með viðhorfinu.

Ég stóð sjálf fyrir erfiðum atburðum í fyrra en ég hafði val, ég valdi gleðina og lífið.

Takk elskuleg

Ragnheiður , 14.11.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband